Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2018 19:00 Hundruð mættu til mótmæla til stuðnings ljósmæðrum á Austurvelli í dag. Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. Mótmælendur sendu ríkisstjórninni skýr skilaboð og gáfu henni rauða spjaldið. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti. Þá munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Hátt í þrjátíu ljósmæður hafa sagt upp störfum og segja forsvarsmenn landspítalans ástandið þungt og hafði fólk ýmis skilaboð til ríkisstjórnarinnar í dag. „Ef þið þarna inni væruð raunverulega klók, færu meirihluti fjármunir okkar sem þið spilið með í börnin og fólkið sem hugsar um börnin okkar,” sagði Andrea Eyland fundarstjóri í ræðu sinni. Oddný, Helga Ýr og Berglind sem allar eiga von á barni segja kvíða einkenna meðgönguna og óviðunandi sé að deilan dragist svona á langinn. Áhyggjurnar eru aðallega að það verði engar starfandi ljósmæður. „Mínar stærstu áhyggjur eru að það verði engar vinnandi ljósmæður enn þá. Það verður kannski enginn til að taka á móti börnunum okkar,” sagði Berglind Bjarnadóttir um ástandið og Oddný Arnarsdóttir bætir við; „ég á að fara í gangsetningu í næstu viku og samkvæmt því sem er í gangi núna þá voru tvær sendar heim í dag sem áttu planaða gangsetningu. Án þess að vita hvenær þær ættu að koma næst,” sagði hún og er áhyggjufull um hvernig fer hjá sér. Helga Ýr Erlendsdóttir tekur undir með þeim og segist ekki lítast á blikuna. Ljósmæður segja stuðninginn sýna hversu réttlát barátta þetta er sem þær eiga í. Þær ávörpuðu fundinn; „Takk takk fyrir stuðninginn,” sögðu þær. „Lausnin er vissulega sú að það verði bara samið við okkur. Peningarnir eru til það vantar bara viljann. Við bíðum bara eftir símtalinu og erum tilbúnar til að mæta til fundar til að skrifa undir samninga hvenær sem er,” segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. Forstjóri Landspítalans segir stöðu deilunnar verða enn alvarlegri þegar yfirvinnubannið bætist við. Þetta er nú þegar mikið álag á starfsfólk spítalans og hann bendir á að deiluaðilar þurfi að leggja nótt við dag til að leysa málið. “Við erum alltaf að uppfæra okkar neyðaráætlanir. Það er þó ákveðin kostur í verkfalli að það er verklag og það er undanþágunefnd. Þá er hægt að kalla inn fólk. En þetta er allt mjög tæpt nú þegar vegna þess hversu fáliðuð við erum. Auk þess eru allar þessar aðgerðir í júlí sem er álagsmánuður á kvennadeild,” segir Páll Matthíasson. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Sjá meira
Hundruð mættu til mótmæla til stuðnings ljósmæðrum á Austurvelli í dag. Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. Mótmælendur sendu ríkisstjórninni skýr skilaboð og gáfu henni rauða spjaldið. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti. Þá munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Hátt í þrjátíu ljósmæður hafa sagt upp störfum og segja forsvarsmenn landspítalans ástandið þungt og hafði fólk ýmis skilaboð til ríkisstjórnarinnar í dag. „Ef þið þarna inni væruð raunverulega klók, færu meirihluti fjármunir okkar sem þið spilið með í börnin og fólkið sem hugsar um börnin okkar,” sagði Andrea Eyland fundarstjóri í ræðu sinni. Oddný, Helga Ýr og Berglind sem allar eiga von á barni segja kvíða einkenna meðgönguna og óviðunandi sé að deilan dragist svona á langinn. Áhyggjurnar eru aðallega að það verði engar starfandi ljósmæður. „Mínar stærstu áhyggjur eru að það verði engar vinnandi ljósmæður enn þá. Það verður kannski enginn til að taka á móti börnunum okkar,” sagði Berglind Bjarnadóttir um ástandið og Oddný Arnarsdóttir bætir við; „ég á að fara í gangsetningu í næstu viku og samkvæmt því sem er í gangi núna þá voru tvær sendar heim í dag sem áttu planaða gangsetningu. Án þess að vita hvenær þær ættu að koma næst,” sagði hún og er áhyggjufull um hvernig fer hjá sér. Helga Ýr Erlendsdóttir tekur undir með þeim og segist ekki lítast á blikuna. Ljósmæður segja stuðninginn sýna hversu réttlát barátta þetta er sem þær eiga í. Þær ávörpuðu fundinn; „Takk takk fyrir stuðninginn,” sögðu þær. „Lausnin er vissulega sú að það verði bara samið við okkur. Peningarnir eru til það vantar bara viljann. Við bíðum bara eftir símtalinu og erum tilbúnar til að mæta til fundar til að skrifa undir samninga hvenær sem er,” segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. Forstjóri Landspítalans segir stöðu deilunnar verða enn alvarlegri þegar yfirvinnubannið bætist við. Þetta er nú þegar mikið álag á starfsfólk spítalans og hann bendir á að deiluaðilar þurfi að leggja nótt við dag til að leysa málið. “Við erum alltaf að uppfæra okkar neyðaráætlanir. Það er þó ákveðin kostur í verkfalli að það er verklag og það er undanþágunefnd. Þá er hægt að kalla inn fólk. En þetta er allt mjög tæpt nú þegar vegna þess hversu fáliðuð við erum. Auk þess eru allar þessar aðgerðir í júlí sem er álagsmánuður á kvennadeild,” segir Páll Matthíasson.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Sjá meira