Fallið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 10:00 Það telst svo sem ekki til stórtíðinda að nýleg Gallup könnun sýni að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks njóti minna en helmings fylgis meðal þjóðarinnar. Hún er þar með fjórða ríkisstjórnin í röð sem hefur minnihluta þjóðarinnar á bak við sig innan við ári eftir að hún komst til valda. Það lá að. Núverandi ríkisstjórn naut ágæts stuðnings í upphafi en þegar ljóst var að hún ætlaði sér ekkert sérstakt, annað en að halda völdum, þá fór vitanlega að síga á ógæfuhliðina. Aðgerðaleysi einkennir þessa ríkisstjórn. Hún dútlar við eitt og annað og einhver mál eru í athugun, og verða það eflaust lengi. Stjórnin samanstendur af hægriflokki, miðjuflokki og vinstriflokki sem vilja halda friðinn og til að svo verði er heppilegast að aðhafast sem minnst. Ekki er samt hægt að ætlast til að þjóðin sýni tíðindaleysinu ríkan skilning. Kjósendur eru langþreyttir á stjórnmálamönnum sem lofa öllu fögru fyrir kosningar en missa áhugann á kosningaloforðum eftir að vera komnir í ríkisstjórn. Þá er af einhverjum ástæðum illmögulegt að rétta hlut þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu og áfram á að gera ungu fólki erfitt fyrir að kaupa sér íbúð meðan okrarar eigna sér leigumarkaðinn. Á sama tíma þarf vitanlega að virkja náttúruperlur af því stærsti flokkurinn í ríkistjórninni er áhugasamur um það. Sömuleiðis er talið brýnt að halda verndarhendi yfir hinni kvartsáru stórútgerð og hlutum komið þannig fyrir að hún greiði ekki of mikið til samfélagsins. Allt er þetta mjög skrýtið og ekki til þess fallið að njóta meirihlutafylgis meðal þjóðarinnar. Ríkisstjórnir koma og falla ansi ört. Eftir alþingiskosningar ríkir samt hverju sinni viss bjartsýni meðal þjóðarinnar því ný ríkisstjórn hefur feril sinn yfirleitt með góðan hluta þjóðarinnar á bak við sig. Á undraverðan hátt tekst henni síðan að glutra niður stuðningi og hrökklast loks frá völdum með skömm. Freistandi er að velta fyrir sér hvort þetta verði einmitt örlög hinnar aðgerðalitlu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Í ríkisstjórnarsamstarfi eins og þessu er sá flokkur sem talað hefur í upphrópunum í verstu stöðunni. Á vefsíðu Vinstri grænna má finna ýmis fyrirheit, þar á meðal: Bætum kjörin! Burt með fátækt! Völdin til fólksins! Velferðarsamfélag fyrir alla! Þessi slagorð eru hláleg í ljósi þess að ríkisstjórnin virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að skapa velferðarsamfélag fyrir alla. Síst hefur hún svo áhuga á að færa völdin til fólksins. Vinstri græn eiga tvo kosti í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Þann að halda áfram að hokra í horninu hjá íhaldinu og veslast þar smám saman upp eða að taka á sig rögg og leitast við að koma stefnumálum sínum í framkvæmd. Haldi Vinstri græn áfram að gera nánast ekki neitt í ríkisstjórnarsamstarfinu er hætt við því að óánægja meðal stórs hóps flokksmanna fari stigvaxandi og þeir snúist loks gegn forystunni og krefjist þess að stjórnarsamstarfinu verði slitið. Satt að segja er allt eins líklegt að sú verði einmitt raunin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Það telst svo sem ekki til stórtíðinda að nýleg Gallup könnun sýni að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks njóti minna en helmings fylgis meðal þjóðarinnar. Hún er þar með fjórða ríkisstjórnin í röð sem hefur minnihluta þjóðarinnar á bak við sig innan við ári eftir að hún komst til valda. Það lá að. Núverandi ríkisstjórn naut ágæts stuðnings í upphafi en þegar ljóst var að hún ætlaði sér ekkert sérstakt, annað en að halda völdum, þá fór vitanlega að síga á ógæfuhliðina. Aðgerðaleysi einkennir þessa ríkisstjórn. Hún dútlar við eitt og annað og einhver mál eru í athugun, og verða það eflaust lengi. Stjórnin samanstendur af hægriflokki, miðjuflokki og vinstriflokki sem vilja halda friðinn og til að svo verði er heppilegast að aðhafast sem minnst. Ekki er samt hægt að ætlast til að þjóðin sýni tíðindaleysinu ríkan skilning. Kjósendur eru langþreyttir á stjórnmálamönnum sem lofa öllu fögru fyrir kosningar en missa áhugann á kosningaloforðum eftir að vera komnir í ríkisstjórn. Þá er af einhverjum ástæðum illmögulegt að rétta hlut þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu og áfram á að gera ungu fólki erfitt fyrir að kaupa sér íbúð meðan okrarar eigna sér leigumarkaðinn. Á sama tíma þarf vitanlega að virkja náttúruperlur af því stærsti flokkurinn í ríkistjórninni er áhugasamur um það. Sömuleiðis er talið brýnt að halda verndarhendi yfir hinni kvartsáru stórútgerð og hlutum komið þannig fyrir að hún greiði ekki of mikið til samfélagsins. Allt er þetta mjög skrýtið og ekki til þess fallið að njóta meirihlutafylgis meðal þjóðarinnar. Ríkisstjórnir koma og falla ansi ört. Eftir alþingiskosningar ríkir samt hverju sinni viss bjartsýni meðal þjóðarinnar því ný ríkisstjórn hefur feril sinn yfirleitt með góðan hluta þjóðarinnar á bak við sig. Á undraverðan hátt tekst henni síðan að glutra niður stuðningi og hrökklast loks frá völdum með skömm. Freistandi er að velta fyrir sér hvort þetta verði einmitt örlög hinnar aðgerðalitlu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Í ríkisstjórnarsamstarfi eins og þessu er sá flokkur sem talað hefur í upphrópunum í verstu stöðunni. Á vefsíðu Vinstri grænna má finna ýmis fyrirheit, þar á meðal: Bætum kjörin! Burt með fátækt! Völdin til fólksins! Velferðarsamfélag fyrir alla! Þessi slagorð eru hláleg í ljósi þess að ríkisstjórnin virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að skapa velferðarsamfélag fyrir alla. Síst hefur hún svo áhuga á að færa völdin til fólksins. Vinstri græn eiga tvo kosti í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Þann að halda áfram að hokra í horninu hjá íhaldinu og veslast þar smám saman upp eða að taka á sig rögg og leitast við að koma stefnumálum sínum í framkvæmd. Haldi Vinstri græn áfram að gera nánast ekki neitt í ríkisstjórnarsamstarfinu er hætt við því að óánægja meðal stórs hóps flokksmanna fari stigvaxandi og þeir snúist loks gegn forystunni og krefjist þess að stjórnarsamstarfinu verði slitið. Satt að segja er allt eins líklegt að sú verði einmitt raunin.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun