Pálmaolían slæm en aðrir valkostir enn verri Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júní 2018 14:41 Olían er unnin úr ávexti pálmanns og er notuð í fjölda matvara og snyrtivara Vísir/Getty Engir góðir valkostir eru í boði til að koma í stað pálmaolíu, þrátt fyrir að notkun hennar sé í dag gríðarlegt umhverfisvandamál. Neysla pálmaolíu hefur vaxið hratt í heiminum síðustu áratugi og hefur leitt til skógeyðingar og útrýmingar dýrategunda. Meðal þeirra dýra sem eru í bráðri hættu vegna ósjálfbærar framleiðslu á olíunni eru órangútan apar og tígrisdýr. Pálmaræktun er orðin að stórum atvinnuvegi í Indónesíu og Malasíu þar sem sífellt meira er gengið á ósnortna skóga til að skapa ræktarland. Í nýrri rannsóknarskýrslu frá International Union for the Conservation of Nature (IUCN) segir hins vegar að engin lausn sé falin í að banna eða draga úr framleiðslu pálmaolíu úr þessu. Það eina sem myndi gerast ef pálmaolían hyrfi skyndilega af markaði væri að menn myndu skipta yfir í enn verri kosti. Sojabaunir, maís og repja þurfi t.d. allt að níu sinnum meira ræktarland en pálminn til að skila sama magni af olíu. Ræktunin myndi þannig í besta falli flytjast frá Indónesíu og Malasíu til Argentínu og Brasilíu þar sem þyrfti að brenna enn meira skóglendi til að rýma fyrir plantekrum. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að pálmaolía er í dag sirka þriðjungur af allri jurtaolíu sem notaður er í heiminum en notar aðeins 10% af því ræktarlandi sem lagt er undir slíka framleiðslu á heimsvísu. Talið er að um helmingur jarðarbúa borði pálmaolíu daglega og hún er auk þess notuð í snyrtivörur, hreinlætisvörur og eldsneyti. Argentína Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Framleiðsla pálmaolíu veldur gríðarlegum umhverfisspjöllum í Asíu og á jörðinni allri. 10. apríl 2018 12:42 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Engir góðir valkostir eru í boði til að koma í stað pálmaolíu, þrátt fyrir að notkun hennar sé í dag gríðarlegt umhverfisvandamál. Neysla pálmaolíu hefur vaxið hratt í heiminum síðustu áratugi og hefur leitt til skógeyðingar og útrýmingar dýrategunda. Meðal þeirra dýra sem eru í bráðri hættu vegna ósjálfbærar framleiðslu á olíunni eru órangútan apar og tígrisdýr. Pálmaræktun er orðin að stórum atvinnuvegi í Indónesíu og Malasíu þar sem sífellt meira er gengið á ósnortna skóga til að skapa ræktarland. Í nýrri rannsóknarskýrslu frá International Union for the Conservation of Nature (IUCN) segir hins vegar að engin lausn sé falin í að banna eða draga úr framleiðslu pálmaolíu úr þessu. Það eina sem myndi gerast ef pálmaolían hyrfi skyndilega af markaði væri að menn myndu skipta yfir í enn verri kosti. Sojabaunir, maís og repja þurfi t.d. allt að níu sinnum meira ræktarland en pálminn til að skila sama magni af olíu. Ræktunin myndi þannig í besta falli flytjast frá Indónesíu og Malasíu til Argentínu og Brasilíu þar sem þyrfti að brenna enn meira skóglendi til að rýma fyrir plantekrum. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að pálmaolía er í dag sirka þriðjungur af allri jurtaolíu sem notaður er í heiminum en notar aðeins 10% af því ræktarlandi sem lagt er undir slíka framleiðslu á heimsvísu. Talið er að um helmingur jarðarbúa borði pálmaolíu daglega og hún er auk þess notuð í snyrtivörur, hreinlætisvörur og eldsneyti.
Argentína Brasilía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Framleiðsla pálmaolíu veldur gríðarlegum umhverfisspjöllum í Asíu og á jörðinni allri. 10. apríl 2018 12:42 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Framleiðsla pálmaolíu veldur gríðarlegum umhverfisspjöllum í Asíu og á jörðinni allri. 10. apríl 2018 12:42