Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júlí 2018 10:15 Á annan tug ljósmæðra kvöddu ljósmæðrastarfið í gær. Skjáskot/Facebook Að minnsta kosti 19 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. Nokkrar til viðbótar hafa nú þegar sagt upp og vinna uppsagnarfrestinn sinn núna. Landspítalinn hefur sett upp sérstaka aðgerðaáætlun til að bregðast við uppsögnum 12 ljósmæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild spítalans sem luku störfum í gær. Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í vikunni. Þær ljósmæður sem eru enn starfandi innan stéttarinnar eru sorgmæddar yfir ástandinu og verðandi foreldrar eru áhyggjufullir yfir óvisunni. Hér að neðan má sjá kveðjur sem nokkrar ljósmæður birtu á samfélagsmiðlum í gær. Guðrún Pálsdóttir hefur nú hætt sem ljósmóðir eftir 20 ára starf á Landspítalanum. „Fokkmerkið á enninu orðið að öri og varanlegur skaði á ljósmóðurhjartanu,“ skrifar ljósmóðirinin Margrét Unnur Sigtryggsdóttir. „Draumastarfið lagt á hilluna,“ skrifar Kristín Helga Einarsdóttir ljósmóðir. Guðrún Fema Ágústsdóttir, María Rebekka Þórisdóttir, Guðrún Gunnlaugsdóttir, Signý Scheving Þórarinsdóttir og Elín Anna Gunnarsdóttir eru á meðal þeirra ljósmæðra sem kláruðu að vinna uppsagnarfrest sinn í gær. Þær lögðu í kjölfarið „skóna á hilluna“ og stimpluðu sig út af Landspítalanum. „Mér er hugsað til allra þeirra kvenna/para sem eiga von á barni nú í sumar. Þær/þau eiga ekki að þurfa upplifa það óöryggi sem nú blasir við, um að fá ekki þá þjónustu sem þau eiga skilið og ljósmæður vilja svo sannarlega veita þeim. Mér er hugsað til þeirra ljósmæðra sem eftir verða, þær standa vaktina í von og óvon um hvort þær nái að sinna þeim konum/pörum sem til þeirra leita.“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir segir að Landspítalinn hafi kvatt sig með rúmlega 300 þúsund í laun fyrir júní mánuð. „Takk fyrir mig.“ María Egilsdóttir ljósmóðir kvaddi líka Landspítalann í gær og vonar að það opnist nýr gluggi þar sem þessi hurð hefur lokast. Hilda Friðfinnsdóttir yfirljósmóðir á meðgöngu- og sængurlegudeild sagðist ekki eiga orð til að lýsa tilfinningum sínum yfir ástandinu sem nú hefur myndast. „Þetta var stuttur fundur og innihaldsrýr. Það voru svolítið skilaboð samninganefndar ríkisins að við værum komin á byrjunarreit,“ sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélagsins í samtali við fréttastofu eftir síðasta fund. Næst verður fundað á fimmtudag. Kjaramál Tengdar fréttir Yfirvinnubann ljósmæðra er nú í kortunum Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í gær. 29. júní 2018 06:00 Engin niðurstaða í kjaradeilu ljósmæðra: „Þetta var ekki góður dagur“ Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú á tólfta tímanum án árangurs. 28. júní 2018 12:00 Yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra: Barnshafandi kona segir óvissuna valda mestum áhyggjum Steinunn Helga Sigurðardóttir er ólétt. Hún á að eiga 20. júlí og er í dag akkúrat gengin 37 vikur. Hún skrifaði grein á Vísi í gærkvöldi vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en í greininni lýsti hún ólgu í bumbuhópnum sínum á Facebook og sagði að yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra væru farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. 29. júní 2018 12:30 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Að minnsta kosti 19 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. Nokkrar til viðbótar hafa nú þegar sagt upp og vinna uppsagnarfrestinn sinn núna. Landspítalinn hefur sett upp sérstaka aðgerðaáætlun til að bregðast við uppsögnum 12 ljósmæðra á meðgöngu- og sængurlegudeild spítalans sem luku störfum í gær. Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í vikunni. Þær ljósmæður sem eru enn starfandi innan stéttarinnar eru sorgmæddar yfir ástandinu og verðandi foreldrar eru áhyggjufullir yfir óvisunni. Hér að neðan má sjá kveðjur sem nokkrar ljósmæður birtu á samfélagsmiðlum í gær. Guðrún Pálsdóttir hefur nú hætt sem ljósmóðir eftir 20 ára starf á Landspítalanum. „Fokkmerkið á enninu orðið að öri og varanlegur skaði á ljósmóðurhjartanu,“ skrifar ljósmóðirinin Margrét Unnur Sigtryggsdóttir. „Draumastarfið lagt á hilluna,“ skrifar Kristín Helga Einarsdóttir ljósmóðir. Guðrún Fema Ágústsdóttir, María Rebekka Þórisdóttir, Guðrún Gunnlaugsdóttir, Signý Scheving Þórarinsdóttir og Elín Anna Gunnarsdóttir eru á meðal þeirra ljósmæðra sem kláruðu að vinna uppsagnarfrest sinn í gær. Þær lögðu í kjölfarið „skóna á hilluna“ og stimpluðu sig út af Landspítalanum. „Mér er hugsað til allra þeirra kvenna/para sem eiga von á barni nú í sumar. Þær/þau eiga ekki að þurfa upplifa það óöryggi sem nú blasir við, um að fá ekki þá þjónustu sem þau eiga skilið og ljósmæður vilja svo sannarlega veita þeim. Mér er hugsað til þeirra ljósmæðra sem eftir verða, þær standa vaktina í von og óvon um hvort þær nái að sinna þeim konum/pörum sem til þeirra leita.“ Ella Björg Rögnvaldsdóttir segir að Landspítalinn hafi kvatt sig með rúmlega 300 þúsund í laun fyrir júní mánuð. „Takk fyrir mig.“ María Egilsdóttir ljósmóðir kvaddi líka Landspítalann í gær og vonar að það opnist nýr gluggi þar sem þessi hurð hefur lokast. Hilda Friðfinnsdóttir yfirljósmóðir á meðgöngu- og sængurlegudeild sagðist ekki eiga orð til að lýsa tilfinningum sínum yfir ástandinu sem nú hefur myndast. „Þetta var stuttur fundur og innihaldsrýr. Það voru svolítið skilaboð samninganefndar ríkisins að við værum komin á byrjunarreit,“ sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélagsins í samtali við fréttastofu eftir síðasta fund. Næst verður fundað á fimmtudag.
Kjaramál Tengdar fréttir Yfirvinnubann ljósmæðra er nú í kortunum Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í gær. 29. júní 2018 06:00 Engin niðurstaða í kjaradeilu ljósmæðra: „Þetta var ekki góður dagur“ Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú á tólfta tímanum án árangurs. 28. júní 2018 12:00 Yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra: Barnshafandi kona segir óvissuna valda mestum áhyggjum Steinunn Helga Sigurðardóttir er ólétt. Hún á að eiga 20. júlí og er í dag akkúrat gengin 37 vikur. Hún skrifaði grein á Vísi í gærkvöldi vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en í greininni lýsti hún ólgu í bumbuhópnum sínum á Facebook og sagði að yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra væru farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. 29. júní 2018 12:30 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Yfirvinnubann ljósmæðra er nú í kortunum Engin niðurstaða varð á fundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í gær. 29. júní 2018 06:00
Engin niðurstaða í kjaradeilu ljósmæðra: „Þetta var ekki góður dagur“ Sáttafundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú á tólfta tímanum án árangurs. 28. júní 2018 12:00
Yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra: Barnshafandi kona segir óvissuna valda mestum áhyggjum Steinunn Helga Sigurðardóttir er ólétt. Hún á að eiga 20. júlí og er í dag akkúrat gengin 37 vikur. Hún skrifaði grein á Vísi í gærkvöldi vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en í greininni lýsti hún ólgu í bumbuhópnum sínum á Facebook og sagði að yfirvofandi aðgerðir ljósmæðra væru farnar að valda verðandi mæðrum miklum kvíða og vanlíðan. 29. júní 2018 12:30