Örvæntingarfullir foreldrar komast ekki að hjá Björkinni Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2018 16:30 Björkin fæðingarstofa opnaði vorið 2017. Vísir/Vilhelm Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. Þetta segir Arney Þórarinsdóttir, annar eigenda Bjarkarinnar, í samtali við Vísi. „Síðustu viku, tíu daga hefur mikið borið á því að fólk sé að hringja og kanna hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá okkur og hvort það sé möguleiki að koma til okkar. Eins og staðan er núna þá erum við hins vegar fullbókaðar út september,“ segir Arney. Hún segir að það séu helst foreldrar sem eigi von á barni alveg á næstunni sem hafi verið að hringja að undanförnu. „Við erum hins vegar að sinna okkar skjólstæðingum síðustu vikur meðgöngunnar. Fólk er kannski í örvæntingu að finna einhverja leið í því ástandi sem ríkir.“Þannig að þið hefðuð glaðar viljað taka við fleirum en það er einfaldlega ekki möguleiki?„Það er alltaf erfitt að segja nei í þessari stöðu. En við vonumst nú til að þessi deila leysist fljótlega og að það verði allt í lagi. Það sem við finnum núna eru símtöl frá foreldrum sem eru með áhyggjur af ástandinu á spítalanum og eru þess vegna að hafa samband. Fram að því hafa það verið foreldrar sem velja þennan kost þar sem það hentar þeim. Það er nýtt að fá þessi símtöl,“ segir Arney.Ljósmæður Bjarkarinnar; Elva Rut Helgadóttir, Arney Þórarinsdóttir, Harpa Ósk Valgeirsdóttir, Greta Matthíasdóttir, Emma Marie Swift og Hrafnhildur Halldórsdóttir.Fréttablaðið/GVALeyfa sér að vera bjartsýnar Um kjaradeilu ljósmæðra segir Arney að þær leyfi sér að vera bjartsýnar eftir samningafundinn í gær og að brátt sjái fyrir endann á þessari deilu. „Við lifum í voninni þar til annað kemur í ljós. Maður trúir ekki að þetta muni dragast meira á langinn og verða verra.“ Björkin opnaði í Síðumúla um mánaðarmótin apríl, maí á síðasta ári og er fyrsta sjálfstæða fæðingarstofan á landinu síðan Fæðingarheimilið á Eiríksgötu lokaði 1995. Arney segir að á þessu rúma ári hafi um sextíu börn komið í heiminn á stofunni, en starfsmenn eru jafnan með á bilinu tólf til fimmtán skjólstæðinga í hverjum mánuði. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Fæðingarstofa í Reykjavík Björkin fæðingarstofa var opnuð nýlega að Síðumúla 10. Það er í fyrsta skipti sem fólki býðst slík þjónusta síðan Fæðingarheimili Reykjavíkur var lokað árið 1995. 11. maí 2017 09:15 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Starfmenn Bjarkarinnar fæðingarþjónustu hafa fundið fyrir auknum áhuga verðandi foreldra á þjónustunni síðustu daga eftir að uppsagnir ljósmæðra á Landspítalanum tóku gildi. Þetta segir Arney Þórarinsdóttir, annar eigenda Bjarkarinnar, í samtali við Vísi. „Síðustu viku, tíu daga hefur mikið borið á því að fólk sé að hringja og kanna hvernig hlutirnir ganga fyrir sig hjá okkur og hvort það sé möguleiki að koma til okkar. Eins og staðan er núna þá erum við hins vegar fullbókaðar út september,“ segir Arney. Hún segir að það séu helst foreldrar sem eigi von á barni alveg á næstunni sem hafi verið að hringja að undanförnu. „Við erum hins vegar að sinna okkar skjólstæðingum síðustu vikur meðgöngunnar. Fólk er kannski í örvæntingu að finna einhverja leið í því ástandi sem ríkir.“Þannig að þið hefðuð glaðar viljað taka við fleirum en það er einfaldlega ekki möguleiki?„Það er alltaf erfitt að segja nei í þessari stöðu. En við vonumst nú til að þessi deila leysist fljótlega og að það verði allt í lagi. Það sem við finnum núna eru símtöl frá foreldrum sem eru með áhyggjur af ástandinu á spítalanum og eru þess vegna að hafa samband. Fram að því hafa það verið foreldrar sem velja þennan kost þar sem það hentar þeim. Það er nýtt að fá þessi símtöl,“ segir Arney.Ljósmæður Bjarkarinnar; Elva Rut Helgadóttir, Arney Þórarinsdóttir, Harpa Ósk Valgeirsdóttir, Greta Matthíasdóttir, Emma Marie Swift og Hrafnhildur Halldórsdóttir.Fréttablaðið/GVALeyfa sér að vera bjartsýnar Um kjaradeilu ljósmæðra segir Arney að þær leyfi sér að vera bjartsýnar eftir samningafundinn í gær og að brátt sjái fyrir endann á þessari deilu. „Við lifum í voninni þar til annað kemur í ljós. Maður trúir ekki að þetta muni dragast meira á langinn og verða verra.“ Björkin opnaði í Síðumúla um mánaðarmótin apríl, maí á síðasta ári og er fyrsta sjálfstæða fæðingarstofan á landinu síðan Fæðingarheimilið á Eiríksgötu lokaði 1995. Arney segir að á þessu rúma ári hafi um sextíu börn komið í heiminn á stofunni, en starfsmenn eru jafnan með á bilinu tólf til fimmtán skjólstæðinga í hverjum mánuði.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Fæðingarstofa í Reykjavík Björkin fæðingarstofa var opnuð nýlega að Síðumúla 10. Það er í fyrsta skipti sem fólki býðst slík þjónusta síðan Fæðingarheimili Reykjavíkur var lokað árið 1995. 11. maí 2017 09:15 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Fæðingarstofa í Reykjavík Björkin fæðingarstofa var opnuð nýlega að Síðumúla 10. Það er í fyrsta skipti sem fólki býðst slík þjónusta síðan Fæðingarheimili Reykjavíkur var lokað árið 1995. 11. maí 2017 09:15