Úrslitastund fyrir Evrópusambandið og þýsku ríkisstjórnina Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. júní 2018 18:45 „Evrópa stendur frammi fyrir fjölmörgum vandamálum en flóttamannavandinn gæti verið úrslitaatriði fyrir Evrópusambandið“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í ræðu fyrir þýska sambandsþinginu í dag. „Annað hvort ráðum við við vandann og Afríkuþjóðir sjá að við trúum enn á góð gildi og fjölþjóðlegt samstarf, ekki einhliða ákvarðanir, eða að fólk missir trú á þeim sameiginlegu gildum sem hafa gert okkur sterk.“Seehofer hefur gefið Merkel frest fram á sunnudag.Með ræðu sinni ítrekaði hún frjálslynda afstöðu sína í garð flóttamannavandans og nauðsyn þess að Evrópusambandið leysi vandann í sameiningu. Að ræðunni lokinni flaug hún til Brussel á tveggja daga leiðtogafund sambandsins þar sem flóttamannamálin eru efst á baugi. Að mati Merkel er um að ræða ögurstund fyrir Evrópusambandið en það er ekki síður úrslitastund fyrir ríkisstjórn Þýskalands. Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, og formaður Kristilega Þjóðarbandalagsins í Bæjaralandi, systurflokks Kristilegra Demókrata flokks Merkel, hefur gefið kanslaranum frest til 1. júlí til að finna viðunandi lausn á flóttamannavandanum annars mun hann herða landamæraeftirlit á suðurlandamærum Þýskalands. Merkel er andsnúin því að herða landamæragæslu og hafa stjórnmálaskýrendur sagt að muni Seehofer láta verða af hótunum sínum verði hann líklega rekinn úr ríkisstjórninni. Það myndi vafalaust þýða brotthvarf bæverska flokksins og fall ríkisstjórnarinnar. Leiðtogafundurinn er þá uppgjör á milli harðlínu-hægriafla í Evrópusambandinu og frjálslyndra Evrópusinna. Þeir leiðtogar sem ræddu við fjölmiðla í upphafi fundar voru sammála um að nauðsynlegt væri að finna skjóta lausn á vandanum en ekki er einhugur um nálgun.Orbán ræðir við Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í upphafi fundar.„Við stöndum frammi fyrir einföldum valkosti,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti. „Viljum við lausnir á vegum þjóðríkjanna eða trúum við á evrópskar lausnir og samvinnu? Fyrir mína parta mun ég verja evrópskar lausnir og samvinnu á vettvangi Evrópusambandsins og Schengen.“ Giueseppe Conte, nýr forsætisráðherra Ítalíu, sótti sinn fyrsta leiðtogaráðsfund. „Dagurinn í dag er afar mikilvægur,“ sagði hann. „Við vonum að orð verði að aðgerðum. Þolinmæði Ítalíu er á þrotum gagnvart orðum og yfirlýsingum, við þurfum beinar aðgerðir.“ Ný ríkisstjórn Ítalíu samanstendur af flokkum sem hafa verið einkar fjandsamlegir í garð flóttamanna. Ítalir telja að önnur ríki Evrópu hafi ekki lagt sitt af mörkum við að taka á móti hælisleitendum. Sebastian Kurz Austurríkiskanslari hefur þá talað fyrir því að athygli Evrópuríkja eigi að beinast að ytri landamærum sambandsins en ekki innri landamærum á milli aðildarríkja. Hann er andvígur því að landamæragæsla á suðurlandamærum Þýskalands verði hert. Victor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, er sá leiðtogi sem hefur staðsett sig fjærst Merkel í þessum efnum. „Við verðum að hlusta á hvað fólkið vill,“ sagði Orbán við fjölmiðlafólk. „Fólkið kallar á eftir tvennu. Í fyrsta lagi að við hleypum ekki fleira fólki inn. Í öðru lagi að við rekum þá sem eru hér fyrir á brott. Ef við ætlum að endurreisa evrópskt lýðræði þurfum við að stefna í þá átt.“ Ungverjaland Þýskaland Tengdar fréttir Ríkisstjórn Merkel stendur á brauðfótum vegna ósættis um hælisleitendur Hætta er á að meirihluti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í ríkisstjórn landsins falli vegna ósættis innan stjórnarinnar í málefnum hælisleitenda. 14. júní 2018 23:51 Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
„Evrópa stendur frammi fyrir fjölmörgum vandamálum en flóttamannavandinn gæti verið úrslitaatriði fyrir Evrópusambandið“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í ræðu fyrir þýska sambandsþinginu í dag. „Annað hvort ráðum við við vandann og Afríkuþjóðir sjá að við trúum enn á góð gildi og fjölþjóðlegt samstarf, ekki einhliða ákvarðanir, eða að fólk missir trú á þeim sameiginlegu gildum sem hafa gert okkur sterk.“Seehofer hefur gefið Merkel frest fram á sunnudag.Með ræðu sinni ítrekaði hún frjálslynda afstöðu sína í garð flóttamannavandans og nauðsyn þess að Evrópusambandið leysi vandann í sameiningu. Að ræðunni lokinni flaug hún til Brussel á tveggja daga leiðtogafund sambandsins þar sem flóttamannamálin eru efst á baugi. Að mati Merkel er um að ræða ögurstund fyrir Evrópusambandið en það er ekki síður úrslitastund fyrir ríkisstjórn Þýskalands. Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, og formaður Kristilega Þjóðarbandalagsins í Bæjaralandi, systurflokks Kristilegra Demókrata flokks Merkel, hefur gefið kanslaranum frest til 1. júlí til að finna viðunandi lausn á flóttamannavandanum annars mun hann herða landamæraeftirlit á suðurlandamærum Þýskalands. Merkel er andsnúin því að herða landamæragæslu og hafa stjórnmálaskýrendur sagt að muni Seehofer láta verða af hótunum sínum verði hann líklega rekinn úr ríkisstjórninni. Það myndi vafalaust þýða brotthvarf bæverska flokksins og fall ríkisstjórnarinnar. Leiðtogafundurinn er þá uppgjör á milli harðlínu-hægriafla í Evrópusambandinu og frjálslyndra Evrópusinna. Þeir leiðtogar sem ræddu við fjölmiðla í upphafi fundar voru sammála um að nauðsynlegt væri að finna skjóta lausn á vandanum en ekki er einhugur um nálgun.Orbán ræðir við Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í upphafi fundar.„Við stöndum frammi fyrir einföldum valkosti,“ sagði Emmanuel Macron Frakklandsforseti. „Viljum við lausnir á vegum þjóðríkjanna eða trúum við á evrópskar lausnir og samvinnu? Fyrir mína parta mun ég verja evrópskar lausnir og samvinnu á vettvangi Evrópusambandsins og Schengen.“ Giueseppe Conte, nýr forsætisráðherra Ítalíu, sótti sinn fyrsta leiðtogaráðsfund. „Dagurinn í dag er afar mikilvægur,“ sagði hann. „Við vonum að orð verði að aðgerðum. Þolinmæði Ítalíu er á þrotum gagnvart orðum og yfirlýsingum, við þurfum beinar aðgerðir.“ Ný ríkisstjórn Ítalíu samanstendur af flokkum sem hafa verið einkar fjandsamlegir í garð flóttamanna. Ítalir telja að önnur ríki Evrópu hafi ekki lagt sitt af mörkum við að taka á móti hælisleitendum. Sebastian Kurz Austurríkiskanslari hefur þá talað fyrir því að athygli Evrópuríkja eigi að beinast að ytri landamærum sambandsins en ekki innri landamærum á milli aðildarríkja. Hann er andvígur því að landamæragæsla á suðurlandamærum Þýskalands verði hert. Victor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, er sá leiðtogi sem hefur staðsett sig fjærst Merkel í þessum efnum. „Við verðum að hlusta á hvað fólkið vill,“ sagði Orbán við fjölmiðlafólk. „Fólkið kallar á eftir tvennu. Í fyrsta lagi að við hleypum ekki fleira fólki inn. Í öðru lagi að við rekum þá sem eru hér fyrir á brott. Ef við ætlum að endurreisa evrópskt lýðræði þurfum við að stefna í þá átt.“
Ungverjaland Þýskaland Tengdar fréttir Ríkisstjórn Merkel stendur á brauðfótum vegna ósættis um hælisleitendur Hætta er á að meirihluti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í ríkisstjórn landsins falli vegna ósættis innan stjórnarinnar í málefnum hælisleitenda. 14. júní 2018 23:51 Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Ríkisstjórn Merkel stendur á brauðfótum vegna ósættis um hælisleitendur Hætta er á að meirihluti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í ríkisstjórn landsins falli vegna ósættis innan stjórnarinnar í málefnum hælisleitenda. 14. júní 2018 23:51
Trump baunar á Merkel vegna innflytjendastefnu Þjóðverja Forseti Bandaríkjanna baunaði á innflytjendastefnu Þjóðverja á málgagni sínu, Twitter, í gær. 19. júní 2018 06:00