Orka náttúrunnar stærsta raforkusalan en er þó með hæsta verðið Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 2. ágúst 2018 10:00 Flutningur og dreifing rafmagns er ekki á samkeppnismarkaði ólíkt framleiðslu og sölu. ON Rúmlega átta prósenta munur er á verði raforku hjá ódýrustu og dýrustu raforkusölunum. Dýrasta raforkusalan, Orka náttúrunnar, er jafnframt stærsta fyrirtækið á markaðinum. Á vefsíðunni Aurbjorg.is má nú finna verðsamanburð á öllum raforkusölum án virðisaukaskatts. Ódýrasta rafmagnið býður Orka heimilanna, sem hóf starfsemi í ársbyrjun 2018. Þar er hver kílóvattstund verðlögð á 5,89 krónur. Orkubú Vestfjarða fylgir fast á hælana með verðið 5,90 krónur. Dýrust er Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, sem selur hverja kílóvattstund 6,43 krónur, síðan HS Orka með verðið 6,35 krónur. Neytendur geta keypt rafmagn af hverjum sem er óháð búsetu á landinu og sama gildir um húsfélög. Þess ber þó að geta að rafmagnskostnaður heimila skiptist í tvennt. Annars vegar kostnaður vegna raforkusölu sem er á samkeppnismarkaði og hins vegar vegna raforkudreifingar þar sem fyrirtækin hafa einokun á afmörkuðu landsvæði. Þannig geta neytendur aðeins reynt að lækka hluta af heildarkostnaðinum. „Við endurskoðum reglulega okkar verð en það er oft þannig að hinir bíða og setja verðin aðeins undir. Við verðleggjum okkur á eigin forsendum og þetta var niðurstaðan um síðustu áramót miðað við arðsemiskröfur, kostnað og annað slíkt,“ segir Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Önnur skýring, að sögn Bjarna, er að Orka náttúrunnar ráðstafar arði fyrirtækisins í ýmis þróunarverkefni sem lúta að orkuskiptum og að draga úr losun koltvísýrings. Hann segir að neytendur þurfi einnig að hafa í huga hvar peningarnir endi. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Rúmlega átta prósenta munur er á verði raforku hjá ódýrustu og dýrustu raforkusölunum. Dýrasta raforkusalan, Orka náttúrunnar, er jafnframt stærsta fyrirtækið á markaðinum. Á vefsíðunni Aurbjorg.is má nú finna verðsamanburð á öllum raforkusölum án virðisaukaskatts. Ódýrasta rafmagnið býður Orka heimilanna, sem hóf starfsemi í ársbyrjun 2018. Þar er hver kílóvattstund verðlögð á 5,89 krónur. Orkubú Vestfjarða fylgir fast á hælana með verðið 5,90 krónur. Dýrust er Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, sem selur hverja kílóvattstund 6,43 krónur, síðan HS Orka með verðið 6,35 krónur. Neytendur geta keypt rafmagn af hverjum sem er óháð búsetu á landinu og sama gildir um húsfélög. Þess ber þó að geta að rafmagnskostnaður heimila skiptist í tvennt. Annars vegar kostnaður vegna raforkusölu sem er á samkeppnismarkaði og hins vegar vegna raforkudreifingar þar sem fyrirtækin hafa einokun á afmörkuðu landsvæði. Þannig geta neytendur aðeins reynt að lækka hluta af heildarkostnaðinum. „Við endurskoðum reglulega okkar verð en það er oft þannig að hinir bíða og setja verðin aðeins undir. Við verðleggjum okkur á eigin forsendum og þetta var niðurstaðan um síðustu áramót miðað við arðsemiskröfur, kostnað og annað slíkt,“ segir Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Önnur skýring, að sögn Bjarna, er að Orka náttúrunnar ráðstafar arði fyrirtækisins í ýmis þróunarverkefni sem lúta að orkuskiptum og að draga úr losun koltvísýrings. Hann segir að neytendur þurfi einnig að hafa í huga hvar peningarnir endi.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Orkumál Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira