Erlent

Hjólakeppni sýnir breytingar á loftslaginu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Þetta glæsilega fjallagullregn í Reykjanesbæ var tré ársins 2011.
Þetta glæsilega fjallagullregn í Reykjanesbæ var tré ársins 2011. SIGURÐUR BJARNASON
Hópur belgískra vísindamanna við Háskólann í Ghent hefur skráð afleiðingar loftslagsbreytinga með því að horfa á myndskeið af hjólakeppni í Flæmingjalandi í norðurhluta Belgíu í aprílbyrjun á tímabilinu 1981 til 2016.

Fyrir 1990 voru næstum engin tré á leið keppenda laufguð. Eftir 1990 hafa trén laufgast æ fyrr en meðalhitinn hefur hækkað um 1,5 gráður á svæðinu frá 1980.

Stjórnandi rannsóknarinnar bendir á að vissar trjátegundir dafni betur þegar þær laufgast snemma. Hins vegar varpi trén skuggum á nærumhverfið í lengri tíma.

Það geti haft áhrif á aðrar jurtir og dýr. Blóm sem vaxa undir trjánum blómstri kannski ekki ef þau fá ekki næga birtu. Afleiðingarnar geti orðið þær að skordýr fá ekki hunangslög úr blómunum. Röskun verði sem sagt á vistkerfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×