Næsti forseti ASÍ verði að ná að sætta sjónarmið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. júní 2018 13:22 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands, hefur lofað því að hugsa sig um hvort hún bjóði sig fram til forseta ASÍ í haust. Vísir/GVA Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að arftaki Gylfa Arnbjörnssonar verði að búa yfir miklum sameiningarmætti til þess að lægja öldurnar í Alþýðusambandi Íslands. Það verði að sameina sjónarmið ólíkra fylkinga og stilla til friðar. Fjölmargir hafa hvatt Drífu til að bjóða sig fram til forseta á ASÍ þingi í haust. Aðspurð segir Drífa að það verði ekki skýrt fyrr en í haust hver fari með umboð félagsmanna og að hún ætli sér að rýna í stöðuna þegar nær dregur. Það komi ekki í ljóst hvort hún bjóði fram krafta sína fyrr en undir lok sumars. „Ég er búin að lofa að hugsa það og mér finnst bara ekki tímabært að taka ákvörðun fyrr en í haust,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu.Forysta ASÍ gagnrýnd Mikil ólga hefur ríkt innan Alþýðusambandsins síðustu mánuði en nokkrir forystumenn stéttarfélaga hafa gagnrýnt fráfarandi forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnsson, harðlega. Ragnar Þór Ingólfsson hefur margsinnis lýst yfir óánægju sinni með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ. Ragnar Þór og aðrir sem hafa komið nýir inn í hreyfinguna hafi talað fyrir daufum eyrum forystunnar. Stéttarfélagið VR, sem Ragnar Þór fer fyrir, hefur lýst því yfir að félagið beri ekki traust til Gylfa og þá hefur Framsýn einnig lýst yfir óánægju sinni. Það var síðast í gær sem Ragnar Þór og Sólveig Anna Jónsdóttir lýstu því yfir að þau hygðust sniðganga alla miðstjórnarfundi ASÍ fram að þingi sem fer fram í haust. Ragnar og Sólveig eru áheyrnarfulltrúar í miðstjórn og hafa rétt til þess að bera fram tillögur en mega ekki greiða atkvæði. Þau segja að tillögur sínar hafi ekki fengið efnislega meðferð og tillögu þeirra að taka úr birtingu umdeildar auglýsingar ASÍ hafi verið vísað frá að tilstuðlan Sigurðar Bessasonar, fyrrverandi formanni Eflingar stéttarfélags.Það eru breytingar í vændum innan ASÍ.Mynd/samsettEgóið verði lagt til hliðar Fjölmargir binda vonir sínar við að Drífa verði næsti forseti ASÍ. „Mér finnst það náttúrulega bara alveg æðislegt og gott að finna það að fólk hafi áhuga á því að ég fari fram en næsti forseti verður að hafa möguleika til þess að ná að sameina sem flesta og þá þarf að leggja eigið egó til hliðar og leggja kalt mat á það hver það gæti verið og það verður gert í haust.“ Aðspurð hvort hún sé ekki til þess fallin að sætta sjónarmið, segir Drífa að hún hafi ekki metið það.Óvissutímabil í verkalýðshreyfingunni En hvað finnst Drífu um þessar deilur sem hafa ríkt innan sambandsins undanfarna mánuði?„Já, það hefur verið það og því miður hefur hún verið á persónulegum nótum, sem er verra. Ef maður rýnir í hugmyndafræðina þá held ég að fólk sé ekkert langt frá hvort öðru í hugmyndafræði, til dæmis í kröfum gagnvart stjórnvöldum og þeim kröfum sem eru fyrir framan okkur. Ég vonast til þess að í haust nái fólk að ræða sig niður á einhverja skynsama hugmyndafræði en það er náttúrulega þannig að það verður ekki skýrt hver fer með umboðið fyrr en í haust. Þetta er óvissutímabil sem verkalýðshreyfingin verður að þola fram að því.“ Aðspurð hvort það hefði verið rétt ákvörðun hjá Gylfa að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa segist Drífa sýna því skilning að hann hafi komist að þessari niðurstöðu. „Ég skil það að hann hafi tekið þessa ákvörðun. Það hefur náttúrulega verið kallað eftir endurnýjun þannig að mér fannst þetta rökrétt.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtal sem Stefán Rafn Sigurbjörnsson, fréttamaður, tók einnig við Drífu. Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að arftaki Gylfa Arnbjörnssonar verði að búa yfir miklum sameiningarmætti til þess að lægja öldurnar í Alþýðusambandi Íslands. Það verði að sameina sjónarmið ólíkra fylkinga og stilla til friðar. Fjölmargir hafa hvatt Drífu til að bjóða sig fram til forseta á ASÍ þingi í haust. Aðspurð segir Drífa að það verði ekki skýrt fyrr en í haust hver fari með umboð félagsmanna og að hún ætli sér að rýna í stöðuna þegar nær dregur. Það komi ekki í ljóst hvort hún bjóði fram krafta sína fyrr en undir lok sumars. „Ég er búin að lofa að hugsa það og mér finnst bara ekki tímabært að taka ákvörðun fyrr en í haust,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu.Forysta ASÍ gagnrýnd Mikil ólga hefur ríkt innan Alþýðusambandsins síðustu mánuði en nokkrir forystumenn stéttarfélaga hafa gagnrýnt fráfarandi forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnsson, harðlega. Ragnar Þór Ingólfsson hefur margsinnis lýst yfir óánægju sinni með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ. Ragnar Þór og aðrir sem hafa komið nýir inn í hreyfinguna hafi talað fyrir daufum eyrum forystunnar. Stéttarfélagið VR, sem Ragnar Þór fer fyrir, hefur lýst því yfir að félagið beri ekki traust til Gylfa og þá hefur Framsýn einnig lýst yfir óánægju sinni. Það var síðast í gær sem Ragnar Þór og Sólveig Anna Jónsdóttir lýstu því yfir að þau hygðust sniðganga alla miðstjórnarfundi ASÍ fram að þingi sem fer fram í haust. Ragnar og Sólveig eru áheyrnarfulltrúar í miðstjórn og hafa rétt til þess að bera fram tillögur en mega ekki greiða atkvæði. Þau segja að tillögur sínar hafi ekki fengið efnislega meðferð og tillögu þeirra að taka úr birtingu umdeildar auglýsingar ASÍ hafi verið vísað frá að tilstuðlan Sigurðar Bessasonar, fyrrverandi formanni Eflingar stéttarfélags.Það eru breytingar í vændum innan ASÍ.Mynd/samsettEgóið verði lagt til hliðar Fjölmargir binda vonir sínar við að Drífa verði næsti forseti ASÍ. „Mér finnst það náttúrulega bara alveg æðislegt og gott að finna það að fólk hafi áhuga á því að ég fari fram en næsti forseti verður að hafa möguleika til þess að ná að sameina sem flesta og þá þarf að leggja eigið egó til hliðar og leggja kalt mat á það hver það gæti verið og það verður gert í haust.“ Aðspurð hvort hún sé ekki til þess fallin að sætta sjónarmið, segir Drífa að hún hafi ekki metið það.Óvissutímabil í verkalýðshreyfingunni En hvað finnst Drífu um þessar deilur sem hafa ríkt innan sambandsins undanfarna mánuði?„Já, það hefur verið það og því miður hefur hún verið á persónulegum nótum, sem er verra. Ef maður rýnir í hugmyndafræðina þá held ég að fólk sé ekkert langt frá hvort öðru í hugmyndafræði, til dæmis í kröfum gagnvart stjórnvöldum og þeim kröfum sem eru fyrir framan okkur. Ég vonast til þess að í haust nái fólk að ræða sig niður á einhverja skynsama hugmyndafræði en það er náttúrulega þannig að það verður ekki skýrt hver fer með umboðið fyrr en í haust. Þetta er óvissutímabil sem verkalýðshreyfingin verður að þola fram að því.“ Aðspurð hvort það hefði verið rétt ákvörðun hjá Gylfa að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa segist Drífa sýna því skilning að hann hafi komist að þessari niðurstöðu. „Ég skil það að hann hafi tekið þessa ákvörðun. Það hefur náttúrulega verið kallað eftir endurnýjun þannig að mér fannst þetta rökrétt.“Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtal sem Stefán Rafn Sigurbjörnsson, fréttamaður, tók einnig við Drífu.
Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
„Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51
Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27