Fara fram á handtöku fyrrverandi forseta Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júlí 2018 08:03 Rafael Correa var forseti Ekvadors á árunum 2007-2017. Vísir/getty Dómstóll í Ekvador hefur gefið út handtökuskipun á hendur fyrrverandi forseta landsins, Rafael Correa. Hann er talinn hafa tengsl við rán á pólitískum andstæðingi hans árið 2012. Correa, sem býr ásamt konu sinni í heimalandi hennar Belgíu, neitar öllum ásökunum. Dómarinn sem gaf út handtökuskipunina sagði í samtali við þarlenda miðla að hann væri búinn að gera Interpol viðvart og að hann hafi farið fram á að forsetinn fyrrverandi yrði framseldur. Þingmanninum Fernando Balda var rænt í höfuðborg Kolumbíu, Bogotá, eftir að hafa flúið landið. Hafði hann þá átt í háværum og opinberum útistöðum við Correa, sem þá var forseti landsins. Lögreglan hafði hendur í hári ræningja hans aðeins örfáum klukkustundum eftir að tilkynning barst um ránið á Balda. Þingmaðurinn ásakaði síðar Correa um að hafa staðið á bakvið mannránið.Fernando Balda, hér fyrir miðju, segir Correa hafa staðið á bakvið mannránið árið 2012.Vísir/epaBalda hafði á þeim tíma verið ákærður fyrir að standa á bakvið misheppnað valdarán í landinu árið 2010, þegar hann reyndi að koma Correa frá völdum. Þingmaðurinn hlaut eins árs fangelsisdóm fyrir að stofna þjóðaröryggi í hættu. Fyrrnefndur dómari sagði að hann hafi gefið út handtökuskipunina því að Correa hafi skrópað í réttarsal. Þangað hafði hann verið boðaður til að liðsinna við rannsóknina á mannráninu. Þess í stað ákvað Correa að gefa sig fram við ekvadorska sendiráðið í Brussel - sem dómarinn sagði að honum hafi ekki verið heimilt að gera. Correa, sem var forseti Ekvadors frá árinu 2007-2017, hefur ætíð neitað að hafa haft nokkuð með málið að gera. Þess í stað segir hann ásakanirnar runnar undan rifjum núverandi forseta landsins, Lenín Moreno, en þeir voru áður bandamenn í stjórnmálum. Ekvador Kólumbía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52 Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Dómstóll í Ekvador hefur gefið út handtökuskipun á hendur fyrrverandi forseta landsins, Rafael Correa. Hann er talinn hafa tengsl við rán á pólitískum andstæðingi hans árið 2012. Correa, sem býr ásamt konu sinni í heimalandi hennar Belgíu, neitar öllum ásökunum. Dómarinn sem gaf út handtökuskipunina sagði í samtali við þarlenda miðla að hann væri búinn að gera Interpol viðvart og að hann hafi farið fram á að forsetinn fyrrverandi yrði framseldur. Þingmanninum Fernando Balda var rænt í höfuðborg Kolumbíu, Bogotá, eftir að hafa flúið landið. Hafði hann þá átt í háværum og opinberum útistöðum við Correa, sem þá var forseti landsins. Lögreglan hafði hendur í hári ræningja hans aðeins örfáum klukkustundum eftir að tilkynning barst um ránið á Balda. Þingmaðurinn ásakaði síðar Correa um að hafa staðið á bakvið mannránið.Fernando Balda, hér fyrir miðju, segir Correa hafa staðið á bakvið mannránið árið 2012.Vísir/epaBalda hafði á þeim tíma verið ákærður fyrir að standa á bakvið misheppnað valdarán í landinu árið 2010, þegar hann reyndi að koma Correa frá völdum. Þingmaðurinn hlaut eins árs fangelsisdóm fyrir að stofna þjóðaröryggi í hættu. Fyrrnefndur dómari sagði að hann hafi gefið út handtökuskipunina því að Correa hafi skrópað í réttarsal. Þangað hafði hann verið boðaður til að liðsinna við rannsóknina á mannráninu. Þess í stað ákvað Correa að gefa sig fram við ekvadorska sendiráðið í Brussel - sem dómarinn sagði að honum hafi ekki verið heimilt að gera. Correa, sem var forseti Ekvadors frá árinu 2007-2017, hefur ætíð neitað að hafa haft nokkuð með málið að gera. Þess í stað segir hann ásakanirnar runnar undan rifjum núverandi forseta landsins, Lenín Moreno, en þeir voru áður bandamenn í stjórnmálum.
Ekvador Kólumbía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52 Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52
Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34