Ratcliffe góður gæi Guðmundur Edgarsson skrifar 13. júlí 2018 07:00 Ánægjulegt hefur verið að fylgjast með uppkaupum breska kaupsýslumannsins Jims Ratcliffe á jörðum hér á landi upp á síðkastið. Tvennt ber að kætast yfir varðandi þau viðskipti. Annað er, að sem fjárfestir hefur Ratcliffe notið óheyrilegrar velgengni, sem þýðir að honum hefur að jafnaði tekist að gera meiri verðmæti úr fjárfestingum sínum en aðrir. Með því móti hefur hann aukið verðmætasköpun og hagsæld umfram það sem ella væri. Fleiri græða á því en Ratcliffe einn.Mun meiri möguleikar á arðsemi Hitt er, að Ratcliffe er alþjóðlegur fjárfestir sem leikur stórt hlutverk í heimsviðskiptum. Að slíkur viðskiptajöfur vilji fjárfesta á Íslandi gefur fyrirheit um að viðskiptin muni leiða til alþjóðlegra tenginga og aukna möguleika til nýsköpunar og enn frekari fjárfestinga. Ratcliffe er beintengdur fjölda fjárfesta og fyrirtækja á mýmörgum sviðum um heim allan og því ljóst að möguleikar á aukinni arðsemi af fjárfestingum hans eru mun meiri en alla jafna fylgja fjárfestingum heimamanna. Mismunum ekki eftir þjóðerni Það er heldur ekki einfalt mál að mismuna evrópskum fjárfestum eftir þjóðerni. Slíkt brýtur í bága við EES-samninginn og því þyrfti að segja honum upp fyrst. Verði það gert má búast við sams konar takmörkunum á fjárfestingar og viðskipti Íslendinga á Evrópska efnahagssvæðinu. Ljóst er að fáir hefðu hag af því. Engin ástæða er til að óttast að Íslendingar muni búa við skarðan hlut ef stór hluti jarða lendir í höndum erlendra fjárfesta. Þeir þurfa að gangast undir sömu lög og íslenskir kaupsýslumenn og arður af fjárfestingum þeirra mun skila sér inn í samfélagið í formi atvinnusköpunar og annarra umsvifa. Alþjóðleg tengsl aukast svo og viðskiptatækifæri á alþjóðavísu. Íslendingar ættu því að kappkosta að mynda jarðtengingar við fleiri heimsklassa athafnamenn á borð við Ratcliffe.Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. 5. júlí 2018 20:30 Eigandi Grímsstaða á Fjöllum orðinn ríkasti maður Bretlandseyja Jim Ratcliffe, sem keypti Grímsstaði á Fjöllum auk nokkurra jarða í Vopnafirði árið 2016, er orðinn ríkasti maður Bretlandseyja samkvæmt úttekt sem Sunday Times birti um helgina og fjallað er um á vef Guardian. 14. maí 2018 08:00 Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03 Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Ánægjulegt hefur verið að fylgjast með uppkaupum breska kaupsýslumannsins Jims Ratcliffe á jörðum hér á landi upp á síðkastið. Tvennt ber að kætast yfir varðandi þau viðskipti. Annað er, að sem fjárfestir hefur Ratcliffe notið óheyrilegrar velgengni, sem þýðir að honum hefur að jafnaði tekist að gera meiri verðmæti úr fjárfestingum sínum en aðrir. Með því móti hefur hann aukið verðmætasköpun og hagsæld umfram það sem ella væri. Fleiri græða á því en Ratcliffe einn.Mun meiri möguleikar á arðsemi Hitt er, að Ratcliffe er alþjóðlegur fjárfestir sem leikur stórt hlutverk í heimsviðskiptum. Að slíkur viðskiptajöfur vilji fjárfesta á Íslandi gefur fyrirheit um að viðskiptin muni leiða til alþjóðlegra tenginga og aukna möguleika til nýsköpunar og enn frekari fjárfestinga. Ratcliffe er beintengdur fjölda fjárfesta og fyrirtækja á mýmörgum sviðum um heim allan og því ljóst að möguleikar á aukinni arðsemi af fjárfestingum hans eru mun meiri en alla jafna fylgja fjárfestingum heimamanna. Mismunum ekki eftir þjóðerni Það er heldur ekki einfalt mál að mismuna evrópskum fjárfestum eftir þjóðerni. Slíkt brýtur í bága við EES-samninginn og því þyrfti að segja honum upp fyrst. Verði það gert má búast við sams konar takmörkunum á fjárfestingar og viðskipti Íslendinga á Evrópska efnahagssvæðinu. Ljóst er að fáir hefðu hag af því. Engin ástæða er til að óttast að Íslendingar muni búa við skarðan hlut ef stór hluti jarða lendir í höndum erlendra fjárfesta. Þeir þurfa að gangast undir sömu lög og íslenskir kaupsýslumenn og arður af fjárfestingum þeirra mun skila sér inn í samfélagið í formi atvinnusköpunar og annarra umsvifa. Alþjóðleg tengsl aukast svo og viðskiptatækifæri á alþjóðavísu. Íslendingar ættu því að kappkosta að mynda jarðtengingar við fleiri heimsklassa athafnamenn á borð við Ratcliffe.Höfundur er kennari
Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. 5. júlí 2018 20:30
Eigandi Grímsstaða á Fjöllum orðinn ríkasti maður Bretlandseyja Jim Ratcliffe, sem keypti Grímsstaði á Fjöllum auk nokkurra jarða í Vopnafirði árið 2016, er orðinn ríkasti maður Bretlandseyja samkvæmt úttekt sem Sunday Times birti um helgina og fjallað er um á vef Guardian. 14. maí 2018 08:00
Sigurður Ingi mótmælir landakaupum erlendra fjárfesta Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir landakaup erlendra fjárfesta á Íslandi vera áhyggjuefni. 9. júlí 2018 18:03
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun