Erfitt að ræða misréttið segja landsliðskonur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. ágúst 2018 05:00 Þóra spilaði með kvennalandsliðinu í tæpa tvo áratugi. Fréttablaðið/Stefán „Mér fannst jafnerfitt að lesa þetta eins og eflaust flestum þeim sem áttu einhverja aðkomu að þessu á sínum tíma,“ segir Guðlaug Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu um fréttaumfjöllun af fyrirlestri Þóru Helgadóttur, fyrrverandi landsliðsmarkmanns, um fyrstu ár sín í landsliðinu. Í fyrirlestrinum lýsti Þóra slæmum aðbúnaði í kvennaboltanum og ólíkum viðhorfum innan knattspyrnusambandsins til karla- og kvennaboltans. Hún tók sláandi dæmi af æfingum undir stjórn fyrrverandi landsliðsþjálfara sem var rekinn eftir kvartanir landsliðskvenna vegna framkomu hans í garð leikmanna. Guðlaug segir frásagnir Þóru ríma mjög við sína upplifun frá þessum tíma. Aðrir leikmenn sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála því en vilja ekki ræða málið frekar. Aðspurð um ástæður þess segir Guðlaug mjög erfitt að ræða þetta. „Kannski vegna þess að þegar við vorum að opna okkur um þetta á sínum tíma var okkur ekki trúað eða lítið gert úr þessu. Svo þegar sannleikurinn kemur fram í dag þá fá bara allir sjokk, sem sýnir að staðan er bara allt önnur í samfélaginu í dag.“ Hún nefnir sem dæmi að Eddu Garðarsdóttur og Þóru Helgadóttur hafi verið kennt um að vera einhverjir forsvarsmenn í máli þjálfarans á sínum tíma í blaðaviðtali við þjálfarann árið 2013. „Það er kolrangt. Það er hægt að skoða hverjar voru elstar og leikjahæstar og það eru þær sem voru forsvarsmenn í þessu máli og alls ekki þær sem voru nýbyrjaðar í landsliðinu,“ segir Guðlaug sem er tíu árum eldri en Þóra. Hún segir það hafa verið erfiða ákvörðun að stíga fram og kvarta undan þjálfaranum enda hafi þær allar verið stoltar af að hafa spilað með landsliðinu og að hafa verið valdar í landsliðið. Sjálf segir Þóra að það hafi verið erfitt að segja frá þessu núna. „En ég mat það sem svo að þetta væri mikilvægt inn í þessa umræðu og ég var nú beðin um að lýsa því hvernig væri að vera kona í karlaheimi.“ Þóra og Guðlaug segjast báðar ánægðar með þær breytingar sem orðið hafa í kvennaboltanum á síðasta áratug. „Andrúmsloftið er allt annað í dag,“ segir Þóra og hrósar mjög núverandi forystu KSÍ og Guðna Bergssyni formanni. Aðspurð nefnir hún bónusgreiðslur og undirbúninginn fyrir EM í fyrra, en hún fór sjálf á EM þar á undan og segir muninn hafa verið augljósan. „Maður var bara virkilega stoltur og glaður fyrir hönd stelpnanna og uppskeru þeirra.“ Hún segir jafnréttisuppskeruna í boltanum vera uppskeru kvennanna sjálfra að miklu leyti. „Það er ekki bara mín kynslóð heldur kynslóðirnar á undan,“ segir Þóra og bætir við: „Stelpur eins og Ásthildur, Olga, Vanda, Ásta B. og fleiri konur sem byrjuðu þetta allt. Án þeirra værum við ekki þar sem við erum í dag.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Þórður Georg Lárusson hafi á sínum tíma auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. 16. ágúst 2018 15:48 Ótrúleg frásögn af kynjamismunun innan KSÍ: Landsliðsþjálfari þekkti hvorki nöfn né stöður leikmanna A-landslið kvenna í fótbolta æfði á ójöfnum velli þar sem ekki voru alvöru mörk, gerði upphitunaræfingar sem flestir myndu lýsa við hæfi eldri borgara og þjálfarinn þekkti ekki stöður leikmannanna inni á vellinum. Sami þjálfari varð drukkinn í landsliðsferð og reyndi að fá leikmenn upp á herbergi til sín. Þetta sagði Þóra Helgadóttir í erindi sínu á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 17:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
„Mér fannst jafnerfitt að lesa þetta eins og eflaust flestum þeim sem áttu einhverja aðkomu að þessu á sínum tíma,“ segir Guðlaug Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu um fréttaumfjöllun af fyrirlestri Þóru Helgadóttur, fyrrverandi landsliðsmarkmanns, um fyrstu ár sín í landsliðinu. Í fyrirlestrinum lýsti Þóra slæmum aðbúnaði í kvennaboltanum og ólíkum viðhorfum innan knattspyrnusambandsins til karla- og kvennaboltans. Hún tók sláandi dæmi af æfingum undir stjórn fyrrverandi landsliðsþjálfara sem var rekinn eftir kvartanir landsliðskvenna vegna framkomu hans í garð leikmanna. Guðlaug segir frásagnir Þóru ríma mjög við sína upplifun frá þessum tíma. Aðrir leikmenn sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála því en vilja ekki ræða málið frekar. Aðspurð um ástæður þess segir Guðlaug mjög erfitt að ræða þetta. „Kannski vegna þess að þegar við vorum að opna okkur um þetta á sínum tíma var okkur ekki trúað eða lítið gert úr þessu. Svo þegar sannleikurinn kemur fram í dag þá fá bara allir sjokk, sem sýnir að staðan er bara allt önnur í samfélaginu í dag.“ Hún nefnir sem dæmi að Eddu Garðarsdóttur og Þóru Helgadóttur hafi verið kennt um að vera einhverjir forsvarsmenn í máli þjálfarans á sínum tíma í blaðaviðtali við þjálfarann árið 2013. „Það er kolrangt. Það er hægt að skoða hverjar voru elstar og leikjahæstar og það eru þær sem voru forsvarsmenn í þessu máli og alls ekki þær sem voru nýbyrjaðar í landsliðinu,“ segir Guðlaug sem er tíu árum eldri en Þóra. Hún segir það hafa verið erfiða ákvörðun að stíga fram og kvarta undan þjálfaranum enda hafi þær allar verið stoltar af að hafa spilað með landsliðinu og að hafa verið valdar í landsliðið. Sjálf segir Þóra að það hafi verið erfitt að segja frá þessu núna. „En ég mat það sem svo að þetta væri mikilvægt inn í þessa umræðu og ég var nú beðin um að lýsa því hvernig væri að vera kona í karlaheimi.“ Þóra og Guðlaug segjast báðar ánægðar með þær breytingar sem orðið hafa í kvennaboltanum á síðasta áratug. „Andrúmsloftið er allt annað í dag,“ segir Þóra og hrósar mjög núverandi forystu KSÍ og Guðna Bergssyni formanni. Aðspurð nefnir hún bónusgreiðslur og undirbúninginn fyrir EM í fyrra, en hún fór sjálf á EM þar á undan og segir muninn hafa verið augljósan. „Maður var bara virkilega stoltur og glaður fyrir hönd stelpnanna og uppskeru þeirra.“ Hún segir jafnréttisuppskeruna í boltanum vera uppskeru kvennanna sjálfra að miklu leyti. „Það er ekki bara mín kynslóð heldur kynslóðirnar á undan,“ segir Þóra og bætir við: „Stelpur eins og Ásthildur, Olga, Vanda, Ásta B. og fleiri konur sem byrjuðu þetta allt. Án þeirra værum við ekki þar sem við erum í dag.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Þórður Georg Lárusson hafi á sínum tíma auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. 16. ágúst 2018 15:48 Ótrúleg frásögn af kynjamismunun innan KSÍ: Landsliðsþjálfari þekkti hvorki nöfn né stöður leikmanna A-landslið kvenna í fótbolta æfði á ójöfnum velli þar sem ekki voru alvöru mörk, gerði upphitunaræfingar sem flestir myndu lýsa við hæfi eldri borgara og þjálfarinn þekkti ekki stöður leikmannanna inni á vellinum. Sami þjálfari varð drukkinn í landsliðsferð og reyndi að fá leikmenn upp á herbergi til sín. Þetta sagði Þóra Helgadóttir í erindi sínu á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 17:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Þórður Georg Lárusson hafi á sínum tíma auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. 16. ágúst 2018 15:48
Ótrúleg frásögn af kynjamismunun innan KSÍ: Landsliðsþjálfari þekkti hvorki nöfn né stöður leikmanna A-landslið kvenna í fótbolta æfði á ójöfnum velli þar sem ekki voru alvöru mörk, gerði upphitunaræfingar sem flestir myndu lýsa við hæfi eldri borgara og þjálfarinn þekkti ekki stöður leikmannanna inni á vellinum. Sami þjálfari varð drukkinn í landsliðsferð og reyndi að fá leikmenn upp á herbergi til sín. Þetta sagði Þóra Helgadóttir í erindi sínu á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag. 16. ágúst 2018 17:30