Tvö börn meðal hinna látnu Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2018 21:30 Um 500 byggingar eru sagðar gjörónýtar eftir eldana. Vísir/Getty Tvö börn og langamma þeirra eru meðal þeirra fimm sem látið hafa lífið í miklum skógareldum sem nú geisa í norðurhluta Kaliforníuríkis.Áður hefur verið greint frá því að tveir slökkviliðsmenn hafi farist í eldunum. Sautján er saknað og tugþúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Um 3.400 slökkviliðsmenn vinna að slökkvistarfi en aðstæður eru með versta móti því ákaflega heitt og þurrt er í norðurhluta Kaliforníu. Hvassviðri hefur þá blásið nýju lífi í skógareldana sem geisað hafa í rúma sex sólarhringa. Talið er að þeir hafi átt upptök sín í bifreið sem bilaði á þjóðvegi einum. Eldurinn barst undan vélarhlíf bílsins í nálæg tré og þaðan yfir um 194 ferkílómetra svæði - sem er á stærð við San Fransisco-borg. Móðir barnanna tveggja greindi frá því í samtali við þarlenda miðla að börnin, sem voru fjögurra og fimm ára gömul, hafi farist í eldunum ásamt langömmu þeirra. Þau hafi ætlað sér að yfirgefa heimili langömmunnar en orðið innlyksa. Langamman, hin sjötuga Melody Bledshoe, er sögð hafa hringt á neyðarlínuna þegar henni hafi verið orðið ljóst að eldurinn væri búinn að króa hana og börnin af. Hún á ekki að hafa náð að klára símtalið áður en heimili hennar varð eldinum fullkomlega að bráð. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur óskað eftir alríkisaðstoð svo að koma megi í veg fyrir hamfaraástand í ríkinu. Sérfræðingar segja að skógareldarnir séu einhverjir þeir verstu í áratugi. Skógareldar Tengdar fréttir Mikið hvassviðri glæðir skógarelda í Kaliforníu Tveir slökkviliðsmenn hafa látið lífið í skógareldum sem geisa nú í norðurhluta Kaliforníu og þá er níu saknað. 28. júlí 2018 10:47 Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Sjá meira
Tvö börn og langamma þeirra eru meðal þeirra fimm sem látið hafa lífið í miklum skógareldum sem nú geisa í norðurhluta Kaliforníuríkis.Áður hefur verið greint frá því að tveir slökkviliðsmenn hafi farist í eldunum. Sautján er saknað og tugþúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Um 3.400 slökkviliðsmenn vinna að slökkvistarfi en aðstæður eru með versta móti því ákaflega heitt og þurrt er í norðurhluta Kaliforníu. Hvassviðri hefur þá blásið nýju lífi í skógareldana sem geisað hafa í rúma sex sólarhringa. Talið er að þeir hafi átt upptök sín í bifreið sem bilaði á þjóðvegi einum. Eldurinn barst undan vélarhlíf bílsins í nálæg tré og þaðan yfir um 194 ferkílómetra svæði - sem er á stærð við San Fransisco-borg. Móðir barnanna tveggja greindi frá því í samtali við þarlenda miðla að börnin, sem voru fjögurra og fimm ára gömul, hafi farist í eldunum ásamt langömmu þeirra. Þau hafi ætlað sér að yfirgefa heimili langömmunnar en orðið innlyksa. Langamman, hin sjötuga Melody Bledshoe, er sögð hafa hringt á neyðarlínuna þegar henni hafi verið orðið ljóst að eldurinn væri búinn að króa hana og börnin af. Hún á ekki að hafa náð að klára símtalið áður en heimili hennar varð eldinum fullkomlega að bráð. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur óskað eftir alríkisaðstoð svo að koma megi í veg fyrir hamfaraástand í ríkinu. Sérfræðingar segja að skógareldarnir séu einhverjir þeir verstu í áratugi.
Skógareldar Tengdar fréttir Mikið hvassviðri glæðir skógarelda í Kaliforníu Tveir slökkviliðsmenn hafa látið lífið í skógareldum sem geisa nú í norðurhluta Kaliforníu og þá er níu saknað. 28. júlí 2018 10:47 Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Sjá meira
Mikið hvassviðri glæðir skógarelda í Kaliforníu Tveir slökkviliðsmenn hafa látið lífið í skógareldum sem geisa nú í norðurhluta Kaliforníu og þá er níu saknað. 28. júlí 2018 10:47
Hitabylgjurnar óvenju hlýjar vegna loftslagsbreytinga Hitabylgjur hafa riðið yfir Evrópu í sumar og valdið miklum skaða víðs vegar um álfuna. 25. júlí 2018 15:37