Um það bil 25 ungmenni hafa slasast í óeirðum í Bangladess í dag. Ungmennin hafa verið að mótmæla öryggi á vegum og krefjast úrbóta eftir að strákur og stelpa létust eftir að rúta ók á þau í síðustu viku. Ráðist var á mótmælendur í höfuðborginni Dhakaen mótmlin hafa staðið yfir í sjö daga.
Þúsundir ungmenna hafa staðið á götum og stöðvað umferð í mótmælaskyni síðastliðna daga. Ráðherra ásakaði mótmælendur um hræsni fyrir þessa mótmælaaðgerð.
Ekki er ljóst hverjir árásarmennirnir eru en fjölmiðlar í Bangladess segja að nemendahópur tengdur ríkisstjórninni standi á bakvið árásirnar.
Stjórnvöld hafa lokað fyrir internet aðgang farsíma í landinu vegna mótmælanna.
BBC greinir frá því að lögregla hafi notast við táragas og skotið gúmmíkúlum á mótmælendur í dag.
