Ásdís himinlifandi með að hafa tapað Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2018 10:58 Ásdís Hjálmsdóttir gleðst yfir því að framtíðin sé björt. vísir/anton brink Ásdís Hjálmsdóttir, Ólympíufari og Íslandsmethafi í spjótkasti, vann tvenn gullverðlaun og eitt silfur á 92. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. Hún átti í engum vandræðum með að rúlla upp keppinautum sínum í spjótkastinu, sinni sterkustu grein, en Ásdís kastaði lengst 57,74 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir varð önnur með kast upp á 42,80 metra. Ekki mikil samkeppni þar. Ásdís bar einnig sigur úr býtum í kúluvarpi. Hún varpiaði kúlunni lengst 15,11 metra en fékk samkeppni frá Ernu Sóleyju Gunnarsdóttur úr ÍR sem kastaði 14,44 metra. Thelma Lind Kristjánsdóttir, 21 árs gömul stúlka úr ÍR, varð þriðja með kast upp á 13,28 metra. Thelma Lind gerði sér svo lítið fyrir og lagði kastdrottningu Íslands í kringlukastinu. Hún kastaði lengst 49,85 metra í fjórða kasti en Ásdís kom kringlunni ekki lengra en 48,18 metra í fimmta kasti og gerði ógilt í síðasta kasti sínu. Ásdís Hjálmsdóttir er mikil keppnismanneskja og segir í pistli á Facebook-síðu sinni að hún ætlaði sér þrjú gull en hún fagnar því að fá loksins alvöru samkeppni. Hún er orðin þreytt á því að vita litinn á medalíunum sínum áður en hún mætir til leiks hér heima. „Ég veit ekki hversu margar svona [medalíur] ég hef unnið á ævinni en ég er nokkuð viss um að þetta silfur í kringlukastinu sé mín uppáhalds. Hún er uppáhaldið því hún táknar framtíðina,“ segir Ásdís. „Ég fékk áhugaverða spurningu í dag sem varð til þess að ég ritaði þessa færslu. Ég var spurð hvort ég væri pirruð yfir því að tapa. Þvert á móti er ég ánægð. Ég er ánægð með að samkeppnin er orðin svo mikil að ég tapaði ekki gullinu. Ég vann silfrið! Það sýnir hversu björt framtíðin er fyrir Frjálsíþróttasambandið.“ Ásdís viðurkennir að Thelma hafi einfaldlega verið betri en hún í kringlukastinu og hafi átt gullverðlaunin skilið. „Í íþróttum er gott að vita að það er jafngott að vita hvernig á að tapa eins og það er að vita hvernig á að vinna. Svo má ekki gleyma að ég er spjótkastari eftir allt saman,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir. Næst á dagskrá hjá Ásdísi er Evrópumeistaramótið í Berlín sem fram fer 7.-12. ágúst en Ásdís virðist öll vera að koma til eftir erfið meiðsli og toppar vonandi í Berlín í næsta mánuði. Tæpur tveimur vikum áður en hún mætti á Meistaramótið kastaði hún 60,34 metra á móti erlendis. Íslandsmet hennar er 63,43 metrar en það setti hún í fyrra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir, Ólympíufari og Íslandsmethafi í spjótkasti, vann tvenn gullverðlaun og eitt silfur á 92. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. Hún átti í engum vandræðum með að rúlla upp keppinautum sínum í spjótkastinu, sinni sterkustu grein, en Ásdís kastaði lengst 57,74 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir varð önnur með kast upp á 42,80 metra. Ekki mikil samkeppni þar. Ásdís bar einnig sigur úr býtum í kúluvarpi. Hún varpiaði kúlunni lengst 15,11 metra en fékk samkeppni frá Ernu Sóleyju Gunnarsdóttur úr ÍR sem kastaði 14,44 metra. Thelma Lind Kristjánsdóttir, 21 árs gömul stúlka úr ÍR, varð þriðja með kast upp á 13,28 metra. Thelma Lind gerði sér svo lítið fyrir og lagði kastdrottningu Íslands í kringlukastinu. Hún kastaði lengst 49,85 metra í fjórða kasti en Ásdís kom kringlunni ekki lengra en 48,18 metra í fimmta kasti og gerði ógilt í síðasta kasti sínu. Ásdís Hjálmsdóttir er mikil keppnismanneskja og segir í pistli á Facebook-síðu sinni að hún ætlaði sér þrjú gull en hún fagnar því að fá loksins alvöru samkeppni. Hún er orðin þreytt á því að vita litinn á medalíunum sínum áður en hún mætir til leiks hér heima. „Ég veit ekki hversu margar svona [medalíur] ég hef unnið á ævinni en ég er nokkuð viss um að þetta silfur í kringlukastinu sé mín uppáhalds. Hún er uppáhaldið því hún táknar framtíðina,“ segir Ásdís. „Ég fékk áhugaverða spurningu í dag sem varð til þess að ég ritaði þessa færslu. Ég var spurð hvort ég væri pirruð yfir því að tapa. Þvert á móti er ég ánægð. Ég er ánægð með að samkeppnin er orðin svo mikil að ég tapaði ekki gullinu. Ég vann silfrið! Það sýnir hversu björt framtíðin er fyrir Frjálsíþróttasambandið.“ Ásdís viðurkennir að Thelma hafi einfaldlega verið betri en hún í kringlukastinu og hafi átt gullverðlaunin skilið. „Í íþróttum er gott að vita að það er jafngott að vita hvernig á að tapa eins og það er að vita hvernig á að vinna. Svo má ekki gleyma að ég er spjótkastari eftir allt saman,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir. Næst á dagskrá hjá Ásdísi er Evrópumeistaramótið í Berlín sem fram fer 7.-12. ágúst en Ásdís virðist öll vera að koma til eftir erfið meiðsli og toppar vonandi í Berlín í næsta mánuði. Tæpur tveimur vikum áður en hún mætti á Meistaramótið kastaði hún 60,34 metra á móti erlendis. Íslandsmet hennar er 63,43 metrar en það setti hún í fyrra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Magavandamálin farin að trufla hana Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sjá meira