Hellasveppurinn sem er ástæðan fyrir einangrunarvist taílensku drengjanna Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 10. júlí 2018 18:15 Leðurblökur veiddar í net í helli á Indónesíu Vísir/Getty Það vakti athygli margra þegar drengirnir, sem heimtir voru úr helju í helli í Taílandi, voru fluttir beint í einangrun á spítala eftir björgunina. Ástæðan er meðal annars svokölluð hellaveiki eða Histoplasmosis.SökudólgurinnVísir/GettyValdurinn er sveppur sem þrífst í hellum og kallast Histoplasma capsulatum. Hann getur valdið margvíslegum skæðum kvillum í mannfólki. Sjúkdómurinn leggst aðallega á lungun og getur verið banvænn. Ástæðan fyrir því að hann herjar oft á fólk eftir hellaferðir er að sveppurinn þrífst sérstaklega vel í gúanói; driti úr leðurblökum. Leðurblökurnar geta líka borið sjúkdóminn. Einkennin geta sem fyrr segir verið margvísleg en líkjast oft berklum eða slæmri öndunarfærasýkingu. Slæm útbrot eru algeng. Smám saman byrja önnur líffæri að bila og sjúklingurinn getur dáið ef hann fær ekki rétta meðferð. Drengjunum er haldið í einangrun vegna þess að einkenni hellaveiki koma ekki fram fyrr en 3 til 17 dögum eftir sýkingu.Drengirnir voru fluttir með þyrlu og svo sjúkrabíl á þennan spítala þar sem þeir eru á einangrunardeild.Vísir/GettyÁ vel útbúnum spítölum getur verið hægt að greina sjúkdóminn fyrr en heilbrigðisyfirvöld í Taílandi ætla ekki að taka neina áhættu í þessu tilviki. Til öryggis fá strákarnir því aðeins að hitta sína nánustu á bak við gler í bili. Fyrir utan hellaveiki geta margir aðrir sjúkdómar leynst í rökum hellum langt neðanjarðar. Þá þarf að tryggja að drengirnir fái rétta næringu og vatn til að jafna sig eftir vistina. Síðast en ekki síst er það andlega heilsan sem þarf að huga að. Það má ekki gleyma því að maður lét lífið við það að kafa með súrefni til drengjanna og öll heimsbyggðin fylgdist með málinu. Í Taílandi tröllreið umfjöllun um málið öllum fjölmiðlum dögum saman. Álagið sem fylgir þessu öllu saman muni líklega ekki gera sín vart fyrr en lengra er liðið, sérstaklega ef litið er til þess að um börn er að ræða og þau geta tekið lengri tíma í að vinna úr áföllum. Það er því afar ólíklegt að læknar gefi grænt ljós á að drengirnir verði viðstaddir úrslitaleik HM í Rússlandi á sunnudaginn. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19 Tíminn og vatnið enn helsti óvinur björgunarmanna í aðdraganda næstu ferðar inn í hellinn Spáð er mikilli rigningu næstu daga sem setur pressu á björgunarmenn um að koma þeim sem eftir eru út sem fyrst. 8. júlí 2018 22:15 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Það vakti athygli margra þegar drengirnir, sem heimtir voru úr helju í helli í Taílandi, voru fluttir beint í einangrun á spítala eftir björgunina. Ástæðan er meðal annars svokölluð hellaveiki eða Histoplasmosis.SökudólgurinnVísir/GettyValdurinn er sveppur sem þrífst í hellum og kallast Histoplasma capsulatum. Hann getur valdið margvíslegum skæðum kvillum í mannfólki. Sjúkdómurinn leggst aðallega á lungun og getur verið banvænn. Ástæðan fyrir því að hann herjar oft á fólk eftir hellaferðir er að sveppurinn þrífst sérstaklega vel í gúanói; driti úr leðurblökum. Leðurblökurnar geta líka borið sjúkdóminn. Einkennin geta sem fyrr segir verið margvísleg en líkjast oft berklum eða slæmri öndunarfærasýkingu. Slæm útbrot eru algeng. Smám saman byrja önnur líffæri að bila og sjúklingurinn getur dáið ef hann fær ekki rétta meðferð. Drengjunum er haldið í einangrun vegna þess að einkenni hellaveiki koma ekki fram fyrr en 3 til 17 dögum eftir sýkingu.Drengirnir voru fluttir með þyrlu og svo sjúkrabíl á þennan spítala þar sem þeir eru á einangrunardeild.Vísir/GettyÁ vel útbúnum spítölum getur verið hægt að greina sjúkdóminn fyrr en heilbrigðisyfirvöld í Taílandi ætla ekki að taka neina áhættu í þessu tilviki. Til öryggis fá strákarnir því aðeins að hitta sína nánustu á bak við gler í bili. Fyrir utan hellaveiki geta margir aðrir sjúkdómar leynst í rökum hellum langt neðanjarðar. Þá þarf að tryggja að drengirnir fái rétta næringu og vatn til að jafna sig eftir vistina. Síðast en ekki síst er það andlega heilsan sem þarf að huga að. Það má ekki gleyma því að maður lét lífið við það að kafa með súrefni til drengjanna og öll heimsbyggðin fylgdist með málinu. Í Taílandi tröllreið umfjöllun um málið öllum fjölmiðlum dögum saman. Álagið sem fylgir þessu öllu saman muni líklega ekki gera sín vart fyrr en lengra er liðið, sérstaklega ef litið er til þess að um börn er að ræða og þau geta tekið lengri tíma í að vinna úr áföllum. Það er því afar ólíklegt að læknar gefi grænt ljós á að drengirnir verði viðstaddir úrslitaleik HM í Rússlandi á sunnudaginn.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00 Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19 Tíminn og vatnið enn helsti óvinur björgunarmanna í aðdraganda næstu ferðar inn í hellinn Spáð er mikilli rigningu næstu daga sem setur pressu á björgunarmenn um að koma þeim sem eftir eru út sem fyrst. 8. júlí 2018 22:15 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. 10. júlí 2018 12:00
Heimsbyggðin fagnar því að drengirnir hafi komist út Fregnir af því að fótboltadrengjunum tólf og þjálfara þeirra hafi öllum verið bjargað hafa farið eins og eldur um sinu um heimsbyggðina. Þjóðarleiðtogar og knattspyrnulið víða um heim hafa lýst yfir ánægju sinni með það að allir séu heilir á húfi. 10. júlí 2018 13:19
Tíminn og vatnið enn helsti óvinur björgunarmanna í aðdraganda næstu ferðar inn í hellinn Spáð er mikilli rigningu næstu daga sem setur pressu á björgunarmenn um að koma þeim sem eftir eru út sem fyrst. 8. júlí 2018 22:15