Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júní 2018 15:31 Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, gefur ekki kost á sér til endurkjörs á 43. þingi ASÍ sem fer fram 24.-26. október í haust. Gylfi tilkynnti um ákvörðun sína á miðstjórnarfundi sambandsins sem fór fram klukkan 12.30 í dag. Fram kemur í tilkynningu frá ASÍ að ákvörðunin hafi ekki verið einföld en að Gylfi sé engu að síður sannfærður um að hún sé sú eina rétta. „Undanfarið hafa deilur innan verkalýðshreyfingarinnar hins vegar harnað og menn tekist á um leiðir í kjarabaráttunni. Í þeim deilum virðist því miður sem persóna mín, í stað skoðana minna, sé orðin aðalatriði og þá á kostnað málefnalegrar umræðu.“ Hann segist vera þakklátur og auðmjúkur fyrir að hafa fengið að starfa fyrir íslenska verkalýðshreyfingu. Gylfi tók við embætti forseta ASÍ skömmu eftir að íslenska efnahagshrunið skall á á haustmánuðum 2008 og hefur hann gegnt því starfi í rúm tíu ár. Hann segir að það hafi reynst lýjandi að eiga í átökum við félaga sína: „ASÍ er mun stærra en nokkur einstaklingur, en ég viðurkenni að það er erfitt og lýjandi að eiga í átökum við félaga sína. Ég hef ávallt verið reiðubúinn til að berjast með félögum mínum og fyrir þá, en að berjast við þá gefur mér ekkert og skilar heldur engu fyrir hreyfinguna,“ segir Gylfi en ætla má að hann vísi þarna til nýrra formanna Eflingar og VR, Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Ragnars Þórs Ingólfssonar sem mættu ekki á miðstjórnarfundinn í dag til þess að lýsa yfir óánægju sinni. Sjá nánar: Ætla að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ og Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍTilkynningin í heild sinni:„Ég tók við sem forseti ASÍ þremur vikum eftir hrun og það var gríðarleg áskorun sem beið okkar sem vorum í forystu á vinnumarkaðinum á þeim tíma. Nú 10 árum síðar erum við komin fyrir vind og vel það. Kaupmáttaraukningin á síðustu þremur árum er sú mesta í Íslandssögunni, atvinnuleysi er lítið, verðbólga lág og vextir í sögulegu lágmarki, þótt enn séu þeir alltof háir. Allir þessir þættir skipta launafólk miklu máli,“ segir Gylfi. „Undanfarið hafa deilur innan verkalýðshreyfingarinnar hins vegar harðnað og menn tekist á um leiðir í kjarabaráttunni. Í þeim deilum virðist því miður sem persóna mín, í stað skoðana minna, sé orðin aðalatriði og þá á kostnað málefnalegrar umræðu. Alþýðusambandið er meira en 100 ára gamalt og gríðarlega mikilvægt í allri réttinda- og kjarabaráttu launafólks á Íslandi. ASÍ er mun stærra en nokkur einstaklingur, en ég viðurkenni að það er erfitt og lýjandi að eiga í átökum við félaga sína. Ég hef ávalt verið reiðubúinn til að berjast með félögum mínum og fyrir þá, en að berjast við þá gefur mér ekkert og skilar heldur engu fyrir hreyfinguna. Ég er sannfærður um að sú sýn sem forysta Alþýðusambandsins og aðildarfélaganna hefur haft að leiðarljósi á síðustu áratugum hafi skilað miklum árangri og ég vona að áhersla verði áfram lögð á að tryggja stöðugleika og langtímaárangur í kjarabaráttunni. Ef brotthvarf mitt getur orðið til þess að auka líkurnar á að áfram verði haldið á svipuðum nótum ber mér að íhuga stöðu mína og hlutverk. Það hef ég nú gert og niðurstaða mín er sú að ég mun ekki gefa kost á mér sem forseti ASÍ á þinginu okkar í haust. Ég tek þessa ákvörðun í þakklæti og auðmýkt fyrir að hafa fengið að starfa fyrir íslenska verkalýðshreyfingu allan minn starfsferil. Ég vona sannarlega að hreyfingin nái vopnum sínum og sameinist í störfum sínum fyrir launafólk á Íslandi í komandi kjarasamningum. Verkalýðshreyfingin er nefnilega svo miklu öflugri þegar allir róa í sömu átt,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Gylfi Arnbjörnsson hefur verið forseti ASÍ í 10 ár en hann var fyrst kjörinn í október 2008 og endurkjörinn fjórum sinnum eftir það. Þar á undan var Gylfi framkvæmdastjóri ASÍ frá 2001 en hann kom fyrst til starfa hjá verkalýðshreyfingunni árið 1989, þá sem hagfræðingur ASÍ hjá Kjararannsóknarnefnd. Kjaramál Tengdar fréttir Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51 „Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51 Ætla að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ Formennirnir eru afar ósáttir með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ og framganga þeirra á fundi 6. júní síðastliðinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn 20. júní 2018 11:20 Stjórn VR treystir ekki forseta ASÍ Stjórn VR ber ekki traust til Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, til að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir hönd stéttarfélagsins og mun hann ekki tala í umboði þess. 24. maí 2018 14:16 Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, gefur ekki kost á sér til endurkjörs á 43. þingi ASÍ sem fer fram 24.-26. október í haust. Gylfi tilkynnti um ákvörðun sína á miðstjórnarfundi sambandsins sem fór fram klukkan 12.30 í dag. Fram kemur í tilkynningu frá ASÍ að ákvörðunin hafi ekki verið einföld en að Gylfi sé engu að síður sannfærður um að hún sé sú eina rétta. „Undanfarið hafa deilur innan verkalýðshreyfingarinnar hins vegar harnað og menn tekist á um leiðir í kjarabaráttunni. Í þeim deilum virðist því miður sem persóna mín, í stað skoðana minna, sé orðin aðalatriði og þá á kostnað málefnalegrar umræðu.“ Hann segist vera þakklátur og auðmjúkur fyrir að hafa fengið að starfa fyrir íslenska verkalýðshreyfingu. Gylfi tók við embætti forseta ASÍ skömmu eftir að íslenska efnahagshrunið skall á á haustmánuðum 2008 og hefur hann gegnt því starfi í rúm tíu ár. Hann segir að það hafi reynst lýjandi að eiga í átökum við félaga sína: „ASÍ er mun stærra en nokkur einstaklingur, en ég viðurkenni að það er erfitt og lýjandi að eiga í átökum við félaga sína. Ég hef ávallt verið reiðubúinn til að berjast með félögum mínum og fyrir þá, en að berjast við þá gefur mér ekkert og skilar heldur engu fyrir hreyfinguna,“ segir Gylfi en ætla má að hann vísi þarna til nýrra formanna Eflingar og VR, Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Ragnars Þórs Ingólfssonar sem mættu ekki á miðstjórnarfundinn í dag til þess að lýsa yfir óánægju sinni. Sjá nánar: Ætla að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ og Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍTilkynningin í heild sinni:„Ég tók við sem forseti ASÍ þremur vikum eftir hrun og það var gríðarleg áskorun sem beið okkar sem vorum í forystu á vinnumarkaðinum á þeim tíma. Nú 10 árum síðar erum við komin fyrir vind og vel það. Kaupmáttaraukningin á síðustu þremur árum er sú mesta í Íslandssögunni, atvinnuleysi er lítið, verðbólga lág og vextir í sögulegu lágmarki, þótt enn séu þeir alltof háir. Allir þessir þættir skipta launafólk miklu máli,“ segir Gylfi. „Undanfarið hafa deilur innan verkalýðshreyfingarinnar hins vegar harðnað og menn tekist á um leiðir í kjarabaráttunni. Í þeim deilum virðist því miður sem persóna mín, í stað skoðana minna, sé orðin aðalatriði og þá á kostnað málefnalegrar umræðu. Alþýðusambandið er meira en 100 ára gamalt og gríðarlega mikilvægt í allri réttinda- og kjarabaráttu launafólks á Íslandi. ASÍ er mun stærra en nokkur einstaklingur, en ég viðurkenni að það er erfitt og lýjandi að eiga í átökum við félaga sína. Ég hef ávalt verið reiðubúinn til að berjast með félögum mínum og fyrir þá, en að berjast við þá gefur mér ekkert og skilar heldur engu fyrir hreyfinguna. Ég er sannfærður um að sú sýn sem forysta Alþýðusambandsins og aðildarfélaganna hefur haft að leiðarljósi á síðustu áratugum hafi skilað miklum árangri og ég vona að áhersla verði áfram lögð á að tryggja stöðugleika og langtímaárangur í kjarabaráttunni. Ef brotthvarf mitt getur orðið til þess að auka líkurnar á að áfram verði haldið á svipuðum nótum ber mér að íhuga stöðu mína og hlutverk. Það hef ég nú gert og niðurstaða mín er sú að ég mun ekki gefa kost á mér sem forseti ASÍ á þinginu okkar í haust. Ég tek þessa ákvörðun í þakklæti og auðmýkt fyrir að hafa fengið að starfa fyrir íslenska verkalýðshreyfingu allan minn starfsferil. Ég vona sannarlega að hreyfingin nái vopnum sínum og sameinist í störfum sínum fyrir launafólk á Íslandi í komandi kjarasamningum. Verkalýðshreyfingin er nefnilega svo miklu öflugri þegar allir róa í sömu átt,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Gylfi Arnbjörnsson hefur verið forseti ASÍ í 10 ár en hann var fyrst kjörinn í október 2008 og endurkjörinn fjórum sinnum eftir það. Þar á undan var Gylfi framkvæmdastjóri ASÍ frá 2001 en hann kom fyrst til starfa hjá verkalýðshreyfingunni árið 1989, þá sem hagfræðingur ASÍ hjá Kjararannsóknarnefnd.
Kjaramál Tengdar fréttir Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51 „Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51 Ætla að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ Formennirnir eru afar ósáttir með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ og framganga þeirra á fundi 6. júní síðastliðinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn 20. júní 2018 11:20 Stjórn VR treystir ekki forseta ASÍ Stjórn VR ber ekki traust til Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, til að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir hönd stéttarfélagsins og mun hann ekki tala í umboði þess. 24. maí 2018 14:16 Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sjá meira
Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51
„Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51
Ætla að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ Formennirnir eru afar ósáttir með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ og framganga þeirra á fundi 6. júní síðastliðinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn 20. júní 2018 11:20
Stjórn VR treystir ekki forseta ASÍ Stjórn VR ber ekki traust til Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, til að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir hönd stéttarfélagsins og mun hann ekki tala í umboði þess. 24. maí 2018 14:16
Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?