Dæmi um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður í leikskólum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júlí 2018 22:00 Enn á eftir að manna fjölmörg stöðugildi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og dæmi eru um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður. Foreldrar bíða margir í óvissu um það hvort og þá hvenær börnin þeirra fái leikskólapláss í haust, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu margar stöður á eftir að manna á leikskólum Reykjavíkurborgar í haust og mun það ekki liggja fyrir fyrr en eftir miðjan ágúst samkvæmt svörum frá borginni. Samkvæmt síðustu tölum frá því í júní vantaði 175 leikskólakennara til starfa í Reykjavík. Leikskólakennara vantar einnig til starfa í öðrum sveitarfélögum en í fæstum tilfellum hafa verið teknar saman tölur yfir það hversu marga vantar til starfa. Foreldrar þurfa margir að gera aðrar ráðstafanir, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir leikskólaplássi í haust. Þeirra á meðal eru Sigrún Erla Ólafsdóttir og Albert Hauksson, foreldrar Margrétar Maríu sem er 15 mánaða, en þau eru búsett í Kópavogi. „Við vorum í þeirri stöðu að við fengum leikskólapláss fyrir hana núna í vor, sem sagt hún átti að fá inn í haust, með fyrirvara um að myndi nást að manna,“ segir Sigrún.Margrét María er 15 mánaða.Vísir/skjáskotFyrr í sumar fengu þau póst um að ekki væri búið að manna lausar stöður og þeim ráðlagt að gera aðrar ráðstafanir þar sem óljóst væri hvenær hægt yrði að hefja aðlögun. Ráðlagt væri að segja ekki upp núverandi plássi hjá dagmömmu. „Þá í rauninni varð manni aðeins um því að við vorum ekki með neitt pláss til að segja ekki upp af því við höfðum ekki fengið neitt dagmömmu pláss um vorið. Þannig það leið og beið og við ætluðum bara aðeins að sjá hvernig þetta myndi fara í sumar og krossuðum alla fingur og tær að einhver myndi sækja um,“ segir Sigrún. Í ljós kom svo að fyrir mistök hafði gleymst að framlengja umsóknarfrest um lausar stöður á leikskólanum. Sigrún og Albert leituðu á mátt samfélagsmiðla og tókst þannig að fá pláss fyrir Margréti Maríu hjá dagmömmu í fyrsta sinn. Þau telja sig þó heppin því ekki séu allir í sömu stöðu. „Við höfum skipst á að vera með stelpuna heima eða taka hana með okkur í vinnuna, bara reynt að láta þetta virka,“ segir Albert. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45 Sækja um pláss hjá uppbókuðum dagforeldrum daginn eftir jákvætt óléttupróf Tvö hitamál brenna á Akureyringum í aðdraganda kosninganna, dagvistunarmál og húsnæðismál. 17. maí 2018 10:00 Leggja fram tillögur til að bæta dagforeldrakerfið Starfshópur um dagforeldrakerfið í Reykjavík hefur skilað inn tillögum til skóla- og frístundaráðs borgarinnar. 28. júní 2018 13:30 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Enn á eftir að manna fjölmörg stöðugildi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og dæmi eru um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður. Foreldrar bíða margir í óvissu um það hvort og þá hvenær börnin þeirra fái leikskólapláss í haust, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu margar stöður á eftir að manna á leikskólum Reykjavíkurborgar í haust og mun það ekki liggja fyrir fyrr en eftir miðjan ágúst samkvæmt svörum frá borginni. Samkvæmt síðustu tölum frá því í júní vantaði 175 leikskólakennara til starfa í Reykjavík. Leikskólakennara vantar einnig til starfa í öðrum sveitarfélögum en í fæstum tilfellum hafa verið teknar saman tölur yfir það hversu marga vantar til starfa. Foreldrar þurfa margir að gera aðrar ráðstafanir, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir leikskólaplássi í haust. Þeirra á meðal eru Sigrún Erla Ólafsdóttir og Albert Hauksson, foreldrar Margrétar Maríu sem er 15 mánaða, en þau eru búsett í Kópavogi. „Við vorum í þeirri stöðu að við fengum leikskólapláss fyrir hana núna í vor, sem sagt hún átti að fá inn í haust, með fyrirvara um að myndi nást að manna,“ segir Sigrún.Margrét María er 15 mánaða.Vísir/skjáskotFyrr í sumar fengu þau póst um að ekki væri búið að manna lausar stöður og þeim ráðlagt að gera aðrar ráðstafanir þar sem óljóst væri hvenær hægt yrði að hefja aðlögun. Ráðlagt væri að segja ekki upp núverandi plássi hjá dagmömmu. „Þá í rauninni varð manni aðeins um því að við vorum ekki með neitt pláss til að segja ekki upp af því við höfðum ekki fengið neitt dagmömmu pláss um vorið. Þannig það leið og beið og við ætluðum bara aðeins að sjá hvernig þetta myndi fara í sumar og krossuðum alla fingur og tær að einhver myndi sækja um,“ segir Sigrún. Í ljós kom svo að fyrir mistök hafði gleymst að framlengja umsóknarfrest um lausar stöður á leikskólanum. Sigrún og Albert leituðu á mátt samfélagsmiðla og tókst þannig að fá pláss fyrir Margréti Maríu hjá dagmömmu í fyrsta sinn. Þau telja sig þó heppin því ekki séu allir í sömu stöðu. „Við höfum skipst á að vera með stelpuna heima eða taka hana með okkur í vinnuna, bara reynt að láta þetta virka,“ segir Albert.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45 Sækja um pláss hjá uppbókuðum dagforeldrum daginn eftir jákvætt óléttupróf Tvö hitamál brenna á Akureyringum í aðdraganda kosninganna, dagvistunarmál og húsnæðismál. 17. maí 2018 10:00 Leggja fram tillögur til að bæta dagforeldrakerfið Starfshópur um dagforeldrakerfið í Reykjavík hefur skilað inn tillögum til skóla- og frístundaráðs borgarinnar. 28. júní 2018 13:30 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45
Sækja um pláss hjá uppbókuðum dagforeldrum daginn eftir jákvætt óléttupróf Tvö hitamál brenna á Akureyringum í aðdraganda kosninganna, dagvistunarmál og húsnæðismál. 17. maí 2018 10:00
Leggja fram tillögur til að bæta dagforeldrakerfið Starfshópur um dagforeldrakerfið í Reykjavík hefur skilað inn tillögum til skóla- og frístundaráðs borgarinnar. 28. júní 2018 13:30