Næsti forseti ASÍ verði að ná að sætta sjónarmið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. júní 2018 13:22 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands, hefur lofað því að hugsa sig um hvort hún bjóði sig fram til forseta ASÍ í haust. Vísir/GVA Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að arftaki Gylfa Arnbjörnssonar verði að búa yfir miklum sameiningarmætti til þess að lægja öldurnar í Alþýðusambandi Íslands. Það verði að sameina sjónarmið ólíkra fylkinga og stilla til friðar. Fjölmargir hafa hvatt Drífu til að bjóða sig fram til forseta á ASÍ þingi í haust. Aðspurð segir Drífa að það verði ekki skýrt fyrr en í haust hver fari með umboð félagsmanna og að hún ætli sér að rýna í stöðuna þegar nær dregur. Það komi ekki í ljóst hvort hún bjóði fram krafta sína fyrr en undir lok sumars. „Ég er búin að lofa að hugsa það og mér finnst bara ekki tímabært að taka ákvörðun fyrr en í haust,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu.Forysta ASÍ gagnrýnd Mikil ólga hefur ríkt innan Alþýðusambandsins síðustu mánuði en nokkrir forystumenn stéttarfélaga hafa gagnrýnt fráfarandi forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnsson, harðlega. Ragnar Þór Ingólfsson hefur margsinnis lýst yfir óánægju sinni með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ. Ragnar Þór og aðrir sem hafa komið nýir inn í hreyfinguna hafi talað fyrir daufum eyrum forystunnar. Stéttarfélagið VR, sem Ragnar Þór fer fyrir, hefur lýst því yfir að félagið beri ekki traust til Gylfa og þá hefur Framsýn einnig lýst yfir óánægju sinni. Það var síðast í gær sem Ragnar Þór og Sólveig Anna Jónsdóttir lýstu því yfir að þau hygðust sniðganga alla miðstjórnarfundi ASÍ fram að þingi sem fer fram í haust. Ragnar og Sólveig eru áheyrnarfulltrúar í miðstjórn og hafa rétt til þess að bera fram tillögur en mega ekki greiða atkvæði. Þau segja að tillögur sínar hafi ekki fengið efnislega meðferð og tillögu þeirra að taka úr birtingu umdeildar auglýsingar ASÍ hafi verið vísað frá að tilstuðlan Sigurðar Bessasonar, fyrrverandi formanni Eflingar stéttarfélags.Það eru breytingar í vændum innan ASÍ.Mynd/samsettEgóið verði lagt til hliðar Fjölmargir binda vonir sínar við að Drífa verði næsti forseti ASÍ. „Mér finnst það náttúrulega bara alveg æðislegt og gott að finna það að fólk hafi áhuga á því að ég fari fram en næsti forseti verður að hafa möguleika til þess að ná að sameina sem flesta og þá þarf að leggja eigið egó til hliðar og leggja kalt mat á það hver það gæti verið og það verður gert í haust.“ Aðspurð hvort hún sé ekki til þess fallin að sætta sjónarmið, segir Drífa að hún hafi ekki metið það.Óvissutímabil í verkalýðshreyfingunni En hvað finnst Drífu um þessar deilur sem hafa ríkt innan sambandsins undanfarna mánuði?„Já, það hefur verið það og því miður hefur hún verið á persónulegum nótum, sem er verra. Ef maður rýnir í hugmyndafræðina þá held ég að fólk sé ekkert langt frá hvort öðru í hugmyndafræði, til dæmis í kröfum gagnvart stjórnvöldum og þeim kröfum sem eru fyrir framan okkur. Ég vonast til þess að í haust nái fólk að ræða sig niður á einhverja skynsama hugmyndafræði en það er náttúrulega þannig að það verður ekki skýrt hver fer með umboðið fyrr en í haust. Þetta er óvissutímabil sem verkalýðshreyfingin verður að þola fram að því.“ Aðspurð hvort það hefði verið rétt ákvörðun hjá Gylfa að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa segist Drífa sýna því skilning að hann hafi komist að þessari niðurstöðu. „Ég skil það að hann hafi tekið þessa ákvörðun. Það hefur náttúrulega verið kallað eftir endurnýjun þannig að mér fannst þetta rökrétt.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtal sem Stefán Rafn Sigurbjörnsson, fréttamaður, tók einnig við Drífu. Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að arftaki Gylfa Arnbjörnssonar verði að búa yfir miklum sameiningarmætti til þess að lægja öldurnar í Alþýðusambandi Íslands. Það verði að sameina sjónarmið ólíkra fylkinga og stilla til friðar. Fjölmargir hafa hvatt Drífu til að bjóða sig fram til forseta á ASÍ þingi í haust. Aðspurð segir Drífa að það verði ekki skýrt fyrr en í haust hver fari með umboð félagsmanna og að hún ætli sér að rýna í stöðuna þegar nær dregur. Það komi ekki í ljóst hvort hún bjóði fram krafta sína fyrr en undir lok sumars. „Ég er búin að lofa að hugsa það og mér finnst bara ekki tímabært að taka ákvörðun fyrr en í haust,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu.Forysta ASÍ gagnrýnd Mikil ólga hefur ríkt innan Alþýðusambandsins síðustu mánuði en nokkrir forystumenn stéttarfélaga hafa gagnrýnt fráfarandi forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnsson, harðlega. Ragnar Þór Ingólfsson hefur margsinnis lýst yfir óánægju sinni með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ. Ragnar Þór og aðrir sem hafa komið nýir inn í hreyfinguna hafi talað fyrir daufum eyrum forystunnar. Stéttarfélagið VR, sem Ragnar Þór fer fyrir, hefur lýst því yfir að félagið beri ekki traust til Gylfa og þá hefur Framsýn einnig lýst yfir óánægju sinni. Það var síðast í gær sem Ragnar Þór og Sólveig Anna Jónsdóttir lýstu því yfir að þau hygðust sniðganga alla miðstjórnarfundi ASÍ fram að þingi sem fer fram í haust. Ragnar og Sólveig eru áheyrnarfulltrúar í miðstjórn og hafa rétt til þess að bera fram tillögur en mega ekki greiða atkvæði. Þau segja að tillögur sínar hafi ekki fengið efnislega meðferð og tillögu þeirra að taka úr birtingu umdeildar auglýsingar ASÍ hafi verið vísað frá að tilstuðlan Sigurðar Bessasonar, fyrrverandi formanni Eflingar stéttarfélags.Það eru breytingar í vændum innan ASÍ.Mynd/samsettEgóið verði lagt til hliðar Fjölmargir binda vonir sínar við að Drífa verði næsti forseti ASÍ. „Mér finnst það náttúrulega bara alveg æðislegt og gott að finna það að fólk hafi áhuga á því að ég fari fram en næsti forseti verður að hafa möguleika til þess að ná að sameina sem flesta og þá þarf að leggja eigið egó til hliðar og leggja kalt mat á það hver það gæti verið og það verður gert í haust.“ Aðspurð hvort hún sé ekki til þess fallin að sætta sjónarmið, segir Drífa að hún hafi ekki metið það.Óvissutímabil í verkalýðshreyfingunni En hvað finnst Drífu um þessar deilur sem hafa ríkt innan sambandsins undanfarna mánuði?„Já, það hefur verið það og því miður hefur hún verið á persónulegum nótum, sem er verra. Ef maður rýnir í hugmyndafræðina þá held ég að fólk sé ekkert langt frá hvort öðru í hugmyndafræði, til dæmis í kröfum gagnvart stjórnvöldum og þeim kröfum sem eru fyrir framan okkur. Ég vonast til þess að í haust nái fólk að ræða sig niður á einhverja skynsama hugmyndafræði en það er náttúrulega þannig að það verður ekki skýrt hver fer með umboðið fyrr en í haust. Þetta er óvissutímabil sem verkalýðshreyfingin verður að þola fram að því.“ Aðspurð hvort það hefði verið rétt ákvörðun hjá Gylfa að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa segist Drífa sýna því skilning að hann hafi komist að þessari niðurstöðu. „Ég skil það að hann hafi tekið þessa ákvörðun. Það hefur náttúrulega verið kallað eftir endurnýjun þannig að mér fannst þetta rökrétt.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtal sem Stefán Rafn Sigurbjörnsson, fréttamaður, tók einnig við Drífu.
Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
„Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51
Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27