Sjö ljósmæður til viðbótar sögðu upp í síðustu viku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júní 2018 13:19 Kjaradeila ljósmæðra dregst enn á langinn og uppsagnir vofa yfir. Vísir/Vilhelm Sjö ljósmæður sögðu upp störfum á fæðingarvakt Landspítalans í síðustu viku og nítján uppsagnir taka gildi um mánaðamótin. Ein þeirra sem sagði upp í síðustu viku segir að um öþrifaráð sé að ræða. Staðan á Landspítalanum verði erfið þegar uppsagnirnar taka gildi. Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra hefur verið boðaður á fimmtudaginn en æ fleiri ljósmæður bætast í hóp þeirra sem hafa sagt upp störfum. Hildur Sólveig Ragnarsdóttir er ein þeirra ljósmæðra á fæðingarvakt landspítalans sem sagði upp í síðustu viku en þar að auki munu þrjár láta af störfum næstu mánaðarmót. „Ég held að við séum einar sex-sjö sem hafa lagt inn uppsagnarbréf. Þetta er stór hópur, við erum kannski tíu-ellefu, en þetta er stórt hlutfall af þeim sem eru starfandi á fæðingarvaktinni þannig að þetta lítur ekki vel út,“ segir Hildur Sólveig. Náist góðir samningar muni hún íhuga að draga umsókn sína til baka. Það eigi þó ekki við um allar þær ljósmæður sem sagt hafa upp störfum. „Staðan eins og hún verður núna 1. júlí hún verður mjög erfið. Það eru þrjár að fara núna hérna af fæðingarvaktinni, einar tíu eða ellefu niðri á sængurkvennadeild. Þetta verður mjög erfið staða á báðum deildunum vegna þess að auðvitað hefur ein deild áhrif á hina,“ segir hún. Erfið staða getur einnig skapast á sónardeild Landspítalans þar sem minnst ein ljósmóðir hefur sagt upp störfum og fleiri hafa í hyggju að segja upp samkvæmt heimildum fréttastofu. Þar starfa aðeins sjö ljósmæður sem geta sinnt tólf vikna sónarskoðun en til þess þarf tveggja ára viðbótarþjálfun. Ekki fengust upplýsingar frá Landspítalanum um heildarfjölda uppsagna við vinnslu fréttarinnar. Kjaramál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Sjö ljósmæður sögðu upp störfum á fæðingarvakt Landspítalans í síðustu viku og nítján uppsagnir taka gildi um mánaðamótin. Ein þeirra sem sagði upp í síðustu viku segir að um öþrifaráð sé að ræða. Staðan á Landspítalanum verði erfið þegar uppsagnirnar taka gildi. Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra hefur verið boðaður á fimmtudaginn en æ fleiri ljósmæður bætast í hóp þeirra sem hafa sagt upp störfum. Hildur Sólveig Ragnarsdóttir er ein þeirra ljósmæðra á fæðingarvakt landspítalans sem sagði upp í síðustu viku en þar að auki munu þrjár láta af störfum næstu mánaðarmót. „Ég held að við séum einar sex-sjö sem hafa lagt inn uppsagnarbréf. Þetta er stór hópur, við erum kannski tíu-ellefu, en þetta er stórt hlutfall af þeim sem eru starfandi á fæðingarvaktinni þannig að þetta lítur ekki vel út,“ segir Hildur Sólveig. Náist góðir samningar muni hún íhuga að draga umsókn sína til baka. Það eigi þó ekki við um allar þær ljósmæður sem sagt hafa upp störfum. „Staðan eins og hún verður núna 1. júlí hún verður mjög erfið. Það eru þrjár að fara núna hérna af fæðingarvaktinni, einar tíu eða ellefu niðri á sængurkvennadeild. Þetta verður mjög erfið staða á báðum deildunum vegna þess að auðvitað hefur ein deild áhrif á hina,“ segir hún. Erfið staða getur einnig skapast á sónardeild Landspítalans þar sem minnst ein ljósmóðir hefur sagt upp störfum og fleiri hafa í hyggju að segja upp samkvæmt heimildum fréttastofu. Þar starfa aðeins sjö ljósmæður sem geta sinnt tólf vikna sónarskoðun en til þess þarf tveggja ára viðbótarþjálfun. Ekki fengust upplýsingar frá Landspítalanum um heildarfjölda uppsagna við vinnslu fréttarinnar.
Kjaramál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira