Opið bréf til formanns VR Starri Reynisson skrifar 13. ágúst 2018 07:00 Sæll Ragnar. Ég er 23 ára gamall námsmaður á leigumarkaði, en sökum þess að ég vil ekki hætta mér út í námslánakerfið þá vinn ég samhliða námi sem verslunarmaður. Sem verslunarmaður tilheyri ég Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, þar sem þú ert formaður. Ég vinn allan ársins hring, en eðli málsins samkvæmt vinn ég meira á sumrin en á veturna, þar sem á veturna þarf ég að hafa meiri tíma aflögu til þess að sinna náminu. Það er fjöldinn allur af fólki í svipaðri stöðu og ég, margir sem vinna allt árið en sumir sem hafa tök á því að vinna bara á sumrin. Mörg störfum við sem kvöld-, helgar- eða afleysingastarfsfólk í verslunum, en öll þurfum við að nýta þau frí sem við fáum frá skóla til þess að vinna og leggja fyrir. Fyrir fólk í þessari stöðu geta svokallaðir rauðir dagar, eða stórhátíðardagar, skipt gífurlegu máli. Það hefur a.m.k. töluverð áhrif á minn launaseðil þegar ég næ vakt á stórhátiðarkaupi, en það er almennt slegist um þær vaktir á mínum vinnustað. Nú skömmu fyrir verslunarmannahelgi gafst þú, sem formaður VR, út yfirlýsingu þess efnis að þú vildir að frídagur verslunarmanna stæði undir nafni og allar verslanir væru lokaðar á þeim degi, sem og öðrum stórhátíðardögum. Ég finn ekki neina þörf hjá mér til þess að vera í fríi á frídegi verslunarmanna, 1.maí eða aðfangadag. Það sem ég hef hins vegar þörf fyrir er stórhátíðarkaupið sem ég er á þá daga, það gerir mér kleift að leggja fyrir ef það skyldi harðna í ári, og stundum hjálpar það mér einfaldlega að ná endum saman í lok mánaðar. Hvers vegna vilt þú, aðili sem á að gæta minna hagsmuna, taka af mér þann möguleika að vinna á stórhátíðardögum? Eftir að hafa hlustað á þinn málflutning síðustu vikur kemst ég ekki hjá því að spyrja hvort þú sért í raun og veru að berjast fyrir hagsmunum félagsmanna VR eða hvort þú sért einfaldlega að slengja fram hástemdum yfirlýsingum sem hljóma vel í fjölmiðlum og láta þig líta vel út. Er þér treystandi til þess að leiða kjarabaráttu ef þú getur ekki horft til hagsmuna allra þinna umbjóðenda? Ert þú formaður allra félagsmanna, eða bara sumra? Þú ert í það minnsta ekki minn formaður, ekki síst vegna þess að það er engan veginn mér í hag að mér sé bannað að vinna á frídegi verslunarmanna. Virðingarfyllst, Starri Reynisson Félagsmaður í VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Tengdar fréttir Hvetur neytendur til að versla á öðrum dögum ársins Formaður VR segir dapurlegt að verslanir bjóði upp á ýmis hátíðartilboð í tilefni frídags verslunarmanna. 6. ágúst 2018 12:19 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Sæll Ragnar. Ég er 23 ára gamall námsmaður á leigumarkaði, en sökum þess að ég vil ekki hætta mér út í námslánakerfið þá vinn ég samhliða námi sem verslunarmaður. Sem verslunarmaður tilheyri ég Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, þar sem þú ert formaður. Ég vinn allan ársins hring, en eðli málsins samkvæmt vinn ég meira á sumrin en á veturna, þar sem á veturna þarf ég að hafa meiri tíma aflögu til þess að sinna náminu. Það er fjöldinn allur af fólki í svipaðri stöðu og ég, margir sem vinna allt árið en sumir sem hafa tök á því að vinna bara á sumrin. Mörg störfum við sem kvöld-, helgar- eða afleysingastarfsfólk í verslunum, en öll þurfum við að nýta þau frí sem við fáum frá skóla til þess að vinna og leggja fyrir. Fyrir fólk í þessari stöðu geta svokallaðir rauðir dagar, eða stórhátíðardagar, skipt gífurlegu máli. Það hefur a.m.k. töluverð áhrif á minn launaseðil þegar ég næ vakt á stórhátiðarkaupi, en það er almennt slegist um þær vaktir á mínum vinnustað. Nú skömmu fyrir verslunarmannahelgi gafst þú, sem formaður VR, út yfirlýsingu þess efnis að þú vildir að frídagur verslunarmanna stæði undir nafni og allar verslanir væru lokaðar á þeim degi, sem og öðrum stórhátíðardögum. Ég finn ekki neina þörf hjá mér til þess að vera í fríi á frídegi verslunarmanna, 1.maí eða aðfangadag. Það sem ég hef hins vegar þörf fyrir er stórhátíðarkaupið sem ég er á þá daga, það gerir mér kleift að leggja fyrir ef það skyldi harðna í ári, og stundum hjálpar það mér einfaldlega að ná endum saman í lok mánaðar. Hvers vegna vilt þú, aðili sem á að gæta minna hagsmuna, taka af mér þann möguleika að vinna á stórhátíðardögum? Eftir að hafa hlustað á þinn málflutning síðustu vikur kemst ég ekki hjá því að spyrja hvort þú sért í raun og veru að berjast fyrir hagsmunum félagsmanna VR eða hvort þú sért einfaldlega að slengja fram hástemdum yfirlýsingum sem hljóma vel í fjölmiðlum og láta þig líta vel út. Er þér treystandi til þess að leiða kjarabaráttu ef þú getur ekki horft til hagsmuna allra þinna umbjóðenda? Ert þú formaður allra félagsmanna, eða bara sumra? Þú ert í það minnsta ekki minn formaður, ekki síst vegna þess að það er engan veginn mér í hag að mér sé bannað að vinna á frídegi verslunarmanna. Virðingarfyllst, Starri Reynisson Félagsmaður í VR
Hvetur neytendur til að versla á öðrum dögum ársins Formaður VR segir dapurlegt að verslanir bjóði upp á ýmis hátíðartilboð í tilefni frídags verslunarmanna. 6. ágúst 2018 12:19
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun