Opinberar aftökur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 2. júlí 2018 10:00 Það er nokkur vandi að vera manneskja enda hendir flesta að misstíga sig á ævinni. Yfirleitt stendur viðkomandi upp eftir að hafa hrasað og heldur áfram að lifa. Hann hefur lært af mistökum sínum og hefur engan áhuga á að endurtaka þau. Hann vill lifa lífinu sem almennileg manneskja. Þetta er þó ekki reynsla allra því stöðugt berast dapurlegar sögur af einstaklingum sem brjóta af sér, falla og rísa upp en falla síðan aftur. Svo kemur að því að þeir hafa brotið flestar, kannski allar, brýr að baki sér, starfsferlinum virðist lokið, æran er farin og verður ekki svo auðveldlega endurheimt. Hin dapurlega staðreynd er að viðkomandi getur engum um kennt nema sjálfum sér. Það jafngildir þó ekki því að leyfilegt sé að efna til opinberrar aftöku á honum. Það hefur aldrei þótt stórmannlegt að sparka í liggjandi mann. Samt er hneigðin til þess afar áberandi á samtíma okkar. Það er engu líkara en það þyki sjálfsagt mál að brennimerkja rækilega einstakling sem hefur brotið af sér eða er talinn hafa farið út af sporinu. Það nægir engan veginn að mál hans fari í ákveðið ferli, slíkt þykir sýna óþarfa mildi og tekur auk þess tíma. Dómstóll götunnar er fljótur að kveða upp úrskurð sinn. Hann er ekkert sérstaklega að kynna sér staðreyndir mála því það kostar óþarfa fyrirhöfn enda telur þessi sjálfskipaði dómstóll þær liggja fyrir. Þegar ofsinn hjá dómstóli götunnar er sem mestur er engu líkara en hópur hrægamma hafi steypt sér yfir bráð sína í þeim tilgangi að rífa hana á hol. Hrikaleg dæmi finnast um mótmæli og múgsefjun vegna ásakana sem engin stoð reyndist síðan fyrir. Þá fer ansi lítið fyrir iðran þeirra sem hæst létu. Dómstóll götunnar tekur sér umboð til að fordæma og virðist beinlínis ætlast til að einstaklingi eða einstaklingum sem brjóta af sér sé útskúfað úr mannlegu samfélagi. Það skiptir engu þótt viðkomandi iðrist opinberlega og segist vilja taka sig á. Hann á ekki að fá vinnu í sínu fagi og glími hann við fíkn er sá sjúkdómur sagður vera eins og hver annar kvilli sem hann hefði átt að hrista auðveldlega af sér fyrir löngu. Hinar sjálfskipuðu refsinornir tala síðan eins og allir sem vilja ekki taka þátt í æsingafullri fordæmingu þeirra séu að leggja blessun sína yfir brotin sem hafa verið framin. Það er alls ekki svo. Sannarlega verður hver og einn einstaklingur að taka afleiðingum gjörða sinna, en það jafngildir ekki því að aðrir eigi að láta það eftir sér að breytast í lýð sem gefur sig múgæsingu á vald. Það munu alltaf verða til hópar sem stunda opinberar aftökur. Það er mikilvægt að þeim séu send þau skilaboð að slíkt sé ekki í lagi. Þessum hópum má ekki mæta með þögn. Þeir gætu auðveldlega túlkað þá þögn sem samþykki og færst enn í aukana. Á því þurfum við síst að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Það er nokkur vandi að vera manneskja enda hendir flesta að misstíga sig á ævinni. Yfirleitt stendur viðkomandi upp eftir að hafa hrasað og heldur áfram að lifa. Hann hefur lært af mistökum sínum og hefur engan áhuga á að endurtaka þau. Hann vill lifa lífinu sem almennileg manneskja. Þetta er þó ekki reynsla allra því stöðugt berast dapurlegar sögur af einstaklingum sem brjóta af sér, falla og rísa upp en falla síðan aftur. Svo kemur að því að þeir hafa brotið flestar, kannski allar, brýr að baki sér, starfsferlinum virðist lokið, æran er farin og verður ekki svo auðveldlega endurheimt. Hin dapurlega staðreynd er að viðkomandi getur engum um kennt nema sjálfum sér. Það jafngildir þó ekki því að leyfilegt sé að efna til opinberrar aftöku á honum. Það hefur aldrei þótt stórmannlegt að sparka í liggjandi mann. Samt er hneigðin til þess afar áberandi á samtíma okkar. Það er engu líkara en það þyki sjálfsagt mál að brennimerkja rækilega einstakling sem hefur brotið af sér eða er talinn hafa farið út af sporinu. Það nægir engan veginn að mál hans fari í ákveðið ferli, slíkt þykir sýna óþarfa mildi og tekur auk þess tíma. Dómstóll götunnar er fljótur að kveða upp úrskurð sinn. Hann er ekkert sérstaklega að kynna sér staðreyndir mála því það kostar óþarfa fyrirhöfn enda telur þessi sjálfskipaði dómstóll þær liggja fyrir. Þegar ofsinn hjá dómstóli götunnar er sem mestur er engu líkara en hópur hrægamma hafi steypt sér yfir bráð sína í þeim tilgangi að rífa hana á hol. Hrikaleg dæmi finnast um mótmæli og múgsefjun vegna ásakana sem engin stoð reyndist síðan fyrir. Þá fer ansi lítið fyrir iðran þeirra sem hæst létu. Dómstóll götunnar tekur sér umboð til að fordæma og virðist beinlínis ætlast til að einstaklingi eða einstaklingum sem brjóta af sér sé útskúfað úr mannlegu samfélagi. Það skiptir engu þótt viðkomandi iðrist opinberlega og segist vilja taka sig á. Hann á ekki að fá vinnu í sínu fagi og glími hann við fíkn er sá sjúkdómur sagður vera eins og hver annar kvilli sem hann hefði átt að hrista auðveldlega af sér fyrir löngu. Hinar sjálfskipuðu refsinornir tala síðan eins og allir sem vilja ekki taka þátt í æsingafullri fordæmingu þeirra séu að leggja blessun sína yfir brotin sem hafa verið framin. Það er alls ekki svo. Sannarlega verður hver og einn einstaklingur að taka afleiðingum gjörða sinna, en það jafngildir ekki því að aðrir eigi að láta það eftir sér að breytast í lýð sem gefur sig múgæsingu á vald. Það munu alltaf verða til hópar sem stunda opinberar aftökur. Það er mikilvægt að þeim séu send þau skilaboð að slíkt sé ekki í lagi. Þessum hópum má ekki mæta með þögn. Þeir gætu auðveldlega túlkað þá þögn sem samþykki og færst enn í aukana. Á því þurfum við síst að halda.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun