Hvers vegna er stjórnarskráin brotin? Björgvin Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2018 07:00 Hvers vegna er afstaða stjórnvalda á Íslandi neikvæð til eldri borgara? Hvers vegna eru stjórnvöld hér ekki að leggja sig fram um að bæta kjör aldraðra og gera þeim lífið sem léttast? Þannig er það í grannlöndum okkar. Þar leggja stjórnvöld sig fram um að gera lífið sem bærilegast, lífskjörin sem léttust síðasta hluta æviskeiðsins. Formaður í samtökum eldri borgara, sem fór að heimsækja systursamtök sín í Danmörku fyrir mörgum árum, undraðist hvað stjórnvöld þar voru jákvæð í garð aldraðra; átti því ekki að venjast hér. Gott dæmi um neikvæða afstöðu til aldraðra er hjá núverandi ríkisstjórn. Stjórnin hefur verið við völd í 8 mánuði en hún hefur ekki lyft litla putta til þess a bæta kjör eða aðstöðu aldraðra. Þó á að heita svo, að „róttækur sósíalistaflokkur“ veiti stjórninni forstöðu. Hvað veldur sinnuleysi stjórnarinnar? Það er rannsóknarefni. Vinstri grænir skertu kjör aldraðra og öryrkja 2009 ásamt Samfylkingunni í kjölfar bankahrunsins en þá voru skuldir ríkisins orðnar yfir 200 milljarðar króna. Það hefði því átt að vera kærkomið tækifæri fyrir VG nú að bæta kjör aldraðra og öryrkja, þegar staða þjóðarbúsins er orðin betri. En VG telur greinilega ekki þörf á því; heldur hagar sér eins og enn sé kreppa í landinu gagnvart þeim sem verst standa í þjóðfélaginu! Ég hef minnst á það áður, að ég tel, að það hve lífeyri aldraðra og öryrkja er haldið lágum hér sé brot á stjórnarskránni. Samkvæmt 76. gr stjórnarskrárinnar á ríkið að veita öldruðum og öryrkjum aðstoð, ef þarf. Það þarf frekari aðstoð til þeirra kvæntra aldraðra, sem eingöngu hafa 204 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það lifir enginn af þeirri hungurlús. Aðeins húsaleiga er hátt í 200 þúsund kr. á mánuði og þó húsnæðiskostnaður sé heldur lægri hjá þeim, sem eiga sitt húsnæði munar það ekki mjög miklu. Þá er einnig eftir að greiða allan annan kostnað, matvæli, fatnað, samgöngukostnað, rafmagn, hita, síma, sjónvarp, tölvu, læknishjálp, afþreyingu, gjafir til barna og barnabarna, o.s.frv. o.s.frv. Það er engin leið að lifa af þessum lága lífeyri, sem ríkið skammtar öldruðum og öryrkjum. Það er í rauninni verið að svelta aldraða og öryrkja með því að halda þeim svona niðri og neita að leiðrétta lífeyrinn. Réttlætinu verður ekki frestað sagði Katrín Jakobsdóttir, þegar hún var í stjórnarandstöðu 2017 og var að gagnrýna Bjarna Benediktsson. Þá vildi hún ekki fresta leiðréttingu á lífeyri; vildi ekki fresta réttlætinu. Nú er hún að fresta því!! Þó einhleypir aldraðir hafi nokkrum krónum hærri lífeyri munar það engum ósköpum. Einhleypir aldraðrir, sem eingöngu hafa lífeyri frá TR, hafa 239 þús. á mánuði eftir skatt. Síðan er það furðulegt, að stjórnvöld skuli komast upp með það að mismuna öldruðum og öryrkjum eftir því hvort þeir eru einhleypir eða í hjónabandi (eða sambúð). Það er svona svipað og sagt væri við verkamenn, að þeir fengju lægra kaup fyrir vinnu sína, ef þeir væru giftir! Það stenst ekki, hvorki hjá verkafólki né hjá öldruðum eða öryrkjum. Það er engin spurning, að stjórnvöld eru að brjóta stjórnarskrána á öldruðum og öryrkjum. Það er furðulegt, að stjórn undir forustu „róttæks sósíalistaflokks“ skuli gera það. Það verður að stöðva brot á stjórnarskránni strax. Ég hef undanfarið birt samanburð á kjörum aldraðra hér, á hinum Norðurlöndunum og innan OECD . Þessi samanburður leiðir í ljós að Ísland rekur lestina, að því er greiðslur ríkisins til eftirlauna varðar. Það hefur lengi verið vitað að Norðurlöndin standa okkur framar í þessu efni en það kemur á ávart, að ríkin innan OECD skuli einnig standa okkur framar í þessu efni, miðað við eftirlaun sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu. Hvað þýðir þetta? Það þýðir það, að íslenskir stjórnmálamenn hafa svikið aldraðra að því er varðar greiðslu eftirlauna til þeirra. Íslenska ríkið hefur greitt þeim lægri eftirlaun en önnur OECD ríki til jafnaðar eða 2% af vergri landsframleiðslu miðað við 8% í ríkjum OECD. Samt hefur hagvöxtur verið meiri hér síðustu árin en í flestum löndum Evrópu. Hvað verður um hagvöxtinn? Aldraðir njóta hans ekki.Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna er afstaða stjórnvalda á Íslandi neikvæð til eldri borgara? Hvers vegna eru stjórnvöld hér ekki að leggja sig fram um að bæta kjör aldraðra og gera þeim lífið sem léttast? Þannig er það í grannlöndum okkar. Þar leggja stjórnvöld sig fram um að gera lífið sem bærilegast, lífskjörin sem léttust síðasta hluta æviskeiðsins. Formaður í samtökum eldri borgara, sem fór að heimsækja systursamtök sín í Danmörku fyrir mörgum árum, undraðist hvað stjórnvöld þar voru jákvæð í garð aldraðra; átti því ekki að venjast hér. Gott dæmi um neikvæða afstöðu til aldraðra er hjá núverandi ríkisstjórn. Stjórnin hefur verið við völd í 8 mánuði en hún hefur ekki lyft litla putta til þess a bæta kjör eða aðstöðu aldraðra. Þó á að heita svo, að „róttækur sósíalistaflokkur“ veiti stjórninni forstöðu. Hvað veldur sinnuleysi stjórnarinnar? Það er rannsóknarefni. Vinstri grænir skertu kjör aldraðra og öryrkja 2009 ásamt Samfylkingunni í kjölfar bankahrunsins en þá voru skuldir ríkisins orðnar yfir 200 milljarðar króna. Það hefði því átt að vera kærkomið tækifæri fyrir VG nú að bæta kjör aldraðra og öryrkja, þegar staða þjóðarbúsins er orðin betri. En VG telur greinilega ekki þörf á því; heldur hagar sér eins og enn sé kreppa í landinu gagnvart þeim sem verst standa í þjóðfélaginu! Ég hef minnst á það áður, að ég tel, að það hve lífeyri aldraðra og öryrkja er haldið lágum hér sé brot á stjórnarskránni. Samkvæmt 76. gr stjórnarskrárinnar á ríkið að veita öldruðum og öryrkjum aðstoð, ef þarf. Það þarf frekari aðstoð til þeirra kvæntra aldraðra, sem eingöngu hafa 204 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það lifir enginn af þeirri hungurlús. Aðeins húsaleiga er hátt í 200 þúsund kr. á mánuði og þó húsnæðiskostnaður sé heldur lægri hjá þeim, sem eiga sitt húsnæði munar það ekki mjög miklu. Þá er einnig eftir að greiða allan annan kostnað, matvæli, fatnað, samgöngukostnað, rafmagn, hita, síma, sjónvarp, tölvu, læknishjálp, afþreyingu, gjafir til barna og barnabarna, o.s.frv. o.s.frv. Það er engin leið að lifa af þessum lága lífeyri, sem ríkið skammtar öldruðum og öryrkjum. Það er í rauninni verið að svelta aldraða og öryrkja með því að halda þeim svona niðri og neita að leiðrétta lífeyrinn. Réttlætinu verður ekki frestað sagði Katrín Jakobsdóttir, þegar hún var í stjórnarandstöðu 2017 og var að gagnrýna Bjarna Benediktsson. Þá vildi hún ekki fresta leiðréttingu á lífeyri; vildi ekki fresta réttlætinu. Nú er hún að fresta því!! Þó einhleypir aldraðir hafi nokkrum krónum hærri lífeyri munar það engum ósköpum. Einhleypir aldraðrir, sem eingöngu hafa lífeyri frá TR, hafa 239 þús. á mánuði eftir skatt. Síðan er það furðulegt, að stjórnvöld skuli komast upp með það að mismuna öldruðum og öryrkjum eftir því hvort þeir eru einhleypir eða í hjónabandi (eða sambúð). Það er svona svipað og sagt væri við verkamenn, að þeir fengju lægra kaup fyrir vinnu sína, ef þeir væru giftir! Það stenst ekki, hvorki hjá verkafólki né hjá öldruðum eða öryrkjum. Það er engin spurning, að stjórnvöld eru að brjóta stjórnarskrána á öldruðum og öryrkjum. Það er furðulegt, að stjórn undir forustu „róttæks sósíalistaflokks“ skuli gera það. Það verður að stöðva brot á stjórnarskránni strax. Ég hef undanfarið birt samanburð á kjörum aldraðra hér, á hinum Norðurlöndunum og innan OECD . Þessi samanburður leiðir í ljós að Ísland rekur lestina, að því er greiðslur ríkisins til eftirlauna varðar. Það hefur lengi verið vitað að Norðurlöndin standa okkur framar í þessu efni en það kemur á ávart, að ríkin innan OECD skuli einnig standa okkur framar í þessu efni, miðað við eftirlaun sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu. Hvað þýðir þetta? Það þýðir það, að íslenskir stjórnmálamenn hafa svikið aldraðra að því er varðar greiðslu eftirlauna til þeirra. Íslenska ríkið hefur greitt þeim lægri eftirlaun en önnur OECD ríki til jafnaðar eða 2% af vergri landsframleiðslu miðað við 8% í ríkjum OECD. Samt hefur hagvöxtur verið meiri hér síðustu árin en í flestum löndum Evrópu. Hvað verður um hagvöxtinn? Aldraðir njóta hans ekki.Höfundur er viðskiptafræðingur
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun