Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júlí 2018 15:28 Frá síðasta fundi í kjaradeilunni í liðinni viku. fréttablaðið/sigtryggur ari Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag, þann 23. júlí, í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða fund sem sáttasemjari boði til þar sem lagaleg skylda sé til þess að halda fundi á að minnsta kosti tveggja vikna fresti. Ekki sé boðað til fundarins þar sem farið sé að glitta í lausn í deilunni. Síðasti fundur í deilunni var síðastliðinn miðvikudag. Fyrir þann fund sagði Katrín Sif að ljósmæður hefðu lagt fram sínar lokakröfur sem þær myndu ekki hvika frá. Voru kröfurnar lagðar fram á fundi sem fór fram í vikunni áður. Á samningafundinn í liðinni viku lagði samninganefnd ríkisins fram móttilboð en ljósmæður höfnuðu því. Sagði Katrín Sif að loknum fundi að deilan væri í algjörum hnút og tók Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, undir það í samtali við fréttastofu. Sagðist hann jafnframt ekki sjá neinn möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra sem hljóða upp á 17 til 18 prósenta launahækkun þegar allt er tekið saman, annars vegar launahækkun og svo 170 milljónir króna sem kæmu frá velferðarráðuneytinu í gegnum stofnanasamninga til að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. Í byrjun mánaðarins samþykktu ljósmæður yfirvinnubann sem tekur gildi á miðvikudag, þann 18. júlí. Frá og með þeim degi munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30 Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag, þann 23. júlí, í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða fund sem sáttasemjari boði til þar sem lagaleg skylda sé til þess að halda fundi á að minnsta kosti tveggja vikna fresti. Ekki sé boðað til fundarins þar sem farið sé að glitta í lausn í deilunni. Síðasti fundur í deilunni var síðastliðinn miðvikudag. Fyrir þann fund sagði Katrín Sif að ljósmæður hefðu lagt fram sínar lokakröfur sem þær myndu ekki hvika frá. Voru kröfurnar lagðar fram á fundi sem fór fram í vikunni áður. Á samningafundinn í liðinni viku lagði samninganefnd ríkisins fram móttilboð en ljósmæður höfnuðu því. Sagði Katrín Sif að loknum fundi að deilan væri í algjörum hnút og tók Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, undir það í samtali við fréttastofu. Sagðist hann jafnframt ekki sjá neinn möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra sem hljóða upp á 17 til 18 prósenta launahækkun þegar allt er tekið saman, annars vegar launahækkun og svo 170 milljónir króna sem kæmu frá velferðarráðuneytinu í gegnum stofnanasamninga til að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. Í byrjun mánaðarins samþykktu ljósmæður yfirvinnubann sem tekur gildi á miðvikudag, þann 18. júlí. Frá og með þeim degi munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30 Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00
Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30
Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. 16. júlí 2018 15:32