Hetjusaga Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. júlí 2018 10:00 Ólík mál rata í heimsfréttir og krefjast ítarlegra fréttaskýringa og má þar nefna pólitískt uppnám í Bretlandi vegna Brexit, leiðangurs sem þjóðin hefði betur aldrei lagt upp í, eins og henni ætti nú sjálfri að vera orðið ljóst. Gjörðir Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru þess eðlis að þær krefjast andsvara svo að segja á degi hverjum þótt ýmsir séu farnir að fórna höndum í fullkominni uppgjöf gagnvart hinum langdregna farsa í Hvíta húsinu. Skiljanlega kjósa samt ekki nær allir að setja sig inn í ólánið í breskum og bandarískum stjórnmálum og leita gleðinnar í fótboltanum á HM en fyllast margir depurð þegar liðið þeirra dettur úr keppni, en sýna þann dug að hrista hana af sér fyrir úrslitaleikinn. Samt eru það hvorki pólitísku fréttirnar né íþróttafréttirnar sem mestu máli hafa skipt undanfarið. Þær blikna einfaldlega í samanburði við fréttir af tólf drengjum og þjálfara þeirra sem í rúmar tvær vikur höfðust við í dimmum og köldum helli í Taílandi. Umheimurinn fylgdist með hættulegum björgunaraðgerðum þar sem einn kafari lét lífið. Hann kom súrefniskútum til drengjanna en hugði ekki að eigin öryggi og fórnaði lífi sínu við hjálparstörf. Þau örlög hefðu auðveldlega getað beðið fleiri björgunarmanna. Svo fór þó ekki og bjarga tókst drengjunum og þjálfaranum. Því fagnar heimsbyggðin innilega. Sagan af drengjunum í hellinum, þjálfara þeirra og björgunarmönnum er hetjusaga. Þar eru engir skúrkar, nema ef vera skyldi hin grimmu og eyðandi náttúruöfl. Alltof sjaldan sjáum við manneskjur sameinast í fórnfúsu starfi. Iðulega eru þær uppteknar við að berja hver á annarri og eyða gríðarlegri orku í þref og nöldur. Stundum er engu líkara en þær lifi í hrokafullri vissu um að þær séu ódauðlegar og telji því enga ástæðu til að nýta tímann betur en þær gera. En svo eru dæmi um hið gagnstæða, eins og við höfum séð síðustu daga og vikur. Í Taílandi voru fórnfúsir einstaklingar tilbúnir að leggja allt á sig til að bjarga öðrum. Björgunarmenn, sem voru í kapphlaupi við dauðann, neituðu að gefast upp. Það var heldur enga uppgjöf að finna hjá drengjunum í hellinum og þjálfara þeirra. „Hvaðan ertu?“ spurðu máttfarnir drengirnir kafarann sem fann þá og þegar hann sagðist vera frá Englandi sögðu þeir hrifningarfullir: Vá! Upphrópun sem vakti hrifningu á Bretlandseyjum. Í bréfum frá drengjunum sem komið var til foreldra þeirra sýndi sig að þeir kunna að forgangsraða á réttan hátt því þeir báðu um að fá að losna undan heimavinnu í skólanum. Svona strákar kunna sannarlega að bjarga sér í ömurlegum aðstæðum. Þess vegna kemur ekki á óvart að heyra að þeir séu brosandi á sjúkrahúsi en um leið nokkuð svangir. Vonandi mun þeim vel farnast í lífinu, það ætti að styrkja þá að góðar óskir heimsbyggðarinnar fylgja þeim. Hetjur eru blessunarlega til, eins og við höfum orðið vitni að. Við hin göngum ekki auðveldlega í fótspor þeirra en getum þó endalaust dáðst að hugrekkinu sem var sýnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Brexit Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Ólík mál rata í heimsfréttir og krefjast ítarlegra fréttaskýringa og má þar nefna pólitískt uppnám í Bretlandi vegna Brexit, leiðangurs sem þjóðin hefði betur aldrei lagt upp í, eins og henni ætti nú sjálfri að vera orðið ljóst. Gjörðir Donalds Trump Bandaríkjaforseta eru þess eðlis að þær krefjast andsvara svo að segja á degi hverjum þótt ýmsir séu farnir að fórna höndum í fullkominni uppgjöf gagnvart hinum langdregna farsa í Hvíta húsinu. Skiljanlega kjósa samt ekki nær allir að setja sig inn í ólánið í breskum og bandarískum stjórnmálum og leita gleðinnar í fótboltanum á HM en fyllast margir depurð þegar liðið þeirra dettur úr keppni, en sýna þann dug að hrista hana af sér fyrir úrslitaleikinn. Samt eru það hvorki pólitísku fréttirnar né íþróttafréttirnar sem mestu máli hafa skipt undanfarið. Þær blikna einfaldlega í samanburði við fréttir af tólf drengjum og þjálfara þeirra sem í rúmar tvær vikur höfðust við í dimmum og köldum helli í Taílandi. Umheimurinn fylgdist með hættulegum björgunaraðgerðum þar sem einn kafari lét lífið. Hann kom súrefniskútum til drengjanna en hugði ekki að eigin öryggi og fórnaði lífi sínu við hjálparstörf. Þau örlög hefðu auðveldlega getað beðið fleiri björgunarmanna. Svo fór þó ekki og bjarga tókst drengjunum og þjálfaranum. Því fagnar heimsbyggðin innilega. Sagan af drengjunum í hellinum, þjálfara þeirra og björgunarmönnum er hetjusaga. Þar eru engir skúrkar, nema ef vera skyldi hin grimmu og eyðandi náttúruöfl. Alltof sjaldan sjáum við manneskjur sameinast í fórnfúsu starfi. Iðulega eru þær uppteknar við að berja hver á annarri og eyða gríðarlegri orku í þref og nöldur. Stundum er engu líkara en þær lifi í hrokafullri vissu um að þær séu ódauðlegar og telji því enga ástæðu til að nýta tímann betur en þær gera. En svo eru dæmi um hið gagnstæða, eins og við höfum séð síðustu daga og vikur. Í Taílandi voru fórnfúsir einstaklingar tilbúnir að leggja allt á sig til að bjarga öðrum. Björgunarmenn, sem voru í kapphlaupi við dauðann, neituðu að gefast upp. Það var heldur enga uppgjöf að finna hjá drengjunum í hellinum og þjálfara þeirra. „Hvaðan ertu?“ spurðu máttfarnir drengirnir kafarann sem fann þá og þegar hann sagðist vera frá Englandi sögðu þeir hrifningarfullir: Vá! Upphrópun sem vakti hrifningu á Bretlandseyjum. Í bréfum frá drengjunum sem komið var til foreldra þeirra sýndi sig að þeir kunna að forgangsraða á réttan hátt því þeir báðu um að fá að losna undan heimavinnu í skólanum. Svona strákar kunna sannarlega að bjarga sér í ömurlegum aðstæðum. Þess vegna kemur ekki á óvart að heyra að þeir séu brosandi á sjúkrahúsi en um leið nokkuð svangir. Vonandi mun þeim vel farnast í lífinu, það ætti að styrkja þá að góðar óskir heimsbyggðarinnar fylgja þeim. Hetjur eru blessunarlega til, eins og við höfum orðið vitni að. Við hin göngum ekki auðveldlega í fótspor þeirra en getum þó endalaust dáðst að hugrekkinu sem var sýnt.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar