Yfirmenn heilbrigðiskerfisins fyrir velferðarnefnd vegna ljósmæðra Heimir Már Pétursson skrifar 3. júlí 2018 12:12 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra. Fulltrúi í nefndinni segir þetta ástand ekki geta varað lengur þótt vissulega þurfi að horfa til samninga annarra hópa þegar samið verði við ljósmæður. Síðasti sáttafundur í kjaradeilu ljósmæðra var hjá ríkissáttasemjara síðast liðinn fimmtudag og hefur ekki verið boðað til annars fundar fyrr en á næsta fimmtudag. Deiluaðilar segja samninga á byrjunarreit eftir að undirritaður samningur var felldur í síðasta mánuði. Tólf ljósmæður hafa þegar hætt störfum á Landspítalanum en átján uppsagnir til viðbótar taka gildi á næstu þremur mánuðum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir varamaður Ólafs Þórs Gunnarssonar þingmanns Vinstri grænna í velferðarnefnd Alþingis segist hafa áhyggjur af stöðunni neins og þorri allra landsmanna. „Enda svosem ástæða til. Þetta er mikilvæg stétt eins og svo margar aðrar bæði í heilbrigðisgeiranum og annars staðar. Þetta er búið að vara of lengi og það þarf að finna út úr því hvernig hægt er að leysa þetta. Þetta er viðkvæm og flókin staða en það er auðvitað verkefni að finna einhverja lausn á þessu,“ segir Bjarkey. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og að öllum líkindum landlæknir mæta fyrir velferðarnefnd síðar í dag til að fara yfir stöðuna með nefndarfólki. Bjarkey segir vonbrigði að samningur sem undirritaður var í síðasta mánuði var felldur í atkvæðagreiðslu ljósmæðra. En heilbrigðisráðherra hafði sett inn aukið fé til starfsemi ljósmæðra til að liðka fyrir samningum. „Auðvitað eru alltaf vonbrigði þegar búið er að leggja töluvert á sig til að reyna að ná saman. Þá eru alltaf vonbrigði þegar það ekki gengur upp. En staðan er auðvitað bara svona núna og á hana verður að horfa með þeim gleraugum að hana þurfi að leysa. Ég trúi því að það nái saman fyrir rest. Ég vona það að minnsta kosti,“ segir Bjarkey. Hún voni að stjórnvöld þurfi ekki að grípa inn í deiluna. Það yrði aðeins gert í lengstu lög og enginn vildi standa í slíkri aðgerð. Ljósmæður hafa lýst óánægju með afstöðu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í málinu. Hann hefur sagt að kröfur þeirra myndu hleypa öðrum samningum í uppnám yrði gengið að þeim óbreyttum. Bjarkey segir að skoða þurfi málið frá mörgum hliðum. Hún hafi teklið eftir því þegar VR og fleiri lýstu stuðningi við ljósmæður hafi ekki verið tekið fram að þau félög myndu ekki fara fram á sömu hækkanir. „Ég vildi svo sannarlega að hægt væri að lyfta þessum kvennastéttum upp eins og við höfum talað um til fjölda ára og þarf auðvitað að gera. En auðvitað hef ég áhyggjur af því að þetta geti haft keðjuverkandi áhrif. Okkur hefur einhver veginn ekki gengið nægjanlega vel í gegnum tíðina að taka einhverjar tilteknar stéttir og hækkað þær verulega. Frekar en þegar við höfum verið með krónutöluhækkanir sem hafa einhver veginn alltaf farið upp allan skalann í prósentu hækkunum. Það er það sem við þekkjum,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Kjaramál Tengdar fréttir Velferðarnefnd fundar vegna ljósmæðradeilunnar Nefndin mun funda með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans. 3. júlí 2018 10:03 Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra. Fulltrúi í nefndinni segir þetta ástand ekki geta varað lengur þótt vissulega þurfi að horfa til samninga annarra hópa þegar samið verði við ljósmæður. Síðasti sáttafundur í kjaradeilu ljósmæðra var