Sjálfsögð mannréttindi Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 10:00 Dags daglega hugsum við kannski ekki mikið um mannréttindi enda búum við í samfélagi þar sem mannréttindi eru ágætlega tryggð. Ísland er í fremstu röð þegar kemur að mannréttindum og við getum verið stolt af því samfélagi sem við höfum byggt, samfélag sem grundvallað er á mannréttindum, lögum og rétti. En þótt við göngum að þessum mannréttindum sem vísum þá lýkur aldrei baráttunni og varðstöðunni fyrir þau. Gleðigangan er frábær leið til að fagna þeim mannréttindum sem áunnist hafa og um leið undirstrikar hún að baráttunni fyrir þeim lýkur aldrei. Það er ekki annað hægt en að vera glöð og stolt yfir því hversu samfélagi okkar hefur miðað í átt til skilnings á þeirri einföldu reglu að kynhneigð hvers og eins er einkamál sem hvorki ríkisvaldi né nokkrum öðrum kemur við. Nokkuð er síðan mismunun í lögum vegna samkynhneigðar var afnumin og hjónabönd samkynhneigðra eru til jafns við önnur hjónabönd. Þetta er reyndar svo sjálfsagt að það á ekki að þurfa að tala um þetta, en það eru ekki margir áratugir síðan staðan var allt önnur. En það er ekki nóg að jöfn lagaleg staða fólks óháð kynhvöt hafi áunnist. Viðurkenning samfélagsins, skilningur og víðsýni veitir lögunum innihald og skapar raunverulegt jafnrétti og raunverulegt frelsi. Við skulum nefnilega muna að mannrétti eins eru um leið mannréttindi allra, ábyrgðin okkar á því að sækja þau og verja er því sameiginleg, rétt eins og ávinningurinn sem felst í því að lifa og búa í sanngjörnu, víðsýnu og umburðarlyndu þjóðfélagi – göngum saman fyrir okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Dags daglega hugsum við kannski ekki mikið um mannréttindi enda búum við í samfélagi þar sem mannréttindi eru ágætlega tryggð. Ísland er í fremstu röð þegar kemur að mannréttindum og við getum verið stolt af því samfélagi sem við höfum byggt, samfélag sem grundvallað er á mannréttindum, lögum og rétti. En þótt við göngum að þessum mannréttindum sem vísum þá lýkur aldrei baráttunni og varðstöðunni fyrir þau. Gleðigangan er frábær leið til að fagna þeim mannréttindum sem áunnist hafa og um leið undirstrikar hún að baráttunni fyrir þeim lýkur aldrei. Það er ekki annað hægt en að vera glöð og stolt yfir því hversu samfélagi okkar hefur miðað í átt til skilnings á þeirri einföldu reglu að kynhneigð hvers og eins er einkamál sem hvorki ríkisvaldi né nokkrum öðrum kemur við. Nokkuð er síðan mismunun í lögum vegna samkynhneigðar var afnumin og hjónabönd samkynhneigðra eru til jafns við önnur hjónabönd. Þetta er reyndar svo sjálfsagt að það á ekki að þurfa að tala um þetta, en það eru ekki margir áratugir síðan staðan var allt önnur. En það er ekki nóg að jöfn lagaleg staða fólks óháð kynhvöt hafi áunnist. Viðurkenning samfélagsins, skilningur og víðsýni veitir lögunum innihald og skapar raunverulegt jafnrétti og raunverulegt frelsi. Við skulum nefnilega muna að mannrétti eins eru um leið mannréttindi allra, ábyrgðin okkar á því að sækja þau og verja er því sameiginleg, rétt eins og ávinningurinn sem felst í því að lifa og búa í sanngjörnu, víðsýnu og umburðarlyndu þjóðfélagi – göngum saman fyrir okkur öll.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar