Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2018 10:32 Kjaranefnd ljósmæðra í húsakynnum ríkissáttasemjara við upphaf fundarins í morgun. vísir/einar árnason Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram. Samningafundur í kjaradeilu þeirra við ríkið hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. „Staðan er þannig að við erum komnar í okkar allra lægstu kröfur. Það er alveg sama þó að við myndum skrifa undir eitthvað hér, ljósmæður snúa ekki til starfa nema þær fái leiðréttingu á sínum kjörum,“ segir Katrín Sif. Hún segir að kjaranefnd ljósmæðra sé mætt til ríkissáttasemjara til þess að vinna í því að skrifa undir samninga. Lausn er ekki í sjónmáli ef marka má orð Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara, á RÚV í morgun. Katrín kveðst vonast til að fundurinn í dag verði ekki til einskis. „Það er komið neyðarástand á stofnunum og ég skil ekki að fólk hafi umboð til þess að koma svona fram, hreinlega. Verðmætamatið er algjörlega út úr öll kortum,“ segir Katrín. Aðspurð hvort hún telji einhverjar líkur á því að deilan verði send í gerðardóm segist Katrín ekki vita það á þessari stundu.En á hún von á því að það verði sett lög á yfirvinnubann ljósmæðra, sem staðið hefur í tæpan einn og hálfan sólarhring, skili fundurinn í dag engum árangri? „Það kæmi mér ekkert á óvart í ljósi sögunnar. Það hafa öll verkfallsvopn verið slegin úr okkar höndum í gegnum tíðina þannig að það kæmi mér ekkert á óvart en það er engin lausn fólgin í því. Þú neyðir fólk ekki til þess að mæta í vinnu með lagasetningu. Nú eru ljósmæður að snúa frá störfum og hafa margar snúið frá störfum og þú neyðir þær ekki til þess að sækja um þessi störf aftur með lagasetningu,“ segir Katrín. Uppfært klukkan 11:59: Nú skömmu fyrir klukkan 12 var gert fundarhlé en fundurinn hófst ekki fyrr en 11:20 þar sem samninganefndir funduðu fyrst í sitthvoru lagi. Þær funda nú aftur í sitthvoru lagi og gátu lítið sagt um stöðuna eða hvernig dagurinn þróast fyrir þá fundi. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram. Samningafundur í kjaradeilu þeirra við ríkið hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. „Staðan er þannig að við erum komnar í okkar allra lægstu kröfur. Það er alveg sama þó að við myndum skrifa undir eitthvað hér, ljósmæður snúa ekki til starfa nema þær fái leiðréttingu á sínum kjörum,“ segir Katrín Sif. Hún segir að kjaranefnd ljósmæðra sé mætt til ríkissáttasemjara til þess að vinna í því að skrifa undir samninga. Lausn er ekki í sjónmáli ef marka má orð Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara, á RÚV í morgun. Katrín kveðst vonast til að fundurinn í dag verði ekki til einskis. „Það er komið neyðarástand á stofnunum og ég skil ekki að fólk hafi umboð til þess að koma svona fram, hreinlega. Verðmætamatið er algjörlega út úr öll kortum,“ segir Katrín. Aðspurð hvort hún telji einhverjar líkur á því að deilan verði send í gerðardóm segist Katrín ekki vita það á þessari stundu.En á hún von á því að það verði sett lög á yfirvinnubann ljósmæðra, sem staðið hefur í tæpan einn og hálfan sólarhring, skili fundurinn í dag engum árangri? „Það kæmi mér ekkert á óvart í ljósi sögunnar. Það hafa öll verkfallsvopn verið slegin úr okkar höndum í gegnum tíðina þannig að það kæmi mér ekkert á óvart en það er engin lausn fólgin í því. Þú neyðir fólk ekki til þess að mæta í vinnu með lagasetningu. Nú eru ljósmæður að snúa frá störfum og hafa margar snúið frá störfum og þú neyðir þær ekki til þess að sækja um þessi störf aftur með lagasetningu,“ segir Katrín. Uppfært klukkan 11:59: Nú skömmu fyrir klukkan 12 var gert fundarhlé en fundurinn hófst ekki fyrr en 11:20 þar sem samninganefndir funduðu fyrst í sitthvoru lagi. Þær funda nú aftur í sitthvoru lagi og gátu lítið sagt um stöðuna eða hvernig dagurinn þróast fyrir þá fundi.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00