Opinberar aftökur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 2. júlí 2018 10:00 Það er nokkur vandi að vera manneskja enda hendir flesta að misstíga sig á ævinni. Yfirleitt stendur viðkomandi upp eftir að hafa hrasað og heldur áfram að lifa. Hann hefur lært af mistökum sínum og hefur engan áhuga á að endurtaka þau. Hann vill lifa lífinu sem almennileg manneskja. Þetta er þó ekki reynsla allra því stöðugt berast dapurlegar sögur af einstaklingum sem brjóta af sér, falla og rísa upp en falla síðan aftur. Svo kemur að því að þeir hafa brotið flestar, kannski allar, brýr að baki sér, starfsferlinum virðist lokið, æran er farin og verður ekki svo auðveldlega endurheimt. Hin dapurlega staðreynd er að viðkomandi getur engum um kennt nema sjálfum sér. Það jafngildir þó ekki því að leyfilegt sé að efna til opinberrar aftöku á honum. Það hefur aldrei þótt stórmannlegt að sparka í liggjandi mann. Samt er hneigðin til þess afar áberandi á samtíma okkar. Það er engu líkara en það þyki sjálfsagt mál að brennimerkja rækilega einstakling sem hefur brotið af sér eða er talinn hafa farið út af sporinu. Það nægir engan veginn að mál hans fari í ákveðið ferli, slíkt þykir sýna óþarfa mildi og tekur auk þess tíma. Dómstóll götunnar er fljótur að kveða upp úrskurð sinn. Hann er ekkert sérstaklega að kynna sér staðreyndir mála því það kostar óþarfa fyrirhöfn enda telur þessi sjálfskipaði dómstóll þær liggja fyrir. Þegar ofsinn hjá dómstóli götunnar er sem mestur er engu líkara en hópur hrægamma hafi steypt sér yfir bráð sína í þeim tilgangi að rífa hana á hol. Hrikaleg dæmi finnast um mótmæli og múgsefjun vegna ásakana sem engin stoð reyndist síðan fyrir. Þá fer ansi lítið fyrir iðran þeirra sem hæst létu. Dómstóll götunnar tekur sér umboð til að fordæma og virðist beinlínis ætlast til að einstaklingi eða einstaklingum sem brjóta af sér sé útskúfað úr mannlegu samfélagi. Það skiptir engu þótt viðkomandi iðrist opinberlega og segist vilja taka sig á. Hann á ekki að fá vinnu í sínu fagi og glími hann við fíkn er sá sjúkdómur sagður vera eins og hver annar kvilli sem hann hefði átt að hrista auðveldlega af sér fyrir löngu. Hinar sjálfskipuðu refsinornir tala síðan eins og allir sem vilja ekki taka þátt í æsingafullri fordæmingu þeirra séu að leggja blessun sína yfir brotin sem hafa verið framin. Það er alls ekki svo. Sannarlega verður hver og einn einstaklingur að taka afleiðingum gjörða sinna, en það jafngildir ekki því að aðrir eigi að láta það eftir sér að breytast í lýð sem gefur sig múgæsingu á vald. Það munu alltaf verða til hópar sem stunda opinberar aftökur. Það er mikilvægt að þeim séu send þau skilaboð að slíkt sé ekki í lagi. Þessum hópum má ekki mæta með þögn. Þeir gætu auðveldlega túlkað þá þögn sem samþykki og færst enn í aukana. Á því þurfum við síst að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Það er nokkur vandi að vera manneskja enda hendir flesta að misstíga sig á ævinni. Yfirleitt stendur viðkomandi upp eftir að hafa hrasað og heldur áfram að lifa. Hann hefur lært af mistökum sínum og hefur engan áhuga á að endurtaka þau. Hann vill lifa lífinu sem almennileg manneskja. Þetta er þó ekki reynsla allra því stöðugt berast dapurlegar sögur af einstaklingum sem brjóta af sér, falla og rísa upp en falla síðan aftur. Svo kemur að því að þeir hafa brotið flestar, kannski allar, brýr að baki sér, starfsferlinum virðist lokið, æran er farin og verður ekki svo auðveldlega endurheimt. Hin dapurlega staðreynd er að viðkomandi getur engum um kennt nema sjálfum sér. Það jafngildir þó ekki því að leyfilegt sé að efna til opinberrar aftöku á honum. Það hefur aldrei þótt stórmannlegt að sparka í liggjandi mann. Samt er hneigðin til þess afar áberandi á samtíma okkar. Það er engu líkara en það þyki sjálfsagt mál að brennimerkja rækilega einstakling sem hefur brotið af sér eða er talinn hafa farið út af sporinu. Það nægir engan veginn að mál hans fari í ákveðið ferli, slíkt þykir sýna óþarfa mildi og tekur auk þess tíma. Dómstóll götunnar er fljótur að kveða upp úrskurð sinn. Hann er ekkert sérstaklega að kynna sér staðreyndir mála því það kostar óþarfa fyrirhöfn enda telur þessi sjálfskipaði dómstóll þær liggja fyrir. Þegar ofsinn hjá dómstóli götunnar er sem mestur er engu líkara en hópur hrægamma hafi steypt sér yfir bráð sína í þeim tilgangi að rífa hana á hol. Hrikaleg dæmi finnast um mótmæli og múgsefjun vegna ásakana sem engin stoð reyndist síðan fyrir. Þá fer ansi lítið fyrir iðran þeirra sem hæst létu. Dómstóll götunnar tekur sér umboð til að fordæma og virðist beinlínis ætlast til að einstaklingi eða einstaklingum sem brjóta af sér sé útskúfað úr mannlegu samfélagi. Það skiptir engu þótt viðkomandi iðrist opinberlega og segist vilja taka sig á. Hann á ekki að fá vinnu í sínu fagi og glími hann við fíkn er sá sjúkdómur sagður vera eins og hver annar kvilli sem hann hefði átt að hrista auðveldlega af sér fyrir löngu. Hinar sjálfskipuðu refsinornir tala síðan eins og allir sem vilja ekki taka þátt í æsingafullri fordæmingu þeirra séu að leggja blessun sína yfir brotin sem hafa verið framin. Það er alls ekki svo. Sannarlega verður hver og einn einstaklingur að taka afleiðingum gjörða sinna, en það jafngildir ekki því að aðrir eigi að láta það eftir sér að breytast í lýð sem gefur sig múgæsingu á vald. Það munu alltaf verða til hópar sem stunda opinberar aftökur. Það er mikilvægt að þeim séu send þau skilaboð að slíkt sé ekki í lagi. Þessum hópum má ekki mæta með þögn. Þeir gætu auðveldlega túlkað þá þögn sem samþykki og færst enn í aukana. Á því þurfum við síst að halda.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun