Sjö ljósmæður draga uppsagnir til baka Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. júlí 2018 18:38 Ljósmæður samþykktu í dag miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu þeirra við ríkið með yfirgnæfandi meirihluta. Heilbrigðisráðherra segir þessa afgerandi niðurstöðu sérstakt fagnaðarefni og formaður samningarnefndar ljósmæðra er feginn því að stór hluti ljósmæðra er sáttur við þessa lendingu. Sjö ljósmæður hafa dregið uppsögn sína til baka. Ljósmæðrafélag Íslands samþykkti í dag miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu sinni við ríkið með 95 prósent atkvæða. Þátttakan var góð en 91 prósent þeirra sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði. Þá samþykkti, Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, einnig tillöguna og nýr kjarasamningur því kominn á milli aðila.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/EyþórSvandís Svarsdóttir heilbrigðisráherra fagnar því að sjá fyrir endan á þessari deilu. „Í þessari lausn erum við í raun og veru að tala um, til viðbótar við miðlægan kjarasamning, að bæði við í heilbrigðisráðuneytinu, ég sem heilbrigðisráðherra og Landspítalinn horfumst í augu við það að það þarf að hnika til á stofnununum sjálfum og bæta kjaraumhverfið og endurmeta launasetningu. Þetta samstillta átak varð til þess að leysa málin að þessu sinni. Ríkissáttasemjari var sú sem sat við borðsendann og sá hvernig púslin myndu öll falla saman í eina heildarmynd,“ segir hún. Svandís segir að vinna við lausnina hafi ekki verið einföld, en skilaði að lokum sáttum ljósmæðrum.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra.Vísir/eyþór„Mér finnst líka mjög mikilvægt að þessi niðurstaða var það skýr að við getum vænt þess að þær ljósmæður sem sögðu upp snúi aftur til starfa. Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt fyrir okkur öll að þessi mikilvæga menntun skili sér inn í samfélagið allt og inn í heilbrigðisþjónustuna.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samningarnefndar ljósmæðra, hafði tilfinningu fyrir því að þetta yrði samþykkt, en bjóst ekki við svona afgerandi niðurstöðu. „Næstu skref eru að fylgja eftir því sem hefur núna verið samþykkt. Þarf að fara í gang svokölluð þarfagreining á stofnunum til að koma inn þessum 60 milljónum sem koma frá Velferðarráðuneytinu. Koma þeim á þá staði þar sem þær eiga heima til þess að hægt sé að hækka ljósmæður inn í gegnum stofnanasamninga og fylgja eftir því sem hefur verið samið um. Svo bara bíðum við spenntar eftir niðurstöðu frá Gerðardómi, það er aðal málið,“ segir Katrín. Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 25. júlí 2018 12:46 Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Ljósmæður samþykktu í dag miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu þeirra við ríkið með yfirgnæfandi meirihluta. Heilbrigðisráðherra segir þessa afgerandi niðurstöðu sérstakt fagnaðarefni og formaður samningarnefndar ljósmæðra er feginn því að stór hluti ljósmæðra er sáttur við þessa lendingu. Sjö ljósmæður hafa dregið uppsögn sína til baka. Ljósmæðrafélag Íslands samþykkti í dag miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu sinni við ríkið með 95 prósent atkvæða. Þátttakan var góð en 91 prósent þeirra sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði. Þá samþykkti, Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, einnig tillöguna og nýr kjarasamningur því kominn á milli aðila.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/EyþórSvandís Svarsdóttir heilbrigðisráherra fagnar því að sjá fyrir endan á þessari deilu. „Í þessari lausn erum við í raun og veru að tala um, til viðbótar við miðlægan kjarasamning, að bæði við í heilbrigðisráðuneytinu, ég sem heilbrigðisráðherra og Landspítalinn horfumst í augu við það að það þarf að hnika til á stofnununum sjálfum og bæta kjaraumhverfið og endurmeta launasetningu. Þetta samstillta átak varð til þess að leysa málin að þessu sinni. Ríkissáttasemjari var sú sem sat við borðsendann og sá hvernig púslin myndu öll falla saman í eina heildarmynd,“ segir hún. Svandís segir að vinna við lausnina hafi ekki verið einföld, en skilaði að lokum sáttum ljósmæðrum.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra.Vísir/eyþór„Mér finnst líka mjög mikilvægt að þessi niðurstaða var það skýr að við getum vænt þess að þær ljósmæður sem sögðu upp snúi aftur til starfa. Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt fyrir okkur öll að þessi mikilvæga menntun skili sér inn í samfélagið allt og inn í heilbrigðisþjónustuna.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samningarnefndar ljósmæðra, hafði tilfinningu fyrir því að þetta yrði samþykkt, en bjóst ekki við svona afgerandi niðurstöðu. „Næstu skref eru að fylgja eftir því sem hefur núna verið samþykkt. Þarf að fara í gang svokölluð þarfagreining á stofnunum til að koma inn þessum 60 milljónum sem koma frá Velferðarráðuneytinu. Koma þeim á þá staði þar sem þær eiga heima til þess að hægt sé að hækka ljósmæður inn í gegnum stofnanasamninga og fylgja eftir því sem hefur verið samið um. Svo bara bíðum við spenntar eftir niðurstöðu frá Gerðardómi, það er aðal málið,“ segir Katrín.
Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 25. júlí 2018 12:46 Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00
Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 25. júlí 2018 12:46
Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35