Panamaskjölin – og hvað svo? Oddný G. Harðardóttir skrifar 27. júlí 2018 07:00 Orðstír Íslands beið hnekki í apríl 2016 þegar Panamaskjölin leiddu í ljós notkun fjölda Íslendinga á skattaskjólum og afhjúpuðu eignir þáverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra í slíkum skatta- og krónuskjólum. Sá sem nýtir sér skattaskjól gerir það í ákveðnum tilgangi. Tilgangurinn er að komast undan því að greiða skatta og komast þannig hjá því að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Almenningur mótmælti spillingunni vorið 2016 og krafðist breytinga með fjölmennustu mótmælum í sögu landsins. En til hvers leiddu þessi mótmæli? Og hvar stendur úrvinnsla gagnanna?Gamalt trix Mótmælin urðu alla vega ekki til þess að fjármálaráðherrann biði alvarlegan álitshnekki því hann varð forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn og fjármálaráðherra í þeirri sem nú starfar. Ég beindi spurningum til ráðherrans um úrvinnslu Panamaskjalanna í febrúar síðastliðnum. Fimm mánuðum seinna, þegar allir frestir voru löngu liðnir og að morgni þess sama dags og athygli allra var á dagskrá umdeilds þingfundar á Þingvöllum, barst svarið frá fjármálaráðherranum. Það er gamalt trix að fela umdeild mál á bak við önnur sem taka fjölmiðla yfir en hugsanlega var svardagurinn algjör tilviljun. Þessi töf á svörunum minnir okkur þó á að þessi sami fjármálaráðherra faldi skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum í skúffu í fjármálaráðuneytinu fram yfir kosningar haustið 2016. Kjósendur fengu ekki að sjá skýrsluna fyrr en fjármálaráðherrann sem nefndur var í Panamaskjölunum var orðinn forsætisráðherra. Svörin og svikin Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurnum mínum kemur m.a. fram að af þeim 585 félögum sem tengdust Íslendingum í Panamaskjölunum hefði einvörðungu um þriðjungur gert grein fyrir eignarhaldi á félögunum í skattaskýrslum sínum. Ekkert þeirra skilaði inn CFC-skýrslu til skattyfirvalda sem þó er skylda að gera samkvæmt lögum um tekjuskatt. Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn í 89 málum en nokkrir tugir afleiddra mála til viðbótar hafa verið rannsakaðir hjá embættinu. Ríkisskattstjóri fékk tæp 200 mál til rannsóknar en í október 2017 framsendi embættið til skattrannsóknarstjóra mál 187 einstaklinga sem ekki höfðu svarað fyrirspurnarbréfi ríkisskattstjóra eða svör höfðu ekki reynst fullnægjandi. Enn er því unnið að úrvinnslu Panamaskjalanna. Vegna mála sem nú þegar er lokið hafa kröfur verið gerðar um rúma 15 milljarða króna fyrir hönd ríkissjóðs. Áhrif skattsvikanna Þeir sem nýta sér skattaskjól vilja að aðrir beri kostnaðinn af rekstri samfélags okkar. Fyrir rúma 15 milljarða króna hefði mátt greiða allar almennar lyflækningar, hjúkrun, slysamóttöku, endurhæfingu og nauðsynlega stoðdeildarþjónusta sem veitt er á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum um allt land og kosta ríkissjóð 8,2 milljarða króna á ári, alla sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun sem kostar um 5 milljarða króna og sjúkraflutninga sem kosta ríkissjóð um 2,5 milljarða króna. Það munar um minna í rekstri velferðarþjónustunnar. Fleiri dæmi mætti taka. Fjármunina mætti líka nota til að afnema krónu á móti krónu skerðingu á lífeyri öryrkja, bæta kjör aldraðra eða hækka greiðslur til barnafjölskyldna. Forgangsmál Við verðum að ganga ákveðin til verks og koma í veg fyrir að skattsvik og notkun skattaskjóla haldi áfram að grafa undan samfélaginu, bæði fjárhagslega og siðferðilega. Upplýsingarnar sem birtust með Panamaskjölunum voru ógeðfelldar og það var sláandi að sjá að svo margir Íslendingar nýttu sér gallað regluverk og veikt eftirlit til að velta byrðum yfir á aðra og fela peningana sína fyrir skattinum. En upplýsingunum fylgdi líka gagnleg umræða um skattamál. Mikilvægi réttlátra skatta og að allir taki þátt í uppbyggingu velferðarsamfélagsins, komst á dagskrá í almennri umræðu. Þeirri umræðu þarf að fylgja betur og fastar eftir og setja í forgang réttlátt skattkerfi, styrkja varnir gegn skattsvikum og notkun skattaskjóla og auka samvinnu við aðrar þjóðir um aðgerðir sem virka.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Panama-skjölin Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Sjá meira
Orðstír Íslands beið hnekki í apríl 2016 þegar Panamaskjölin leiddu í ljós notkun fjölda Íslendinga á skattaskjólum og afhjúpuðu eignir þáverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra í slíkum skatta- og krónuskjólum. Sá sem nýtir sér skattaskjól gerir það í ákveðnum tilgangi. Tilgangurinn er að komast undan því að greiða skatta og komast þannig hjá því að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Almenningur mótmælti spillingunni vorið 2016 og krafðist breytinga með fjölmennustu mótmælum í sögu landsins. En til hvers leiddu þessi mótmæli? Og hvar stendur úrvinnsla gagnanna?Gamalt trix Mótmælin urðu alla vega ekki til þess að fjármálaráðherrann biði alvarlegan álitshnekki því hann varð forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn og fjármálaráðherra í þeirri sem nú starfar. Ég beindi spurningum til ráðherrans um úrvinnslu Panamaskjalanna í febrúar síðastliðnum. Fimm mánuðum seinna, þegar allir frestir voru löngu liðnir og að morgni þess sama dags og athygli allra var á dagskrá umdeilds þingfundar á Þingvöllum, barst svarið frá fjármálaráðherranum. Það er gamalt trix að fela umdeild mál á bak við önnur sem taka fjölmiðla yfir en hugsanlega var svardagurinn algjör tilviljun. Þessi töf á svörunum minnir okkur þó á að þessi sami fjármálaráðherra faldi skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum í skúffu í fjármálaráðuneytinu fram yfir kosningar haustið 2016. Kjósendur fengu ekki að sjá skýrsluna fyrr en fjármálaráðherrann sem nefndur var í Panamaskjölunum var orðinn forsætisráðherra. Svörin og svikin Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurnum mínum kemur m.a. fram að af þeim 585 félögum sem tengdust Íslendingum í Panamaskjölunum hefði einvörðungu um þriðjungur gert grein fyrir eignarhaldi á félögunum í skattaskýrslum sínum. Ekkert þeirra skilaði inn CFC-skýrslu til skattyfirvalda sem þó er skylda að gera samkvæmt lögum um tekjuskatt. Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn í 89 málum en nokkrir tugir afleiddra mála til viðbótar hafa verið rannsakaðir hjá embættinu. Ríkisskattstjóri fékk tæp 200 mál til rannsóknar en í október 2017 framsendi embættið til skattrannsóknarstjóra mál 187 einstaklinga sem ekki höfðu svarað fyrirspurnarbréfi ríkisskattstjóra eða svör höfðu ekki reynst fullnægjandi. Enn er því unnið að úrvinnslu Panamaskjalanna. Vegna mála sem nú þegar er lokið hafa kröfur verið gerðar um rúma 15 milljarða króna fyrir hönd ríkissjóðs. Áhrif skattsvikanna Þeir sem nýta sér skattaskjól vilja að aðrir beri kostnaðinn af rekstri samfélags okkar. Fyrir rúma 15 milljarða króna hefði mátt greiða allar almennar lyflækningar, hjúkrun, slysamóttöku, endurhæfingu og nauðsynlega stoðdeildarþjónusta sem veitt er á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum um allt land og kosta ríkissjóð 8,2 milljarða króna á ári, alla sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun sem kostar um 5 milljarða króna og sjúkraflutninga sem kosta ríkissjóð um 2,5 milljarða króna. Það munar um minna í rekstri velferðarþjónustunnar. Fleiri dæmi mætti taka. Fjármunina mætti líka nota til að afnema krónu á móti krónu skerðingu á lífeyri öryrkja, bæta kjör aldraðra eða hækka greiðslur til barnafjölskyldna. Forgangsmál Við verðum að ganga ákveðin til verks og koma í veg fyrir að skattsvik og notkun skattaskjóla haldi áfram að grafa undan samfélaginu, bæði fjárhagslega og siðferðilega. Upplýsingarnar sem birtust með Panamaskjölunum voru ógeðfelldar og það var sláandi að sjá að svo margir Íslendingar nýttu sér gallað regluverk og veikt eftirlit til að velta byrðum yfir á aðra og fela peningana sína fyrir skattinum. En upplýsingunum fylgdi líka gagnleg umræða um skattamál. Mikilvægi réttlátra skatta og að allir taki þátt í uppbyggingu velferðarsamfélagsins, komst á dagskrá í almennri umræðu. Þeirri umræðu þarf að fylgja betur og fastar eftir og setja í forgang réttlátt skattkerfi, styrkja varnir gegn skattsvikum og notkun skattaskjóla og auka samvinnu við aðrar þjóðir um aðgerðir sem virka.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar