Pálmaolían slæm en aðrir valkostir enn verri Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júní 2018 14:41 Olían er unnin úr ávexti pálmanns og er notuð í fjölda matvara og snyrtivara Vísir/Getty Engir góðir valkostir eru í boði til að koma í stað pálmaolíu, þrátt fyrir að notkun hennar sé í dag gríðarlegt umhverfisvandamál. Neysla pálmaolíu hefur vaxið hratt í heiminum síðustu áratugi og hefur leitt til skógeyðingar og útrýmingar dýrategunda. Meðal þeirra dýra sem eru í bráðri hættu vegna ósjálfbærar framleiðslu á olíunni eru órangútan apar og tígrisdýr. Pálmaræktun er orðin að stórum atvinnuvegi í Indónesíu og Malasíu þar sem sífellt meira er gengið á ósnortna skóga til að skapa ræktarland. Í nýrri rannsóknarskýrslu frá International Union for the Conservation of Nature (IUCN) segir hins vegar að engin lausn sé falin í að banna eða draga úr framleiðslu pálmaolíu úr þessu. Það eina sem myndi gerast ef pálmaolían hyrfi skyndilega af markaði væri að menn myndu skipta yfir í enn verri kosti. Sojabaunir, maís og repja þurfi t.d. allt að níu sinnum meira ræktarland en pálminn til að skila sama magni af olíu. Ræktunin myndi þannig í besta falli flytjast frá Indónesíu og Malasíu til Argentínu og Brasilíu þar sem þyrfti að brenna enn meira skóglendi til að rýma fyrir plantekrum. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að pálmaolía er í dag sirka þriðjungur af allri jurtaolíu sem notaður er í heiminum en notar aðeins 10% af því ræktarlandi sem lagt er undir slíka framleiðslu á heimsvísu. Talið er að um helmingur jarðarbúa borði pálmaolíu daglega og hún er auk þess notuð í snyrtivörur, hreinlætisvörur og eldsneyti. Argentína Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Framleiðsla pálmaolíu veldur gríðarlegum umhverfisspjöllum í Asíu og á jörðinni allri. 10. apríl 2018 12:42 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sjá meira
Engir góðir valkostir eru í boði til að koma í stað pálmaolíu, þrátt fyrir að notkun hennar sé í dag gríðarlegt umhverfisvandamál. Neysla pálmaolíu hefur vaxið hratt í heiminum síðustu áratugi og hefur leitt til skógeyðingar og útrýmingar dýrategunda. Meðal þeirra dýra sem eru í bráðri hættu vegna ósjálfbærar framleiðslu á olíunni eru órangútan apar og tígrisdýr. Pálmaræktun er orðin að stórum atvinnuvegi í Indónesíu og Malasíu þar sem sífellt meira er gengið á ósnortna skóga til að skapa ræktarland. Í nýrri rannsóknarskýrslu frá International Union for the Conservation of Nature (IUCN) segir hins vegar að engin lausn sé falin í að banna eða draga úr framleiðslu pálmaolíu úr þessu. Það eina sem myndi gerast ef pálmaolían hyrfi skyndilega af markaði væri að menn myndu skipta yfir í enn verri kosti. Sojabaunir, maís og repja þurfi t.d. allt að níu sinnum meira ræktarland en pálminn til að skila sama magni af olíu. Ræktunin myndi þannig í besta falli flytjast frá Indónesíu og Malasíu til Argentínu og Brasilíu þar sem þyrfti að brenna enn meira skóglendi til að rýma fyrir plantekrum. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að pálmaolía er í dag sirka þriðjungur af allri jurtaolíu sem notaður er í heiminum en notar aðeins 10% af því ræktarlandi sem lagt er undir slíka framleiðslu á heimsvísu. Talið er að um helmingur jarðarbúa borði pálmaolíu daglega og hún er auk þess notuð í snyrtivörur, hreinlætisvörur og eldsneyti.
Argentína Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Framleiðsla pálmaolíu veldur gríðarlegum umhverfisspjöllum í Asíu og á jörðinni allri. 10. apríl 2018 12:42 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sjá meira
Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Framleiðsla pálmaolíu veldur gríðarlegum umhverfisspjöllum í Asíu og á jörðinni allri. 10. apríl 2018 12:42