Hóp aldraðra haldið utan samfélagsþátttöku Björgvin Guðmundsson skrifar 21. júní 2018 07:00 Hvernig stendur á því, að hvorki ríkisstjórn né Alþingi hefur nokkurn áhuga á því að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja? Hvernig stendur á því, að þessir ráðamenn láta það afskiptalaust, að lægst launuðu aldraðir og öryrkjar hafi ekki nóg fyrir brýnustu útgjöldum? Þessir aðilar eiga jafnvel ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins. Þeir geta ekki átt eða rekið bíl; þeir geta ekki keypt tölvu og rekið hana; þeir verða oft að neita sér um að fara til læknis og geta ekki leyst út lyfin sín. Þessi hópur getur því ekki tekið fullan þátt í samfélaginu. Ríkisstjórn og Alþingi kemur í veg fyrir það. Það er mannréttindabrot. Ég hef velt því fyrir mér, hvers vegna Alþingi og ríkisstjórn séu gersamlega áhugalaus um kjör og hag þess hóps, sem er á lægsta lífeyri almannatrygginga og hefur engar tekjur aðrar en lífeyri TR. Mér hefur komið eftirfarandi í hug: Sumir stjórnmálamannanna vita ekkert hvernig hagur þessara eldri borgara og öryrkja er í raun! Þeir telja, að umræddir lífeyrisþegar hafi nógu góð kjör. Þetta sást vel, þegar Ellert Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, talaði við fyrrverandi alþingismann. Þessi fyrrverandi alþingismaður sagði eitthvað á þessa leið: Hvað eruð þið alltaf að væla. Eldri borgarar hafa það ágætt! Og ég hugsa að margir fleiri alþingismenn og jafnvel ráðherrar hugsi eins og telji hag verst launuðu aldraðra og öryrkja í lagi.Engin leið að dæmið gangi upp Er hagur þeirra ef til vill í lagi? Ég legg tölurnar fyrir lesendur svo þeir geti dæmt sjálfir: Aldraðir, sem hafa einungis tekjur frá TR, hafa 204 þúsund – 243 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Algengt er, að húsaleiga sé í kringum 200 þúsund kr. á mánuði. Ef um eignarhúsnæði er að ræða getur húsnæðiskostnaður verið nokkru minni en það munar þó ekki miklu. Fyrir það sem afgangs er þarf að greiða alla aðra útgjaldaliði, mat, fatnað, hreinlætisvörur, samgöngukostnað, lækniskostnað, lyf, gjafir, sjónvarp, síma og fleira. Það er engin leið, að þetta dæmi gangi upp. Stjórnmálamenn, sem hafa nú orðið mjög há laun ættu að skilja þetta. En það virðist þveröfugt. Það virðist svo sem eftir því, sem þeir hafa betri laun, átti þeir sig síður á því, að ekki er unnt að lifa af þeirri hungurlús, sem þeir skammta öldruðum og öryrkjum. Þingmenn hafa í dag 1,1 milljón í laun fyrir skatt á mánuði. Síðan hafa flestir þeirra mörg hundruð þúsund til viðbótar í aukasporslur, fyrir að vera formenn í flokki (550 þús.), forseti Alþingis og varaforsetar, fyrir að vera formenn í nefndum og fyrir að sitja í nefndum. Þingmenn fá 1,1 milljón á mánuði þó þeir geri ekkert á Alþingi, flytji ekki eina einustu tillögu á Alþingi og sitji þegjandi. En um leið og þeir gera eitthvað fá þeir greitt sérstaklega fyrir það! Bruðl og óhóf Eins og frægt er orðið fá þingmenn mikla bílastyrki og þeir fá einnig mikla dagpeninga í utanlandsferðum. Þeir geta sent hótelreikninginn heim í Alþingi til greiðslu en fá þá helming dagpeninga. Hvort þeir geti skrifað kostnað á hótelreikningana veit ég ekki en kæmi það ekki á óvart. Miðað við bruðl og óhóf þeirra er óskiljanlegt, að þeir skuli ekki manna sig upp í að leiðrétta kjör lægst launuðu aldraðra og öryrkja og leiðrétta kjör þeirra allra. Ráðherrarnir lifa við enn meira bruðl og óhóf. Þeir hafa fría bíla; þeir hafa nánast fríar utanferðir. Þeir fá miklu hærri dagpeninga en þingmenn; geta sent hótelreikningana heim í ráðuneytið og skrifað margs konar kostnað á hótelreikningana. Þeir þurfa varla að taka upp veskið. Þetta eru mennirnir, sem eiga að ákveða hvað aldraðir og öryrkjar þurfi mikið í lífeyri sér til framfærslu. Þetta eru mennirnir, sem segja að hungurlúsin nægi öldruðum og öryrkjum. Er ekki tímabært, að þessir menn fari að borga eitthvað af sínum kostnaði af eigin launum eins og annað launafólk? Mættu þeir ekki greiða rekstur bíls af sínum eigin launum eins og aðrir? Það er tímabært að skera allt þetta bruðl og óhóf niður. Það fengjust þá peningar upp í kjarabætur aldraðra og öryrkja. Kjör annarra eldri borgara eru betri en þó ekki til þess að hrópa húrra fyrir. Þeir sem hafa lágar greiðslur úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir en þeir, sem hafa engan lífeyrissjóð vegna mikilla skatta og skerðinga ríkisins. Skerðing TR vegna 150 þús. kr. úr lífeyrissjóði er tæpur helmingur upphæðarinnar. Það er allt annað en lagt var upp með en þá var gert ráð fyrir, að lífeyrissjóður væri hrein viðbót við almannatryggingar. Það hefur verið svikið.Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því, að hvorki ríkisstjórn né Alþingi hefur nokkurn áhuga á því að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja? Hvernig stendur á því, að þessir ráðamenn láta það afskiptalaust, að lægst launuðu aldraðir og öryrkjar hafi ekki nóg fyrir brýnustu útgjöldum? Þessir aðilar eiga jafnvel ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins. Þeir geta ekki átt eða rekið bíl; þeir geta ekki keypt tölvu og rekið hana; þeir verða oft að neita sér um að fara til læknis og geta ekki leyst út lyfin sín. Þessi hópur getur því ekki tekið fullan þátt í samfélaginu. Ríkisstjórn og Alþingi kemur í veg fyrir það. Það er mannréttindabrot. Ég hef velt því fyrir mér, hvers vegna Alþingi og ríkisstjórn séu gersamlega áhugalaus um kjör og hag þess hóps, sem er á lægsta lífeyri almannatrygginga og hefur engar tekjur aðrar en lífeyri TR. Mér hefur komið eftirfarandi í hug: Sumir stjórnmálamannanna vita ekkert hvernig hagur þessara eldri borgara og öryrkja er í raun! Þeir telja, að umræddir lífeyrisþegar hafi nógu góð kjör. Þetta sást vel, þegar Ellert Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, talaði við fyrrverandi alþingismann. Þessi fyrrverandi alþingismaður sagði eitthvað á þessa leið: Hvað eruð þið alltaf að væla. Eldri borgarar hafa það ágætt! Og ég hugsa að margir fleiri alþingismenn og jafnvel ráðherrar hugsi eins og telji hag verst launuðu aldraðra og öryrkja í lagi.Engin leið að dæmið gangi upp Er hagur þeirra ef til vill í lagi? Ég legg tölurnar fyrir lesendur svo þeir geti dæmt sjálfir: Aldraðir, sem hafa einungis tekjur frá TR, hafa 204 þúsund – 243 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Algengt er, að húsaleiga sé í kringum 200 þúsund kr. á mánuði. Ef um eignarhúsnæði er að ræða getur húsnæðiskostnaður verið nokkru minni en það munar þó ekki miklu. Fyrir það sem afgangs er þarf að greiða alla aðra útgjaldaliði, mat, fatnað, hreinlætisvörur, samgöngukostnað, lækniskostnað, lyf, gjafir, sjónvarp, síma og fleira. Það er engin leið, að þetta dæmi gangi upp. Stjórnmálamenn, sem hafa nú orðið mjög há laun ættu að skilja þetta. En það virðist þveröfugt. Það virðist svo sem eftir því, sem þeir hafa betri laun, átti þeir sig síður á því, að ekki er unnt að lifa af þeirri hungurlús, sem þeir skammta öldruðum og öryrkjum. Þingmenn hafa í dag 1,1 milljón í laun fyrir skatt á mánuði. Síðan hafa flestir þeirra mörg hundruð þúsund til viðbótar í aukasporslur, fyrir að vera formenn í flokki (550 þús.), forseti Alþingis og varaforsetar, fyrir að vera formenn í nefndum og fyrir að sitja í nefndum. Þingmenn fá 1,1 milljón á mánuði þó þeir geri ekkert á Alþingi, flytji ekki eina einustu tillögu á Alþingi og sitji þegjandi. En um leið og þeir gera eitthvað fá þeir greitt sérstaklega fyrir það! Bruðl og óhóf Eins og frægt er orðið fá þingmenn mikla bílastyrki og þeir fá einnig mikla dagpeninga í utanlandsferðum. Þeir geta sent hótelreikninginn heim í Alþingi til greiðslu en fá þá helming dagpeninga. Hvort þeir geti skrifað kostnað á hótelreikningana veit ég ekki en kæmi það ekki á óvart. Miðað við bruðl og óhóf þeirra er óskiljanlegt, að þeir skuli ekki manna sig upp í að leiðrétta kjör lægst launuðu aldraðra og öryrkja og leiðrétta kjör þeirra allra. Ráðherrarnir lifa við enn meira bruðl og óhóf. Þeir hafa fría bíla; þeir hafa nánast fríar utanferðir. Þeir fá miklu hærri dagpeninga en þingmenn; geta sent hótelreikningana heim í ráðuneytið og skrifað margs konar kostnað á hótelreikningana. Þeir þurfa varla að taka upp veskið. Þetta eru mennirnir, sem eiga að ákveða hvað aldraðir og öryrkjar þurfi mikið í lífeyri sér til framfærslu. Þetta eru mennirnir, sem segja að hungurlúsin nægi öldruðum og öryrkjum. Er ekki tímabært, að þessir menn fari að borga eitthvað af sínum kostnaði af eigin launum eins og annað launafólk? Mættu þeir ekki greiða rekstur bíls af sínum eigin launum eins og aðrir? Það er tímabært að skera allt þetta bruðl og óhóf niður. Það fengjust þá peningar upp í kjarabætur aldraðra og öryrkja. Kjör annarra eldri borgara eru betri en þó ekki til þess að hrópa húrra fyrir. Þeir sem hafa lágar greiðslur úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir en þeir, sem hafa engan lífeyrissjóð vegna mikilla skatta og skerðinga ríkisins. Skerðing TR vegna 150 þús. kr. úr lífeyrissjóði er tæpur helmingur upphæðarinnar. Það er allt annað en lagt var upp með en þá var gert ráð fyrir, að lífeyrissjóður væri hrein viðbót við almannatryggingar. Það hefur verið svikið.Höfundur er viðskiptafræðingur
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar