Fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2018 15:08 Frá tröppum þinghússins við Austurvöll í gær eftir mótmæli sem boðað var til vegna stöðunnar í ljósmæðradeilunni. fréttablaðið/anton brink Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. Áður hafði verið búið að boða fund næstkomandi mánudag klukkan 10 en sáttasemjara ber lagaleg skylda til að halda fund að minnsta kosti á tveggja vikna fresti. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir í samtali við Vísi að það hafi verið boðað til fundar næsta mánudag en það hafi alltaf staðið til að þegar eitthvað breytist í deilunni þá yrði boðað fyrr til fundar. „Ég met það svo vegna alvarleika stöðunnar sem upp er komin í deilunni, og hefur nú verið fjallað um í fjölmiðlum síðasta sólarhring eða svo, þá sé að minnsta kosti rétt að deiluaðilar komi fyrr saman. Þannig að það stendur til að hafa fund á morgun, að minnsta kosti stöðumatsfund,“ segir Bryndís.Deilan í þeim hnút að ekki hefur verið efni til að ræða á fundum Aðspurð hvort eitthvað nýtt tilboð liggi á borðinu frá annarri hvorri samninganefndinni eða hvort að hún hyggist leggja fram sáttatillögu á fundinum á morgun kveðst Bryndís ekkert geta tjáð sig um það. „En ég er alltaf að velta fyrir mér slíkum úrræðum og þeim verður beitt um leið og ég sé fyrir mér að það sé eitthvað sem geti leyst deiluna. Ég er alltaf að skoða þau úrræði sem ég hef hvort þau séu tæk og hef verið í sambandi við deiluaðila nánast daglega síðustu daga og hef fylgst vel með og er alltaf að skoða það hvort það séu einhverjir fletir,“ segir Bryndís. Undanfarna daga hafa ýmsir lýst yfir furðu varðandi það að ekki sé fundað oftar en á tveggja vikna fresti, meðal annars Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Alma D. Möller, landlæknir. Varðandi þetta segir Bryndís að það standi hvorki á henni né samninganefndunum að funda. „Það er ekki vandamálið og hefur ekki verið vandamálið. Hins vegar hefur staðan í raun og veru verið í þeim hnút að það hefur ekki verið efni til að ræða á fundum.“ Bryndís segir að á síðasta fundi hafi verið skilið við verkefnið þannig að það yrði fundað í síðasta lagi næstkomandi mánudag en fyrr um leið og eitthvað tilefni gæfist til. „Í ljósi yfirlýsinga bæði frá landlækni og forstjóra Landspítalans þá er staðan mjög alvarleg og þá vildi ég kalla deiluaðila saman og hvort það væru mögulega einhverjir aðrir fletir komnir í málið núna,“ segir Bryndís.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00 Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23 Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Sjá meira
Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. Áður hafði verið búið að boða fund næstkomandi mánudag klukkan 10 en sáttasemjara ber lagaleg skylda til að halda fund að minnsta kosti á tveggja vikna fresti. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir í samtali við Vísi að það hafi verið boðað til fundar næsta mánudag en það hafi alltaf staðið til að þegar eitthvað breytist í deilunni þá yrði boðað fyrr til fundar. „Ég met það svo vegna alvarleika stöðunnar sem upp er komin í deilunni, og hefur nú verið fjallað um í fjölmiðlum síðasta sólarhring eða svo, þá sé að minnsta kosti rétt að deiluaðilar komi fyrr saman. Þannig að það stendur til að hafa fund á morgun, að minnsta kosti stöðumatsfund,“ segir Bryndís.Deilan í þeim hnút að ekki hefur verið efni til að ræða á fundum Aðspurð hvort eitthvað nýtt tilboð liggi á borðinu frá annarri hvorri samninganefndinni eða hvort að hún hyggist leggja fram sáttatillögu á fundinum á morgun kveðst Bryndís ekkert geta tjáð sig um það. „En ég er alltaf að velta fyrir mér slíkum úrræðum og þeim verður beitt um leið og ég sé fyrir mér að það sé eitthvað sem geti leyst deiluna. Ég er alltaf að skoða þau úrræði sem ég hef hvort þau séu tæk og hef verið í sambandi við deiluaðila nánast daglega síðustu daga og hef fylgst vel með og er alltaf að skoða það hvort það séu einhverjir fletir,“ segir Bryndís. Undanfarna daga hafa ýmsir lýst yfir furðu varðandi það að ekki sé fundað oftar en á tveggja vikna fresti, meðal annars Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og Alma D. Möller, landlæknir. Varðandi þetta segir Bryndís að það standi hvorki á henni né samninganefndunum að funda. „Það er ekki vandamálið og hefur ekki verið vandamálið. Hins vegar hefur staðan í raun og veru verið í þeim hnút að það hefur ekki verið efni til að ræða á fundum.“ Bryndís segir að á síðasta fundi hafi verið skilið við verkefnið þannig að það yrði fundað í síðasta lagi næstkomandi mánudag en fyrr um leið og eitthvað tilefni gæfist til. „Í ljósi yfirlýsinga bæði frá landlækni og forstjóra Landspítalans þá er staðan mjög alvarleg og þá vildi ég kalla deiluaðila saman og hvort það væru mögulega einhverjir aðrir fletir komnir í málið núna,“ segir Bryndís.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00 Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23 Mest lesið Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Fleiri fréttir Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Sjá meira
Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. 17. júlí 2018 19:00
Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00
Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23