Kvennaleikirnir beint ofan í undanúrslit HM Sveinn Arnarsson skrifar 11. júlí 2018 06:00 Sandra María Jessen skoraði þriðja mark Þórs/KA í gær. Vísir/eyþór Fjórir leikir í Pepsi-deild kvenna fóru fram í gær á sama tíma og undanúrslitaleikir á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Liðsmenn undrast þessar tímasetningar og telja ólíklegt að slíkt myndi gerast hjá körlunum í efstu deild. Níunda umferðin í Pepsi-deild kvenna hófst í gær með tveimur risaleikjum. Annars vegar leik Breiðabliks og Vals, sem sátu í fyrsta og þriðja sæti deildarinnar, og hins vegar leik Þórs/KA og Stjörnunnar, sem voru í öðru og fjórða sæti. Arna Sif Ásgrímsdóttir, einn reyndasti leikmaður Þórs/KA sem á titil að verja á Íslandsmótinu að þessu sinni, segir þessa tímasetningu undarlega. „Ég held að við getum öll verið sammála því að þessi tímasetning á þessum leik er alveg fáránleg og þetta myndi aldrei sjást, að leikir í Pepsi-deild karla yrðu settir á sama tíma og undanúrslit á heimsmeistaramóti,“ segir Arna Sif.Ásgerður Stefanía Baldursdóttir með liðsfélögum sínum í Stjörnunni.Vísir/eyþór„Það er svo oft sem eitthvað svona gerist að maður er næstum því hættur að pirra sig á þessum hlutum og lætur þetta bara yfir sig ganga,“ bætir hún við. Hið sama er að segja úr herbúðum Stjörnunnar. „Í fyrsta lagi langar mig að horfa á leikinn. Þetta er glatað en ég er búin að taka svo marga slagi í þessu að ég reyni að ýta orkunni í eitthvað annað, sem er þessi leikur. Hann skiptir öllu máli fyrir okkur,“ segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Þetta myndi ekki gerast hjá körlunum. Við sjáum það að leikur FH og Grindavíkur var færður í hádegið til að vera ekki á sama tíma og heimsmeistaramótið,“ segir Ásgerður jafnframt. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir erfitt að koma öllum leikjum fyrir á stuttu sumri þannig að leikirnir og HM skarist ekki. „Það eru leikir alla daga og það er flókið að koma þessu öllu saman fyrir. Þetta eru vissulega stórir leikir á HM og við reynum hvað við getum að láta þetta ekki skarast,“ segir Birkir. „Það hefur enginn frá félögunum haft samband við okkur og óskað eftir breytingum. Mótafyrirkomulagið er gefið út með góðum fyrirvara og HM-planið er einnig þekkt fyrirfram.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-0 | Breiðablik endurheimti toppsætið Þór/KA tók toppsætið í Pepsi deild kvenna af Breiðabliki fyrr í kvöld. Blikar endurheimtu hins vegar toppsætið með sigri á Val í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 10. júlí 2018 22:30 Þór/KA á toppinn eftir sigur á Stjörnunni Íslandsmeistarar Þórs/KA fóru í toppsæti Pepsi deildar kvenna með sigri á Stjörnunni á Akureyri. ÍBV sigraði Suðurlandsslaginn í Vestmannaeyjum. 10. júlí 2018 20:08 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fjórir leikir í Pepsi-deild kvenna fóru fram í gær á sama tíma og undanúrslitaleikir á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Liðsmenn undrast þessar tímasetningar og telja ólíklegt að slíkt myndi gerast hjá körlunum í efstu deild. Níunda umferðin í Pepsi-deild kvenna hófst í gær með tveimur risaleikjum. Annars vegar leik Breiðabliks og Vals, sem sátu í fyrsta og þriðja sæti deildarinnar, og hins vegar leik Þórs/KA og Stjörnunnar, sem voru í öðru og fjórða sæti. Arna Sif Ásgrímsdóttir, einn reyndasti leikmaður Þórs/KA sem á titil að verja á Íslandsmótinu að þessu sinni, segir þessa tímasetningu undarlega. „Ég held að við getum öll verið sammála því að þessi tímasetning á þessum leik er alveg fáránleg og þetta myndi aldrei sjást, að leikir í Pepsi-deild karla yrðu settir á sama tíma og undanúrslit á heimsmeistaramóti,“ segir Arna Sif.Ásgerður Stefanía Baldursdóttir með liðsfélögum sínum í Stjörnunni.Vísir/eyþór„Það er svo oft sem eitthvað svona gerist að maður er næstum því hættur að pirra sig á þessum hlutum og lætur þetta bara yfir sig ganga,“ bætir hún við. Hið sama er að segja úr herbúðum Stjörnunnar. „Í fyrsta lagi langar mig að horfa á leikinn. Þetta er glatað en ég er búin að taka svo marga slagi í þessu að ég reyni að ýta orkunni í eitthvað annað, sem er þessi leikur. Hann skiptir öllu máli fyrir okkur,“ segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Þetta myndi ekki gerast hjá körlunum. Við sjáum það að leikur FH og Grindavíkur var færður í hádegið til að vera ekki á sama tíma og heimsmeistaramótið,“ segir Ásgerður jafnframt. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir erfitt að koma öllum leikjum fyrir á stuttu sumri þannig að leikirnir og HM skarist ekki. „Það eru leikir alla daga og það er flókið að koma þessu öllu saman fyrir. Þetta eru vissulega stórir leikir á HM og við reynum hvað við getum að láta þetta ekki skarast,“ segir Birkir. „Það hefur enginn frá félögunum haft samband við okkur og óskað eftir breytingum. Mótafyrirkomulagið er gefið út með góðum fyrirvara og HM-planið er einnig þekkt fyrirfram.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-0 | Breiðablik endurheimti toppsætið Þór/KA tók toppsætið í Pepsi deild kvenna af Breiðabliki fyrr í kvöld. Blikar endurheimtu hins vegar toppsætið með sigri á Val í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 10. júlí 2018 22:30 Þór/KA á toppinn eftir sigur á Stjörnunni Íslandsmeistarar Þórs/KA fóru í toppsæti Pepsi deildar kvenna með sigri á Stjörnunni á Akureyri. ÍBV sigraði Suðurlandsslaginn í Vestmannaeyjum. 10. júlí 2018 20:08 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-0 | Breiðablik endurheimti toppsætið Þór/KA tók toppsætið í Pepsi deild kvenna af Breiðabliki fyrr í kvöld. Blikar endurheimtu hins vegar toppsætið með sigri á Val í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 10. júlí 2018 22:30
Þór/KA á toppinn eftir sigur á Stjörnunni Íslandsmeistarar Þórs/KA fóru í toppsæti Pepsi deildar kvenna með sigri á Stjörnunni á Akureyri. ÍBV sigraði Suðurlandsslaginn í Vestmannaeyjum. 10. júlí 2018 20:08