Ásdís: Fyrsta skipti í langan tíma sem ég vissi ekki hvort ég fengi gull, silfur eða brons Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. júlí 2018 11:30 Ásdís Hjálmsdóttir vann tvö gull og eitt silfur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. Ásdís fagnar því að fá samkeppni á íslensku mótunum og er ánægð með þá kynslóð af ungum kvenkösturum sem eru að stíga upp á stóra sviðið. Ásdís hefur undanfarin ár verið ein farsælasta frjálsíþróttakona Íslands og hún fagnaði silfurverðlaununum mikið. „Ég er búin að vera að vinna þessar greinar á Íslandsmótunum núna undan farin ár, sem ég á ekki að vera að gera sem spjótkastari, en það var bara vegna þess að það vantaði stelpur í aðrar greinar,“ sagði Ásdís við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Ásdís vann silfur í kringlukasti um helgina en gull í kúluvarpi og hennar aðalgrein, spjótkasti. „Núna er að koma upp mikil breidd og mikið af ungum stúlkum. Það var ótrúlega gaman núna að í fyrsta skipti í langan tíma var ég að keppa á Meistaramóti og ég vissi ekkert hvort ég fengi gull, silfur eða bros í kringlunni.“ „Hún Thelma Lind [Kristjánsdóttir], sem vann kringluna, hún er búin að kasta lengra en ég í sumar og er að standa sig rosalega vel. Mér finnst það bara alveg æðislegt að sjá þessar ungu stelpur koma upp og ná þessum árangri og við erum að fá fleiri kvenkastara inn á stórmót.“Ásdís setti færslu á Facebook á sunnudag sem vakti mikla athygli, þar sem hún sagðist vera ánægðust með silfurverðlaunin sín af verðlaunapeningunum þremur sem hún tók með sér heim. „Ég fékk þessa spurningu, hvort ég væri pirruð yfir því að hafa tapað, en ég var ekkert að tapa gullinu, ég var að vinna silfrið vegna þess að ég hefði alveg eins geta verið í þriðja sæti. Það er miklu skemmtilegra að keppa þannig heldur en að koma inn og sækja medalíurnar því það er engin samkeppni.“ Ásdís hefur keppt á þremur Ólympíuleikum og á þar best 11. sæti frá London 2012. Hún hefur verið fastur gestur á Evrópu- og heimsmeistaramótum síðustu ár og mun taka þátt á EM í Berlín í byrjun ágúst. „Ég ætla ekki að gefa út nein svakaleg markmið fyrir þetta mót núna,“ sagði Ásdís sem er að koma til baka úr erfiðum meiðslum. „Það er búið að ganga rosalega vel núna að koma til baka. Ég er búin að kasta yfir 60 [metra] og ég á miklu meira inni. Ég þarf að bæta aðeins stöðugleika í tækninni til að vera að kasta jafnt mjög vel. En ég ætla í úrslit og ég vona að það gangi eftir.“ Ásdís varð 11. á HM í London í fyrra og í 8. sæti á EM fyrir tveimur árum. Það er jafnframt hennar besti árangur á stórmóti, að undanskildum Smáþjóðaleikunum þar sem hún hefur oftast tekið gull. Keppni í spjótkasti á EM í Berlín hefst fimmtudaginn 9. ágúst. Frjálsar íþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir vann tvö gull og eitt silfur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. Ásdís fagnar því að fá samkeppni á íslensku mótunum og er ánægð með þá kynslóð af ungum kvenkösturum sem eru að stíga upp á stóra sviðið. Ásdís hefur undanfarin ár verið ein farsælasta frjálsíþróttakona Íslands og hún fagnaði silfurverðlaununum mikið. „Ég er búin að vera að vinna þessar greinar á Íslandsmótunum núna undan farin ár, sem ég á ekki að vera að gera sem spjótkastari, en það var bara vegna þess að það vantaði stelpur í aðrar greinar,“ sagði Ásdís við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Ásdís vann silfur í kringlukasti um helgina en gull í kúluvarpi og hennar aðalgrein, spjótkasti. „Núna er að koma upp mikil breidd og mikið af ungum stúlkum. Það var ótrúlega gaman núna að í fyrsta skipti í langan tíma var ég að keppa á Meistaramóti og ég vissi ekkert hvort ég fengi gull, silfur eða bros í kringlunni.“ „Hún Thelma Lind [Kristjánsdóttir], sem vann kringluna, hún er búin að kasta lengra en ég í sumar og er að standa sig rosalega vel. Mér finnst það bara alveg æðislegt að sjá þessar ungu stelpur koma upp og ná þessum árangri og við erum að fá fleiri kvenkastara inn á stórmót.“Ásdís setti færslu á Facebook á sunnudag sem vakti mikla athygli, þar sem hún sagðist vera ánægðust með silfurverðlaunin sín af verðlaunapeningunum þremur sem hún tók með sér heim. „Ég fékk þessa spurningu, hvort ég væri pirruð yfir því að hafa tapað, en ég var ekkert að tapa gullinu, ég var að vinna silfrið vegna þess að ég hefði alveg eins geta verið í þriðja sæti. Það er miklu skemmtilegra að keppa þannig heldur en að koma inn og sækja medalíurnar því það er engin samkeppni.“ Ásdís hefur keppt á þremur Ólympíuleikum og á þar best 11. sæti frá London 2012. Hún hefur verið fastur gestur á Evrópu- og heimsmeistaramótum síðustu ár og mun taka þátt á EM í Berlín í byrjun ágúst. „Ég ætla ekki að gefa út nein svakaleg markmið fyrir þetta mót núna,“ sagði Ásdís sem er að koma til baka úr erfiðum meiðslum. „Það er búið að ganga rosalega vel núna að koma til baka. Ég er búin að kasta yfir 60 [metra] og ég á miklu meira inni. Ég þarf að bæta aðeins stöðugleika í tækninni til að vera að kasta jafnt mjög vel. En ég ætla í úrslit og ég vona að það gangi eftir.“ Ásdís varð 11. á HM í London í fyrra og í 8. sæti á EM fyrir tveimur árum. Það er jafnframt hennar besti árangur á stórmóti, að undanskildum Smáþjóðaleikunum þar sem hún hefur oftast tekið gull. Keppni í spjótkasti á EM í Berlín hefst fimmtudaginn 9. ágúst.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Sjá meira