Bókunarrisi hættir viðskiptum við Seaworld Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2018 17:41 Háhyrningahald er umdeilt. Seaworld Bókunarþjónustan Thomas Cook mun hætta sölu á ferðum í sædýragarða þar sem finna má háhyrninga. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu, sem birtist á heimasíðu þess í dag, segir að um 90% allra viðskiptavina Thomas Cook hafi áhyggjur af velferð dýranna. Aðgerðir Thomas Cook beinast að tveimur sædýragörðum; annars vegar Seaworld á Flórída og hins vegar Loro Parque á Tenerife. Haft er eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. Þrátt fyrir að umræddir garðar hafi gripið til ýmissa aðgerða á síðustu misserum til að bæta vist háhyrninganna telji Thomas Cook það ekki duga til. Ferðarisinn hafi fundað með dýraverndunarsamtökum og sérfræðingum sem lýst hafi miklum áhyggjum af aðstæðum dýranna. „Þar að auki bendir endurgjöf frá viðskiptavinum okkar til að um 90% þeirra telji mikilvægt að fyrirtækið hafi velferð dýra í fyrirúmi,“ segir í yfirlýsingunni. Í ljósi þessarar samstöðu hafi Thomas Cook ekki getað látið skoðanir viðskiptavinanna framhjá sér fara. Seaworld hefur lýst því yfir að sædýragarðurinn muni ekki fá til sín fleiri háhyrninga í framtíðinni. Dýrin sem nú má finna í garðinum verði þar þó áfram - „þar sem viðskiptavinir okkar geta áfram heilsað upp á þau á næstu árum,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu frá Seaworld. Garðurinn muni að sama skapi „halda áfram að bæta aðstæður“ dýranna. Háhyrningahald hefur verið harðlega gagnrýnt á síðustu árum, ekki síst eftir útgáfu myndarinnar Blackfish sem frumsýnd var árið 2013. Þar var fylgst með raunum og vist háhyrningsins Tilikum í Seaworld, en hann drapst í fyrra.Thomas Cook innleiddi nýja dýravelferðarstefnu á síðasta ári. Hún fól meðal annars í sér endurskoðun á því við hvaða dýragarða fyrirtækið verslaði. Endurskoðunin varð til þess að um 29 fyrirtæki lentu á svörtum lista Thomas Cook. Þeim er gert að bæta aðbúnað dýranna, vilji þau að ferðarisinn haldi áfram viðskiptum við garðana. Dýr Tengdar fréttir Seaworld stórtapar á kvikmyndinni Blackfish Hlutabréf garðsins hafa fallið um 56 prósent frá frumsýningu heimildarmyndarinnar. 14. nóvember 2014 16:06 Harry Styles kennt um versnandi orðspor SeaWorld Slæm umfjöllun um garðinn hófst þegar heimildarmyndin Blackfish var frumsýnd. 1. september 2015 16:28 Framkvæmdastjóri SeaWorld segir af sér SeaWorld hefur mistekist að lokka til sín gesti í kjölfar frumsýningar heimildarmyndarinnar Blackfish þar sem meðferð garðsins á háhyrningum er harðlega gagnrýnd. 12. desember 2014 09:49 Íslenski drápshvalurinn Tilikum dauður Tilikum var stórstjarna í lifanda lífi eftir að kvikmyndin Blackfish fór sigurför um heiminn. 6. janúar 2017 16:01 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Bókunarþjónustan Thomas Cook mun hætta sölu á ferðum í sædýragarða þar sem finna má háhyrninga. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu, sem birtist á heimasíðu þess í dag, segir að um 90% allra viðskiptavina Thomas Cook hafi áhyggjur af velferð dýranna. Aðgerðir Thomas Cook beinast að tveimur sædýragörðum; annars vegar Seaworld á Flórída og hins vegar Loro Parque á Tenerife. Haft er eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins að ákvörðunin hafi ekki verið auðveld. Þrátt fyrir að umræddir garðar hafi gripið til ýmissa aðgerða á síðustu misserum til að bæta vist háhyrninganna telji Thomas Cook það ekki duga til. Ferðarisinn hafi fundað með dýraverndunarsamtökum og sérfræðingum sem lýst hafi miklum áhyggjum af aðstæðum dýranna. „Þar að auki bendir endurgjöf frá viðskiptavinum okkar til að um 90% þeirra telji mikilvægt að fyrirtækið hafi velferð dýra í fyrirúmi,“ segir í yfirlýsingunni. Í ljósi þessarar samstöðu hafi Thomas Cook ekki getað látið skoðanir viðskiptavinanna framhjá sér fara. Seaworld hefur lýst því yfir að sædýragarðurinn muni ekki fá til sín fleiri háhyrninga í framtíðinni. Dýrin sem nú má finna í garðinum verði þar þó áfram - „þar sem viðskiptavinir okkar geta áfram heilsað upp á þau á næstu árum,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu frá Seaworld. Garðurinn muni að sama skapi „halda áfram að bæta aðstæður“ dýranna. Háhyrningahald hefur verið harðlega gagnrýnt á síðustu árum, ekki síst eftir útgáfu myndarinnar Blackfish sem frumsýnd var árið 2013. Þar var fylgst með raunum og vist háhyrningsins Tilikum í Seaworld, en hann drapst í fyrra.Thomas Cook innleiddi nýja dýravelferðarstefnu á síðasta ári. Hún fól meðal annars í sér endurskoðun á því við hvaða dýragarða fyrirtækið verslaði. Endurskoðunin varð til þess að um 29 fyrirtæki lentu á svörtum lista Thomas Cook. Þeim er gert að bæta aðbúnað dýranna, vilji þau að ferðarisinn haldi áfram viðskiptum við garðana.
Dýr Tengdar fréttir Seaworld stórtapar á kvikmyndinni Blackfish Hlutabréf garðsins hafa fallið um 56 prósent frá frumsýningu heimildarmyndarinnar. 14. nóvember 2014 16:06 Harry Styles kennt um versnandi orðspor SeaWorld Slæm umfjöllun um garðinn hófst þegar heimildarmyndin Blackfish var frumsýnd. 1. september 2015 16:28 Framkvæmdastjóri SeaWorld segir af sér SeaWorld hefur mistekist að lokka til sín gesti í kjölfar frumsýningar heimildarmyndarinnar Blackfish þar sem meðferð garðsins á háhyrningum er harðlega gagnrýnd. 12. desember 2014 09:49 Íslenski drápshvalurinn Tilikum dauður Tilikum var stórstjarna í lifanda lífi eftir að kvikmyndin Blackfish fór sigurför um heiminn. 6. janúar 2017 16:01 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Seaworld stórtapar á kvikmyndinni Blackfish Hlutabréf garðsins hafa fallið um 56 prósent frá frumsýningu heimildarmyndarinnar. 14. nóvember 2014 16:06
Harry Styles kennt um versnandi orðspor SeaWorld Slæm umfjöllun um garðinn hófst þegar heimildarmyndin Blackfish var frumsýnd. 1. september 2015 16:28
Framkvæmdastjóri SeaWorld segir af sér SeaWorld hefur mistekist að lokka til sín gesti í kjölfar frumsýningar heimildarmyndarinnar Blackfish þar sem meðferð garðsins á háhyrningum er harðlega gagnrýnd. 12. desember 2014 09:49
Íslenski drápshvalurinn Tilikum dauður Tilikum var stórstjarna í lifanda lífi eftir að kvikmyndin Blackfish fór sigurför um heiminn. 6. janúar 2017 16:01