Við bíðum Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. ágúst 2018 07:00 Bandaríska farveitan Lyft gaf á dögunum hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 Bandaríkjadali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur; svokölluð borgarhjól, Lyft og deilibílana Zipcar – gegn því að íbúarnir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. Framkvæmdastjóri farveitunnar á svæðinu sagðist vilja veita fólki tækifæri til þess að leggja bílnum sínum í þrjátíu daga og gefa því allt sem það þarf til þess að ferðast um borgina. Með þessu vill fyrirtækið efna til umræðu um hversu dýrt það er að eiga og reka bíl. Uppátæki Lyft vekur spurningar um bílaeign, þótt hagnaðarsjónarmið liggi sennilegast þar að baki og tilraun til þess að svara þeirri gagnrýni sem farveitur hafa að undanförnu sætt, eftir að bandarísk rannsókn sýndi að þjónusta þessara fyrirtækja dregur hvorki úr bílaeign né mengun ef marka má reynsluna í níu stærstu borgunum þar í landi. Aðrar rannsóknir hafa þó áður sýnt fram á hið gagnstæða. Hvað sem því líður hafa Uber og Lyft fjárfest í nýstárlegum samgöngutækjum að undanförnu til að bæta við þjónustu sína, meðal annars rafhjólum sem ætlað er að leysa bílana af í styttri ferðum og á álagstímum. Forstjóri Uber hefur sagt að hann vilji koma almenningssamgöngum inn í þjónustu Uber, þannig að allir samgöngumátar standi notendum til boða, þótt hann hafi ekki sjálfur tekjur af öllum nýju úrræðunum. Framkvæmdastjórinn hjá Lyft sagðist einnig vita að Lyft væri ekki eina svarið. Það væri ómögulegt að koma nægilega mörgum bílum á göturnar til þess að koma öllum leiðar sinnar. Almenningssamgöngur væru nauðsynlegar. Farveitur líka. Fólk þyrfti að ganga og hjóla leiðar sinnar. Það væri markmiðið. Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir mikilli fjölgun íbúa næstu árin. Spár segja höfuðborgarbúa verða tæplega 300 þúsund talsins eftir rúmlega tuttugu ár. Þá sækir gífurlegur fjöldi ferðamanna borgina heim á degi hverjum. Þótt Reykjavík sé ekki milljónaborg er ljóst að mæta þarf fjölguninni með skynsamlegum ráðum. Það geta ekki allir ferðast um á einkabíl á yfirfullum götum. Við þurfum valkosti, sem eru ekki of dýrir fyrir neytendur. Umbætur á almenningssamgöngum eru nauðsynlegar, bíllaus lífstíll þarf að verða heillandi kostur með gerð hjólastíga og gönguleiða, umhverfisvænir ferðamátar gerðir að forgangsmáli og farveitur á borð við Uber og Lyft þurfa leyfi til að starfa í borginni – jafnvel með því skilyrði að bifreiðarnar séu að einhverju leyti rafmagnsknúnar. Slíkar umbætur eru mikilvægar fyrir margra hluta sakir, til dæmis með tilliti til umhverfissjónarmiða og tímasparnaðar. Umbæturnar eru ekki síst mikilvægt kjaramál. Meðalnotandi einkabíls eyðir verulegum hluta ráðstöfunartekna sinna í rekstur bifreiðar. Úr samgönguráðuneytinu er það annars að frétta að það er ekki búið að fjármagna umbætur í almenningssamgöngum og þau ætla að taka sér að minnsta kosti næsta árið til að pæla í þessu með farveiturnar. Við bíðum bara róleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Samgöngur Tækni Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Bandaríska farveitan Lyft gaf á dögunum hundrað íbúum Chicago-borgar inneign upp á 550 Bandaríkjadali, um 58 þúsund krónur, sem þeir geta nýtt í viðskiptum við nokkrar farveitur; svokölluð borgarhjól, Lyft og deilibílana Zipcar – gegn því að íbúarnir leggi einkabíl sínum í einn mánuð. Framkvæmdastjóri farveitunnar á svæðinu sagðist vilja veita fólki tækifæri til þess að leggja bílnum sínum í þrjátíu daga og gefa því allt sem það þarf til þess að ferðast um borgina. Með þessu vill fyrirtækið efna til umræðu um hversu dýrt það er að eiga og reka bíl. Uppátæki Lyft vekur spurningar um bílaeign, þótt hagnaðarsjónarmið liggi sennilegast þar að baki og tilraun til þess að svara þeirri gagnrýni sem farveitur hafa að undanförnu sætt, eftir að bandarísk rannsókn sýndi að þjónusta þessara fyrirtækja dregur hvorki úr bílaeign né mengun ef marka má reynsluna í níu stærstu borgunum þar í landi. Aðrar rannsóknir hafa þó áður sýnt fram á hið gagnstæða. Hvað sem því líður hafa Uber og Lyft fjárfest í nýstárlegum samgöngutækjum að undanförnu til að bæta við þjónustu sína, meðal annars rafhjólum sem ætlað er að leysa bílana af í styttri ferðum og á álagstímum. Forstjóri Uber hefur sagt að hann vilji koma almenningssamgöngum inn í þjónustu Uber, þannig að allir samgöngumátar standi notendum til boða, þótt hann hafi ekki sjálfur tekjur af öllum nýju úrræðunum. Framkvæmdastjórinn hjá Lyft sagðist einnig vita að Lyft væri ekki eina svarið. Það væri ómögulegt að koma nægilega mörgum bílum á göturnar til þess að koma öllum leiðar sinnar. Almenningssamgöngur væru nauðsynlegar. Farveitur líka. Fólk þyrfti að ganga og hjóla leiðar sinnar. Það væri markmiðið. Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir mikilli fjölgun íbúa næstu árin. Spár segja höfuðborgarbúa verða tæplega 300 þúsund talsins eftir rúmlega tuttugu ár. Þá sækir gífurlegur fjöldi ferðamanna borgina heim á degi hverjum. Þótt Reykjavík sé ekki milljónaborg er ljóst að mæta þarf fjölguninni með skynsamlegum ráðum. Það geta ekki allir ferðast um á einkabíl á yfirfullum götum. Við þurfum valkosti, sem eru ekki of dýrir fyrir neytendur. Umbætur á almenningssamgöngum eru nauðsynlegar, bíllaus lífstíll þarf að verða heillandi kostur með gerð hjólastíga og gönguleiða, umhverfisvænir ferðamátar gerðir að forgangsmáli og farveitur á borð við Uber og Lyft þurfa leyfi til að starfa í borginni – jafnvel með því skilyrði að bifreiðarnar séu að einhverju leyti rafmagnsknúnar. Slíkar umbætur eru mikilvægar fyrir margra hluta sakir, til dæmis með tilliti til umhverfissjónarmiða og tímasparnaðar. Umbæturnar eru ekki síst mikilvægt kjaramál. Meðalnotandi einkabíls eyðir verulegum hluta ráðstöfunartekna sinna í rekstur bifreiðar. Úr samgönguráðuneytinu er það annars að frétta að það er ekki búið að fjármagna umbætur í almenningssamgöngum og þau ætla að taka sér að minnsta kosti næsta árið til að pæla í þessu með farveiturnar. Við bíðum bara róleg.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun