Þakklátir þjálfaranum fyrir að sjá um drengina í hellinum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2018 23:30 Fjölmargir hafa beðið fyrir utan hellakerfið til að fá fregnir og sýna stuðning. Vísir/Getty Foreldrar drengjanna sem fastir hafa verið í hellinum í Taílandi undanfarna eru margir hverjir þakklátir þjálfara þeirra fyrir hvernig hann hefur séð um þá á meðan þeir bíða eftir björgun. Hann var í þjálfun til þess að verða munkur, áður en hann yfirgaf klaustrið til þess að sjá um veika ömmu sína.Fjallað er um þjálfarann, hinn 25 ára gamla Ekapol Chanthawong, á vef Washington Post undir yfirskriftinni „Hvernig hinn 25 ára gamli fyrrverandi munkur hefur haldið taílenska knattspyrnuliðinu á lífi.“Þeirri spurningu hefur verið varpað fram hvort að Ekapol beri ábyrgð á því að drengirnir séu fastir í hellinum þar sem hann hafi haft umsjón með þeim í ferðinni örlagaríku.Í frétt Washington Post kemur þó fram að ekki séu allir á þeirri skoðun, og allar síst sumir af foreldrum drengjanna.„Ef hann hefði ekki farið með þeim, hvað hefði þá orðið um barnið mitt,“ er haft eftir Pornchai Khamluang úr viðtali við taílenska sjónvarpsstöð. „Þegar hann kemur út þá verðum við að græða hjarta hans. Minn kæri Ek, ég gæti aldrei kennt þér um.“Þessari mynd hefur verið deilt víða.Litið á hann sem guðlegt afl Ekapol er sagður vera einn af þeim sem er hvað mest veikburða eftir hátt í tveggja vikna dvöl í heillinum, ekki síst vegna þess að hann lét drengjunum eftir það takmarkaða magn af mat og vatni sem þeir höfðu meðferðis inn í hellinn. Þá hefur hann einnig kennt drengjunum að hugleiða og hvernig þeir ættu að haga sér til þess að spara sem mesta orku áður en þeir fundust.Í frétt Washinton Post er meðal annars tekið fram að margir í Taílandi líti á Ekapol sem nánast guðlegt afl sem sendur hafi verið til þess að taka drengina undir sinn verndarvæng á meðan þeir dvelji í hellinum. Til marks um það megi nefna mynd sem dreift hefur verið víða og sjá má hér til hlíðar. Hún sýnir Ekapol sitjandi með fæturnar krosslagðar, líkt og munkur, með tólf litla villigelti í örmum sínum.„Hann elskaði þá meira en sjálfa sig,“ segir vinkona hans Joy Khampai í samtali við Washington Post en Ekapol starfaði sem aðstoðarþjálfari knattspyrnuliðs drengjanna en einnigsem aðstoðarmaður í klaustri. Baðst afsökunar og lofaði að sjá um drengina Rætt er við yfirþjálfara liðsins sem segir að Ekapol hafi aðstoðað sig við að búa til þjálfunarkerfi þar sem reynt var að tengja saman árangur á knattspyrnuvellinum við árangur í skóla. Fengu drengirnir til að mynda umbun í formi skópara og búninga tækist þeim að ná fyrirfram ákveðnum árangri á skólabekk. „Ég lofa að sjá eins vel og hægt er um strákana. Ég vil þakka ykkur fyrir stuðninginn og ég vil biðjast afsökunar,“ skrifaði Ekapol til foreldra drengjanna sem kafarar komu með úr hellinum í dag. Enn er óvíst hvenær hægt verður að bjarga drengjunum og þjálfaranum úr hellinum en kafarar hafa sagt að næstu dagar séu besti tíminn til þess að reyna að ná þeim út áður en rignir meira. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Björgunarmenn segjast í stríði við tímann og vatnið Aðstæður til að bjarga drengjunum eru sagðar hvað bestar næstu 3-4 dagana. 7. júlí 2018 11:09 Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. 6. júlí 2018 23:15 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Foreldrar drengjanna sem fastir hafa verið í hellinum í Taílandi undanfarna eru margir hverjir þakklátir þjálfara þeirra fyrir hvernig hann hefur séð um þá á meðan þeir bíða eftir björgun. Hann var í þjálfun til þess að verða munkur, áður en hann yfirgaf klaustrið til þess að sjá um veika ömmu sína.Fjallað er um þjálfarann, hinn 25 ára gamla Ekapol Chanthawong, á vef Washington Post undir yfirskriftinni „Hvernig hinn 25 ára gamli fyrrverandi munkur hefur haldið taílenska knattspyrnuliðinu á lífi.“Þeirri spurningu hefur verið varpað fram hvort að Ekapol beri ábyrgð á því að drengirnir séu fastir í hellinum þar sem hann hafi haft umsjón með þeim í ferðinni örlagaríku.Í frétt Washington Post kemur þó fram að ekki séu allir á þeirri skoðun, og allar síst sumir af foreldrum drengjanna.„Ef hann hefði ekki farið með þeim, hvað hefði þá orðið um barnið mitt,“ er haft eftir Pornchai Khamluang úr viðtali við taílenska sjónvarpsstöð. „Þegar hann kemur út þá verðum við að græða hjarta hans. Minn kæri Ek, ég gæti aldrei kennt þér um.“Þessari mynd hefur verið deilt víða.Litið á hann sem guðlegt afl Ekapol er sagður vera einn af þeim sem er hvað mest veikburða eftir hátt í tveggja vikna dvöl í heillinum, ekki síst vegna þess að hann lét drengjunum eftir það takmarkaða magn af mat og vatni sem þeir höfðu meðferðis inn í hellinn. Þá hefur hann einnig kennt drengjunum að hugleiða og hvernig þeir ættu að haga sér til þess að spara sem mesta orku áður en þeir fundust.Í frétt Washinton Post er meðal annars tekið fram að margir í Taílandi líti á Ekapol sem nánast guðlegt afl sem sendur hafi verið til þess að taka drengina undir sinn verndarvæng á meðan þeir dvelji í hellinum. Til marks um það megi nefna mynd sem dreift hefur verið víða og sjá má hér til hlíðar. Hún sýnir Ekapol sitjandi með fæturnar krosslagðar, líkt og munkur, með tólf litla villigelti í örmum sínum.„Hann elskaði þá meira en sjálfa sig,“ segir vinkona hans Joy Khampai í samtali við Washington Post en Ekapol starfaði sem aðstoðarþjálfari knattspyrnuliðs drengjanna en einnigsem aðstoðarmaður í klaustri. Baðst afsökunar og lofaði að sjá um drengina Rætt er við yfirþjálfara liðsins sem segir að Ekapol hafi aðstoðað sig við að búa til þjálfunarkerfi þar sem reynt var að tengja saman árangur á knattspyrnuvellinum við árangur í skóla. Fengu drengirnir til að mynda umbun í formi skópara og búninga tækist þeim að ná fyrirfram ákveðnum árangri á skólabekk. „Ég lofa að sjá eins vel og hægt er um strákana. Ég vil þakka ykkur fyrir stuðninginn og ég vil biðjast afsökunar,“ skrifaði Ekapol til foreldra drengjanna sem kafarar komu með úr hellinum í dag. Enn er óvíst hvenær hægt verður að bjarga drengjunum og þjálfaranum úr hellinum en kafarar hafa sagt að næstu dagar séu besti tíminn til þess að reyna að ná þeim út áður en rignir meira.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Björgunarmenn segjast í stríði við tímann og vatnið Aðstæður til að bjarga drengjunum eru sagðar hvað bestar næstu 3-4 dagana. 7. júlí 2018 11:09 Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. 6. júlí 2018 23:15 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Björgunarmenn segjast í stríði við tímann og vatnið Aðstæður til að bjarga drengjunum eru sagðar hvað bestar næstu 3-4 dagana. 7. júlí 2018 11:09
Leiðin úr hellinum ígildi þess að klífa Everest-fjall án leiðbeininga Kafari sem vinnur að björgunaraðgerðum við hellakerfið í Taílandi þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra sitja fastir segir að leiðin sem kafarar hafa farið fram og til baka að strákunum í hellinum sé ígildi þess að klífa Everest-fjall án þess að hafa leiðbeiningar eða leiðsögumenn til hjálpar. 6. júlí 2018 23:15