Skylduþátttaka Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 31. júlí 2018 10:00 Síðustu tvö ár hefur þátttaka í bólusetningum hjá yngstu árgöngunum — 12 mánaða, 18 mánaða og 4 ára — verið lakari en árið 2015 og undir því viðmiði sem horft er til svo hægt sé að halda sjúkdómum á borð við mænusótt, pneumókokkum og mislingum í skefjum. Þetta er staðan sem blasir við eftir árlega yfirferð Embættis landlæknis á þátttöku í almennum bólusetningum árið 2017. „[…] ef fram heldur sem horfir, þá geta blossað hér upp bólusetningarsjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil,“ segir í skýrslu Landlæknis. Undirritaður hefur áður vakið athygli á þeirri ógnvænlegu stöðu sem upp er komin í bólusetningum hér landi og þá með vísunum í dvínandi þátttöku og veikara hjarðónæmi. Í því samhengi hefur undirritaður gengið svo langt að hvetja til þess að fólk verði skyldað til þess að fara með börn sín í bólusetningu. Hugmynd, sem eftir á að hyggja, væri ekki skynsamleg. Mörg lönd, þar á meðal Frakkland og Ítalía, hafa á undanförnum misserum farið þá leið að skylda fólk í bólusetningar. Þetta er gert af illri nauðsyn og af ótta við að sá mislingafaraldur sem nú geisar í Evrópu og víðar taki á sig stærri og alvarlegri mynd. Á Ítalíu virðast skyldubundnar bólusetningar skila árangri. Samkvæmt nýlegri rannsókn á viðhorfi fólks til nýju löggjafarinnar voru flestir sannfærðar um að skyldubundnar bólusetningar væru skynsamlegar. Í því langtíma verkefni að tryggja viðunandi þátttöku í bólusetningum verður fyrst að horfa til þeirra þátta sem annað hvort fæla fólk frá því að bólusetja börn eða valda því að viljugir foreldrar eru ekki boðaðir í bólusetningu. Vitað er að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er hlynntur bólusetningum, um leið vitum við að það þarf aðeins lítinn hóp til að raska hjarðónæmi með því að afþakka bólusetningu. Munu skyldubundnar bólusetningar, sem jafnvel myndu fela í sér að óbólusett börn fá ekki inngöngu í leikskóla, hafa áhrif á þann hóp sem treystir ekki læknavísindunum fyrir velferð barna sinna? Eflaust ekki. Áhrifin gætu orðið þveröfug, Ítalska rannsóknin sem vísað var til hér að ofan varpar athyglisverðu ljósi á þennan punkt. Rannsóknin leiddi í ljós að það traust sem viðkomandi bar til heilbrigðiskerfisins réð því hversu sáttur, eða ósáttur, hann var með skyldubundna bólusetningu. Öflug og skilvirk miðlun upplýsinga um bólusetningar og vilji og geta heilbrigðisstarfsfólks til að svara spurningum foreldra eru forsenda þess að hægt verði að tryggja viðunandi þátttöku í bólusetningum. Sú spurning sem við ættum að vera að spyrja okkur nú tekur ekki til þess hvort þörf sé á lagasetningu til að tryggja þátttöku í bólusetningum, heldur af hverju hópar sem búa í samfélagi sem byggir velferð sína á vísindum og framförum í læknisfræði bera svo lítið traust til heilbrigðiskerfisins? Svar við þeirri spurningu er vafalaust líklegra til að hafa jákvæð áhrif til lengri tíma heldur en skyndilausn sem tekur til þvingana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Tengdar fréttir Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28 Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Síðustu tvö ár hefur þátttaka í bólusetningum hjá yngstu árgöngunum — 12 mánaða, 18 mánaða og 4 ára — verið lakari en árið 2015 og undir því viðmiði sem horft er til svo hægt sé að halda sjúkdómum á borð við mænusótt, pneumókokkum og mislingum í skefjum. Þetta er staðan sem blasir við eftir árlega yfirferð Embættis landlæknis á þátttöku í almennum bólusetningum árið 2017. „[…] ef fram heldur sem horfir, þá geta blossað hér upp bólusetningarsjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil,“ segir í skýrslu Landlæknis. Undirritaður hefur áður vakið athygli á þeirri ógnvænlegu stöðu sem upp er komin í bólusetningum hér landi og þá með vísunum í dvínandi þátttöku og veikara hjarðónæmi. Í því samhengi hefur undirritaður gengið svo langt að hvetja til þess að fólk verði skyldað til þess að fara með börn sín í bólusetningu. Hugmynd, sem eftir á að hyggja, væri ekki skynsamleg. Mörg lönd, þar á meðal Frakkland og Ítalía, hafa á undanförnum misserum farið þá leið að skylda fólk í bólusetningar. Þetta er gert af illri nauðsyn og af ótta við að sá mislingafaraldur sem nú geisar í Evrópu og víðar taki á sig stærri og alvarlegri mynd. Á Ítalíu virðast skyldubundnar bólusetningar skila árangri. Samkvæmt nýlegri rannsókn á viðhorfi fólks til nýju löggjafarinnar voru flestir sannfærðar um að skyldubundnar bólusetningar væru skynsamlegar. Í því langtíma verkefni að tryggja viðunandi þátttöku í bólusetningum verður fyrst að horfa til þeirra þátta sem annað hvort fæla fólk frá því að bólusetja börn eða valda því að viljugir foreldrar eru ekki boðaðir í bólusetningu. Vitað er að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er hlynntur bólusetningum, um leið vitum við að það þarf aðeins lítinn hóp til að raska hjarðónæmi með því að afþakka bólusetningu. Munu skyldubundnar bólusetningar, sem jafnvel myndu fela í sér að óbólusett börn fá ekki inngöngu í leikskóla, hafa áhrif á þann hóp sem treystir ekki læknavísindunum fyrir velferð barna sinna? Eflaust ekki. Áhrifin gætu orðið þveröfug, Ítalska rannsóknin sem vísað var til hér að ofan varpar athyglisverðu ljósi á þennan punkt. Rannsóknin leiddi í ljós að það traust sem viðkomandi bar til heilbrigðiskerfisins réð því hversu sáttur, eða ósáttur, hann var með skyldubundna bólusetningu. Öflug og skilvirk miðlun upplýsinga um bólusetningar og vilji og geta heilbrigðisstarfsfólks til að svara spurningum foreldra eru forsenda þess að hægt verði að tryggja viðunandi þátttöku í bólusetningum. Sú spurning sem við ættum að vera að spyrja okkur nú tekur ekki til þess hvort þörf sé á lagasetningu til að tryggja þátttöku í bólusetningum, heldur af hverju hópar sem búa í samfélagi sem byggir velferð sína á vísindum og framförum í læknisfræði bera svo lítið traust til heilbrigðiskerfisins? Svar við þeirri spurningu er vafalaust líklegra til að hafa jákvæð áhrif til lengri tíma heldur en skyndilausn sem tekur til þvingana.
Óttast að hér blossi upp sjúkdómar „sem ekki hafa sést um árabil“ Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi í fyrra var svipuð og árið á undan. 27. júlí 2018 08:28
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun