Kvennaleikirnir beint ofan í undanúrslit HM Sveinn Arnarsson skrifar 11. júlí 2018 06:00 Sandra María Jessen skoraði þriðja mark Þórs/KA í gær. Vísir/eyþór Fjórir leikir í Pepsi-deild kvenna fóru fram í gær á sama tíma og undanúrslitaleikir á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Liðsmenn undrast þessar tímasetningar og telja ólíklegt að slíkt myndi gerast hjá körlunum í efstu deild. Níunda umferðin í Pepsi-deild kvenna hófst í gær með tveimur risaleikjum. Annars vegar leik Breiðabliks og Vals, sem sátu í fyrsta og þriðja sæti deildarinnar, og hins vegar leik Þórs/KA og Stjörnunnar, sem voru í öðru og fjórða sæti. Arna Sif Ásgrímsdóttir, einn reyndasti leikmaður Þórs/KA sem á titil að verja á Íslandsmótinu að þessu sinni, segir þessa tímasetningu undarlega. „Ég held að við getum öll verið sammála því að þessi tímasetning á þessum leik er alveg fáránleg og þetta myndi aldrei sjást, að leikir í Pepsi-deild karla yrðu settir á sama tíma og undanúrslit á heimsmeistaramóti,“ segir Arna Sif.Ásgerður Stefanía Baldursdóttir með liðsfélögum sínum í Stjörnunni.Vísir/eyþór„Það er svo oft sem eitthvað svona gerist að maður er næstum því hættur að pirra sig á þessum hlutum og lætur þetta bara yfir sig ganga,“ bætir hún við. Hið sama er að segja úr herbúðum Stjörnunnar. „Í fyrsta lagi langar mig að horfa á leikinn. Þetta er glatað en ég er búin að taka svo marga slagi í þessu að ég reyni að ýta orkunni í eitthvað annað, sem er þessi leikur. Hann skiptir öllu máli fyrir okkur,“ segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Þetta myndi ekki gerast hjá körlunum. Við sjáum það að leikur FH og Grindavíkur var færður í hádegið til að vera ekki á sama tíma og heimsmeistaramótið,“ segir Ásgerður jafnframt. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir erfitt að koma öllum leikjum fyrir á stuttu sumri þannig að leikirnir og HM skarist ekki. „Það eru leikir alla daga og það er flókið að koma þessu öllu saman fyrir. Þetta eru vissulega stórir leikir á HM og við reynum hvað við getum að láta þetta ekki skarast,“ segir Birkir. „Það hefur enginn frá félögunum haft samband við okkur og óskað eftir breytingum. Mótafyrirkomulagið er gefið út með góðum fyrirvara og HM-planið er einnig þekkt fyrirfram.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-0 | Breiðablik endurheimti toppsætið Þór/KA tók toppsætið í Pepsi deild kvenna af Breiðabliki fyrr í kvöld. Blikar endurheimtu hins vegar toppsætið með sigri á Val í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 10. júlí 2018 22:30 Þór/KA á toppinn eftir sigur á Stjörnunni Íslandsmeistarar Þórs/KA fóru í toppsæti Pepsi deildar kvenna með sigri á Stjörnunni á Akureyri. ÍBV sigraði Suðurlandsslaginn í Vestmannaeyjum. 10. júlí 2018 20:08 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Fjórir leikir í Pepsi-deild kvenna fóru fram í gær á sama tíma og undanúrslitaleikir á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Liðsmenn undrast þessar tímasetningar og telja ólíklegt að slíkt myndi gerast hjá körlunum í efstu deild. Níunda umferðin í Pepsi-deild kvenna hófst í gær með tveimur risaleikjum. Annars vegar leik Breiðabliks og Vals, sem sátu í fyrsta og þriðja sæti deildarinnar, og hins vegar leik Þórs/KA og Stjörnunnar, sem voru í öðru og fjórða sæti. Arna Sif Ásgrímsdóttir, einn reyndasti leikmaður Þórs/KA sem á titil að verja á Íslandsmótinu að þessu sinni, segir þessa tímasetningu undarlega. „Ég held að við getum öll verið sammála því að þessi tímasetning á þessum leik er alveg fáránleg og þetta myndi aldrei sjást, að leikir í Pepsi-deild karla yrðu settir á sama tíma og undanúrslit á heimsmeistaramóti,“ segir Arna Sif.Ásgerður Stefanía Baldursdóttir með liðsfélögum sínum í Stjörnunni.Vísir/eyþór„Það er svo oft sem eitthvað svona gerist að maður er næstum því hættur að pirra sig á þessum hlutum og lætur þetta bara yfir sig ganga,“ bætir hún við. Hið sama er að segja úr herbúðum Stjörnunnar. „Í fyrsta lagi langar mig að horfa á leikinn. Þetta er glatað en ég er búin að taka svo marga slagi í þessu að ég reyni að ýta orkunni í eitthvað annað, sem er þessi leikur. Hann skiptir öllu máli fyrir okkur,“ segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Þetta myndi ekki gerast hjá körlunum. Við sjáum það að leikur FH og Grindavíkur var færður í hádegið til að vera ekki á sama tíma og heimsmeistaramótið,“ segir Ásgerður jafnframt. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir erfitt að koma öllum leikjum fyrir á stuttu sumri þannig að leikirnir og HM skarist ekki. „Það eru leikir alla daga og það er flókið að koma þessu öllu saman fyrir. Þetta eru vissulega stórir leikir á HM og við reynum hvað við getum að láta þetta ekki skarast,“ segir Birkir. „Það hefur enginn frá félögunum haft samband við okkur og óskað eftir breytingum. Mótafyrirkomulagið er gefið út með góðum fyrirvara og HM-planið er einnig þekkt fyrirfram.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-0 | Breiðablik endurheimti toppsætið Þór/KA tók toppsætið í Pepsi deild kvenna af Breiðabliki fyrr í kvöld. Blikar endurheimtu hins vegar toppsætið með sigri á Val í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 10. júlí 2018 22:30 Þór/KA á toppinn eftir sigur á Stjörnunni Íslandsmeistarar Þórs/KA fóru í toppsæti Pepsi deildar kvenna með sigri á Stjörnunni á Akureyri. ÍBV sigraði Suðurlandsslaginn í Vestmannaeyjum. 10. júlí 2018 20:08 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-0 | Breiðablik endurheimti toppsætið Þór/KA tók toppsætið í Pepsi deild kvenna af Breiðabliki fyrr í kvöld. Blikar endurheimtu hins vegar toppsætið með sigri á Val í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 10. júlí 2018 22:30
Þór/KA á toppinn eftir sigur á Stjörnunni Íslandsmeistarar Þórs/KA fóru í toppsæti Pepsi deildar kvenna með sigri á Stjörnunni á Akureyri. ÍBV sigraði Suðurlandsslaginn í Vestmannaeyjum. 10. júlí 2018 20:08