Ljósmóðir gagnrýnir útreikninga fjármálaráðuneytisins: „Þetta eru brellur til að gera lítið úr okkar málflutningi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2018 17:15 Ella birti skjáskot af síðasta launaseðli sínum á Facebook í kjölfar útgáfu yfirlýsingar ráðuneytisins. Mynd/Samsett Ella Björg Rögnvaldsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, segir yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins um kjaramál ljósmæðra gera lítið úr málflutningi þeirra. Hún segir tölur ráðuneytisins enn fremur ekki lýsandi fyrir raunveruleg laun ljósmæðra. Í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag var vakin sérstök athygli á því að árið 2008 fengu ljósmæður 16% hækkun umfram önnur BHM-félög. Frá þeim tíma hafi ljósmæður fengið sömu hækkanir og aðrir félagsmenn. Þá hafi meðaldagvinnulaun ljósmæðra miðað við fullt starf verið 573 þúsund krónur árið 2017 og meðalheildarlaun miðað við fullt starf sama ár hafi verið 848 þúsund konur.„Brellur“ til að draga úr trúverðugleika Ella Björg, sem er ein þeirra sem sagði upp störfum sem ljósmóðir á Landspítalanum um mánaðamótin, gefur lítið fyrir þessa útreikninga fjármálaráðuneytisins. „Þetta eru brellur til að gera lítið úr okkar málflutningi og til að gera okkur ótrúverðugar. Ég get ekki séð neinn annan tilgang með þessu,“ segir Ella í samtali við Vísi en hún birti skjáskot af síðasta launaseðli sínum á Facebook í kjölfar útgáfu yfirlýsingar ráðuneytisins. Launaseðil Ellu má sjá hér að neðan.Ómögulegt að vinna fullt starf Ella segir launaseðil sinn, sem gerir ráð fyrir rétt um 461 þúsund krónum í mánaðarlaun fyrir fullt starf, gefa mun raunsærri mynd af kjörum ljósmæðra en er að finna í útreikningum fjármálaráðuneytisins. Það heyri til undantekninga að ljósmæður vinni fullt starf. „Vegna þess að við búum við hvíldartímaákvæði. Við getum ekki unnið meira en 80 prósent vinnu án þess að brjóta hvíldartímaákvæðið,“ segir Ella. „Burtséð frá því eru 848 þúsund krónur í heildarlaun, fyrir að vinna nætur-, kvöld-, helgar- og stórhátíðir, ekki einu sinni há laun.“ Ella hefur sjálf deilt fleiri skjáskotum af launaseðlum ljósmæðra sem allar segja svipaða sögu. Aðrar ljósmæður hafa einnig birt skjáskot af eigin launaseðlum en einhverjar færslnanna má sjá hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. 3. júlí 2018 14:48 Farið yfir verstu mögulegu niðurstöðu á fundi velferðarnefndar Ásmundur Friðriksson, 2. varaformaður velferðarnefndar, segir fundinn hafa verið upplýsandi. 3. júlí 2018 16:25 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Ella Björg Rögnvaldsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, segir yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins um kjaramál ljósmæðra gera lítið úr málflutningi þeirra. Hún segir tölur ráðuneytisins enn fremur ekki lýsandi fyrir raunveruleg laun ljósmæðra. Í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag var vakin sérstök athygli á því að árið 2008 fengu ljósmæður 16% hækkun umfram önnur BHM-félög. Frá þeim tíma hafi ljósmæður fengið sömu hækkanir og aðrir félagsmenn. Þá hafi meðaldagvinnulaun ljósmæðra miðað við fullt starf verið 573 þúsund krónur árið 2017 og meðalheildarlaun miðað við fullt starf sama ár hafi verið 848 þúsund konur.„Brellur“ til að draga úr trúverðugleika Ella Björg, sem er ein þeirra sem sagði upp störfum sem ljósmóðir á Landspítalanum um mánaðamótin, gefur lítið fyrir þessa útreikninga fjármálaráðuneytisins. „Þetta eru brellur til að gera lítið úr okkar málflutningi og til að gera okkur ótrúverðugar. Ég get ekki séð neinn annan tilgang með þessu,“ segir Ella í samtali við Vísi en hún birti skjáskot af síðasta launaseðli sínum á Facebook í kjölfar útgáfu yfirlýsingar ráðuneytisins. Launaseðil Ellu má sjá hér að neðan.Ómögulegt að vinna fullt starf Ella segir launaseðil sinn, sem gerir ráð fyrir rétt um 461 þúsund krónum í mánaðarlaun fyrir fullt starf, gefa mun raunsærri mynd af kjörum ljósmæðra en er að finna í útreikningum fjármálaráðuneytisins. Það heyri til undantekninga að ljósmæður vinni fullt starf. „Vegna þess að við búum við hvíldartímaákvæði. Við getum ekki unnið meira en 80 prósent vinnu án þess að brjóta hvíldartímaákvæðið,“ segir Ella. „Burtséð frá því eru 848 þúsund krónur í heildarlaun, fyrir að vinna nætur-, kvöld-, helgar- og stórhátíðir, ekki einu sinni há laun.“ Ella hefur sjálf deilt fleiri skjáskotum af launaseðlum ljósmæðra sem allar segja svipaða sögu. Aðrar ljósmæður hafa einnig birt skjáskot af eigin launaseðlum en einhverjar færslnanna má sjá hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46 Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. 3. júlí 2018 14:48 Farið yfir verstu mögulegu niðurstöðu á fundi velferðarnefndar Ásmundur Friðriksson, 2. varaformaður velferðarnefndar, segir fundinn hafa verið upplýsandi. 3. júlí 2018 16:25 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Fæðingarlæknir á Landspítalanum segir að ástandið stefni öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu. 3. júlí 2018 12:46
Fjármálaráðuneytið vekur athygli á umframlaunahækkun ljósmæðra Tilefnið er fjölmiðlaumfjöllun undanfarna daga um kjör ljósmæðra, að því er segir í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins sem birt var í dag. 3. júlí 2018 14:48
Farið yfir verstu mögulegu niðurstöðu á fundi velferðarnefndar Ásmundur Friðriksson, 2. varaformaður velferðarnefndar, segir fundinn hafa verið upplýsandi. 3. júlí 2018 16:25