hjá ríkissáttasemjara síðast liðinn fimmtudag og hefur ekki verið boðað til annars fundar fyrr en á næsta fimmtudag. Deiluaðilar segja samninga á byrjunarreit eftir að undirritaður samningur var felldur í síðasta mánuði. Tólf ljósmæður hafa þegar hætt störfum á Landspítalanum en átján uppsagnir til viðbótar taka gildi á næstu þremur mánuðum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir varamaður Ólafs Þórs Gunnarssonar þingmanns Vinstri grænna í velferðarnefnd Alþingis segist hafa áhyggjur af stöðunni neins og þorri allra landsmanna. „Enda svosem ástæða til. Þetta er mikilvæg stétt eins og svo margar aðrar bæði í heilbrigðisgeiranum og annars staðar. Þetta er búið að vara of lengi og það þarf að finna út úr því hvernig hægt er að leysa þetta. Þetta er viðkvæm og flókin staða en það er auðvitað verkefni að finna einhverja lausn á þessu,“ segir Bjarkey. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og að öllum líkindum landlæknir mæta fyrir velferðarnefnd síðar í dag til að fara yfir stöðuna með nefndarfólki. Bjarkey segir vonbrigði að samningur sem undirritaður var í síðasta mánuði var felldur í atkvæðagreiðslu ljósmæðra. En heilbrigðisráðherra hafði sett inn aukið fé til starfsemi ljósmæðra til að liðka fyrir samningum. „Auðvitað eru alltaf vonbrigði þegar búið er að leggja töluvert á sig til að reyna að ná saman. Þá eru alltaf vonbrigði þegar það ekki gengur upp. En staðan er auðvitað bara svona núna og á hana verður að horfa með þeim gleraugum að hana þurfi að leysa. Ég trúi því að það nái saman fyrir rest. Ég vona það að minnsta kosti,“ segir Bjarkey. Hún voni að stjórnvöld þurfi ekki að grípa inn í deiluna. Það yrði aðeins gert í lengstu lög og enginn vildi standa í slíkri aðgerð. Ljósmæður hafa lýst óánægju með afstöðu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í málinu. Hann hefur sagt að kröfur þeirra myndu hleypa öðrum samningum í uppnám yrði gengið að þeim óbreyttum. Bjarkey segir að skoða þurfi málið frá mörgum hliðum. Hún hafi teklið eftir því þegar VR og fleiri lýstu stuðningi við ljósmæður hafi ekki verið tekið fram að þau félög myndu ekki fara fram á sömu hækkanir. „Ég vildi svo sannarlega að hægt væri að lyfta þessum kvennastéttum upp eins og við höfum talað um til fjölda ára og þarf auðvitað að gera. En auðvitað hef ég áhyggjur af því að þetta geti haft keðjuverkandi áhrif. Okkur hefur einhver veginn ekki gengið nægjanlega vel í gegnum tíðina að taka einhverjar tilteknar stéttir og hækkað þær verulega. Frekar en þegar við höfum verið með krónutöluhækkanir sem hafa einhver veginn alltaf farið upp allan skalann í prósentu hækkunum. Það er það sem við þekkjum,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Kjaramál Tengdar fréttir Velferðarnefnd fundar vegna ljósmæðradeilunnar Nefndin mun funda með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans. 3. júlí 2018 10:03 Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00 Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Velferðarnefnd fundar vegna ljósmæðradeilunnar Nefndin mun funda með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans. 3. júlí 2018 10:03
Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH Fjölmargir áhyggjufullir verðandi foreldrar hafa haft samband við Landspítala til að fá upplýsingar um stöðu mála á fæðingardeild. Framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs kvíðir því þegar deildin fyllist af verðandi mæðrum. 3. júlí 2018 06:00
Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41