Afhentu Bandaríkjamönnum líkamsleifar Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júlí 2018 06:21 Flogið var með líkamsleifarnar á bandarískan herflugvöll í Suður-Kóreu. Vísir/Getty Stjórnvöld í Pjongjang afhentu í nótt líkamsleifar sem taldar eru vera bandarískra hermanna sem féllu í Kóreustríðinu á sjötta áratug síðustu aldar. Líkamsleifunum var flogið til Suður-Kóreu þar sem fulltrúar Bandaríkjahers veittu þeim viðtöku. Fjöldi hermanna stóð heiðursvörð þegar leifarnar voru fluttar úr vélinni og inn í sendiferðabíla. Vonast er til að aðstandendur hinna látnu, sem beðið hafa í áratugi, fái nú loksins lík þeirra í hendurnar þannig að veita megi hinum föllnu tilhlýðilegar útfarir. Bandarískir hermenn heilsuðu sendiferðabílunum, sem fluttu líkamsleifarnar, að hermannasið.Vísir/AFPAfhendingin í nótt var táknræn fyrir þíðuna sem komin er í samskipti Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Kveðið var á um afhendinguna í samkomulaginu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, undirrituðu í Singapúr í júní. Afhendingin gefur því góð fyrirheit um að samkomulaginu verði fylgt eftir, en það hefur verið gagnrýnt fyrir loðið orðalag og enga nákvæma útlistun. Í samkomulaginu var meðal annars kveðið á um „fullkomna kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans,“ án þess að nefna hvenær það skuli gert eða hvernig. Athöfnin í nótt sýndi þó fram á að Norður-Kóreumenn eru reiðubúnir að fylgja Singapúr-samkomulaginu eftir - alla vega einhverjum hluta þess. Talið er að líkamsleifar 55 hermanna hafi verið afhentar í nótt. Þær eiga eftir að undirgangast lífsýnarannsóknir og því ómögulegt að segja til um það á þessari stundu hvort raunverulega sé um lík bandarískra hermanna að ræða. Ætla má að rannsóknirnar taki nokkur ár. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06 Norður-Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Stjórnvöld í Pjongjang afhentu í nótt líkamsleifar sem taldar eru vera bandarískra hermanna sem féllu í Kóreustríðinu á sjötta áratug síðustu aldar. Líkamsleifunum var flogið til Suður-Kóreu þar sem fulltrúar Bandaríkjahers veittu þeim viðtöku. Fjöldi hermanna stóð heiðursvörð þegar leifarnar voru fluttar úr vélinni og inn í sendiferðabíla. Vonast er til að aðstandendur hinna látnu, sem beðið hafa í áratugi, fái nú loksins lík þeirra í hendurnar þannig að veita megi hinum föllnu tilhlýðilegar útfarir. Bandarískir hermenn heilsuðu sendiferðabílunum, sem fluttu líkamsleifarnar, að hermannasið.Vísir/AFPAfhendingin í nótt var táknræn fyrir þíðuna sem komin er í samskipti Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Kveðið var á um afhendinguna í samkomulaginu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, undirrituðu í Singapúr í júní. Afhendingin gefur því góð fyrirheit um að samkomulaginu verði fylgt eftir, en það hefur verið gagnrýnt fyrir loðið orðalag og enga nákvæma útlistun. Í samkomulaginu var meðal annars kveðið á um „fullkomna kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans,“ án þess að nefna hvenær það skuli gert eða hvernig. Athöfnin í nótt sýndi þó fram á að Norður-Kóreumenn eru reiðubúnir að fylgja Singapúr-samkomulaginu eftir - alla vega einhverjum hluta þess. Talið er að líkamsleifar 55 hermanna hafi verið afhentar í nótt. Þær eiga eftir að undirgangast lífsýnarannsóknir og því ómögulegt að segja til um það á þessari stundu hvort raunverulega sé um lík bandarískra hermanna að ræða. Ætla má að rannsóknirnar taki nokkur ár.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06 Norður-Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31 Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06
Norður-Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna. 25. júní 2018 12:31
Yfirlýsing Kim og Trump sögð innihaldsrýr en lofa miklu Sérfræðingar segja lítið kjöt á beinunum í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Í henni séu ítrekuð gömul loforð og skuldbindingar. 12. júní 2018 07:45