Unglingarnir okkar – sjálfsmynd, stress og samfélagsmiðlar Hermundur Sigmundsson skrifar 5. júlí 2018 07:00 Alþjóðlegar rannsóknir sýna fram á aukið stress hjá unglingum sem kemur meðal annars fram sem eymsli í maga, höfði og baki eða almenn þreyta. Margir þættir valda ekstra vandamálum á unglingsárunum eins og skólastress (faglegar áhyggjur), sálrænt/félagslegt stress (rifrildi/átök við fullorðna og skólasystkini, vandamál með vináttu), persónulegt stress (sjálfsmynd, útlit, þyngd) og álagsstreita (einelti, skilnaður). Hér er gífurlegur kynjamismunur en stúlkur þjást mun oftar af stressi en drengir. Ein af mögulegum ástæðum er léleg sjálfsmynd. Léleg sjálfsmynd getur stafað af því að gapið milli huglægrar sjálfsmyndar, það er að segja þess sem maður óskar sér að vera, og hlutlægrar sjálfsmyndar, hvernig maður er, verður stórt. Þetta veldur vanlíðan. Vísindamenn telja að samfélagsmiðlar séu ein af höfuðástæðum fyrir slíkri þróun – huglæga sjálfsmyndin verður svo stór – gapið stækkar sem veldur meiri streitu og lélegri sjálfsmynd. Maður er sífellt að mæla sjálfan sig við ‘stjörnur’, reyna að vera vinsæll, fá mörg ‘like’, hafa flott útlit og vera með réttum vinum. Þetta á sérlega við um stúlkur sem nota samfélagslega miðla meira en drengir. Rannsóknir sýna að hjá stúlkum er sterkast samband milli almennrar sjálfsmyndar og sjálfsmyndar sem tengist útliti þeirra. Hjá drengjum er sterkt samband milli almennrar sjálfsmyndar og sjálfsmyndar sem tengist útliti, félagslegu samþykki og færni í íþróttum. Léleg sjálfsmynd getur komið fram hjá stúlkum sem þunglyndi, kvíði og átraskanir en hjá drengjum sem hegðunarvandi og áhættuhegðun. Þýski prófessorinn og geðlæknirinn Manfred Spitzer segir að ein af helstu hættunum við að nota snjallsíma/spjaldtölvur of mikið og vera stöðugt á samfélagsmiðlum sé hættan á fíkn. Fræðimenn hafa fundið út að unglingar eyða sífellt meiri tíma á netinu og verða þess vegna að minnka tímann sem þeir nota til annarra hluta sem getur valdið félagslegri einangrun. Það má segja að vöntun verði á fjölbreyttu áreiti sem er gífurlega mikilvægt fyrir þróun heilans. Sífellt minni hreyfing getur valdið því að fleiri glíma við offitu. Ef maður skoðar stúlkur í þessu samhengi þá verða þær háðar einhverju sem er ekki gott fyrir sjálfsmynd þeirra og andlega heilsu. Fleiri rannsóknir sýna greinilega fram á samband milli einmanaleika og netnotkunar. Þar að auki getur mikil netnotkun valdið svefnvandamálum. Svefnleysi gerir mann ekki bara krónískt þreyttan heldur er mikil hætta á ofþyngd og sykursýki. Mikil netnotkun getur einnig valdið þunglyndi. Það er að segja að maður noti of mikinn tíma á samfélagsmiðlum sem á hinn bóginn getur haft slæm áhrif á heilsu komandi kynslóða. Það er kominn tími til að við foreldrar, aðstandendur, kennarar og stjórnmálamenn skoðum þessi mál. Þörf er á breytingum. Höfundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík Heimildir: Spitzer, M. (2014). Digital demens. Pantagruel Forlag AS, Oslo, Norge Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Hermundur Sigmundsson Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegar rannsóknir sýna fram á aukið stress hjá unglingum sem kemur meðal annars fram sem eymsli í maga, höfði og baki eða almenn þreyta. Margir þættir valda ekstra vandamálum á unglingsárunum eins og skólastress (faglegar áhyggjur), sálrænt/félagslegt stress (rifrildi/átök við fullorðna og skólasystkini, vandamál með vináttu), persónulegt stress (sjálfsmynd, útlit, þyngd) og álagsstreita (einelti, skilnaður). Hér er gífurlegur kynjamismunur en stúlkur þjást mun oftar af stressi en drengir. Ein af mögulegum ástæðum er léleg sjálfsmynd. Léleg sjálfsmynd getur stafað af því að gapið milli huglægrar sjálfsmyndar, það er að segja þess sem maður óskar sér að vera, og hlutlægrar sjálfsmyndar, hvernig maður er, verður stórt. Þetta veldur vanlíðan. Vísindamenn telja að samfélagsmiðlar séu ein af höfuðástæðum fyrir slíkri þróun – huglæga sjálfsmyndin verður svo stór – gapið stækkar sem veldur meiri streitu og lélegri sjálfsmynd. Maður er sífellt að mæla sjálfan sig við ‘stjörnur’, reyna að vera vinsæll, fá mörg ‘like’, hafa flott útlit og vera með réttum vinum. Þetta á sérlega við um stúlkur sem nota samfélagslega miðla meira en drengir. Rannsóknir sýna að hjá stúlkum er sterkast samband milli almennrar sjálfsmyndar og sjálfsmyndar sem tengist útliti þeirra. Hjá drengjum er sterkt samband milli almennrar sjálfsmyndar og sjálfsmyndar sem tengist útliti, félagslegu samþykki og færni í íþróttum. Léleg sjálfsmynd getur komið fram hjá stúlkum sem þunglyndi, kvíði og átraskanir en hjá drengjum sem hegðunarvandi og áhættuhegðun. Þýski prófessorinn og geðlæknirinn Manfred Spitzer segir að ein af helstu hættunum við að nota snjallsíma/spjaldtölvur of mikið og vera stöðugt á samfélagsmiðlum sé hættan á fíkn. Fræðimenn hafa fundið út að unglingar eyða sífellt meiri tíma á netinu og verða þess vegna að minnka tímann sem þeir nota til annarra hluta sem getur valdið félagslegri einangrun. Það má segja að vöntun verði á fjölbreyttu áreiti sem er gífurlega mikilvægt fyrir þróun heilans. Sífellt minni hreyfing getur valdið því að fleiri glíma við offitu. Ef maður skoðar stúlkur í þessu samhengi þá verða þær háðar einhverju sem er ekki gott fyrir sjálfsmynd þeirra og andlega heilsu. Fleiri rannsóknir sýna greinilega fram á samband milli einmanaleika og netnotkunar. Þar að auki getur mikil netnotkun valdið svefnvandamálum. Svefnleysi gerir mann ekki bara krónískt þreyttan heldur er mikil hætta á ofþyngd og sykursýki. Mikil netnotkun getur einnig valdið þunglyndi. Það er að segja að maður noti of mikinn tíma á samfélagsmiðlum sem á hinn bóginn getur haft slæm áhrif á heilsu komandi kynslóða. Það er kominn tími til að við foreldrar, aðstandendur, kennarar og stjórnmálamenn skoðum þessi mál. Þörf er á breytingum. Höfundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi og Háskólann í Reykjavík Heimildir: Spitzer, M. (2014). Digital demens. Pantagruel Forlag AS, Oslo, Norge
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun