Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. júní 2018 14:00 Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra fagnar því að dómstóllinn taki afstöðu til kærunnar sem fyrst. vísir/ernir „Það er ekki enn að fullu ljóst hvort MDE ætlar að taka málið til meðferðar,“ skrifar Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra á facebook síðu sína í morgun. „Reglur dómstólsins eru þannig að mörgum málum er vísað strax frá dómi en hins vegar er einnig mögulegt að áður en slík ákvörðun er tekin sé gagnaðila málsins gefinn kostur á að tjá sig um sakarefnið. Hluti af slíkri greinargerð getur verið krafa um að málinu verði vísað frá án frekari málflutnings. Slík ákvörðun getur verið íhöndum forseta deildarinnar án aðkomu annarra dómara.“ Tilefnið eru spurningar sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sent íslenskum stjórnvöldum vegna Landsréttarmálsins en dómnum barst kæra vegna málsins fyrir mánuði síðan. Vinnubrögð dómsins eru óvenju hröð og er ástæðan sögð alvarleg réttaróvissa á Íslandi samkvæmt fréttaflutningi Ríkisútvarpsins. Sigríður fagnar því að dómurinn vilji taka hratt á málinu. „Hins vegar er ástæða til að fagna því að dómstóllinn taki sem fyrst afstöðu til kæru sem lýtur að því að skipan landsréttardómara sé andstæð Mannréttindasáttmála Evrópu þrátt fyrir að Hæstiréttur Íslands hafi komist að gagnstæðri niðurstöðu. Þegar skoðaðar eru spurningar sem MDE hefur nú beint til íslenskra stjórnvalda er ljóst að þar er ekkert óeðlilegt á ferðinni enda eru þær í samræmi við málatilbúnað kæranda.“ Spurningarnar sem um ræðir eru í tveimur liðum. Í fyrsta lagi hvernig það samrýmist ákvæði mannréttindasáttmála að skipan dómara hafi ekki fylgt lagaákvæði um að Alþingi skuli greiða atkvæði um hvert og eitt dómaragildi en ekki tillögu ráðherra í heild sinni líkt og var gert. Í öðru lagi er spurt um niðurstöðu Hæstaréttar frá því í fyrra um brot ráðherra á lögum við skipan dómara og hvernig það haldist í hendur við niðurstöðu Hæstaréttar frá því í ár þar sem kveðið er á um að dómarar í Landsrétti sitji löglega. Sjá einnig: „Sigríður Andersen braut lög“ og „Hæstiréttur vísar frá kröfu um dómara við Landsrétt“ Sigríður segir að stjórnvöld munu svara dómnum með greinagerð í sumar og vonast hún til að málið hljóti afgreiðslu hjá MDE í haust. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir dóminn staðfesta þá staðreynd að réttaróvissa ríki í landinu.Vísir/Anton Brink Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir Mannréttindadóminn með þessu staðfesta réttaróvissu á Íslandi. „Þessi ákvörðun dómstólsins og hvernig hann rökstyður hana ákveðin staðfeting á þeirri staðreynd sem við í stjórnarandstöðunni höfum verið að halda fram að skipan dómara í Landsrétt skapi réttaróvissu og sé alvarleg“ Hún segir það ánægjulegt að dómstóllinn hafi forgangsraðað málinu þannig að hægt væri að eyða réttaróvissu á Íslandi sem fyrst. hinsvegar séu aðrir þættir sem séu áhyggjuefni til að mynda ef að dómurinn verði fordæmisgefandi fyrir önnur ríki. „Það væri mjög sorglegt mál ef að Ísland væri fordæmi fyrir því hvernig eigi ekki að skipa dómara.“ Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Það er ekki enn að fullu ljóst hvort MDE ætlar að taka málið til meðferðar,“ skrifar Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra á facebook síðu sína í morgun. „Reglur dómstólsins eru þannig að mörgum málum er vísað strax frá dómi en hins vegar er einnig mögulegt að áður en slík ákvörðun er tekin sé gagnaðila málsins gefinn kostur á að tjá sig um sakarefnið. Hluti af slíkri greinargerð getur verið krafa um að málinu verði vísað frá án frekari málflutnings. Slík ákvörðun getur verið íhöndum forseta deildarinnar án aðkomu annarra dómara.“ Tilefnið eru spurningar sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sent íslenskum stjórnvöldum vegna Landsréttarmálsins en dómnum barst kæra vegna málsins fyrir mánuði síðan. Vinnubrögð dómsins eru óvenju hröð og er ástæðan sögð alvarleg réttaróvissa á Íslandi samkvæmt fréttaflutningi Ríkisútvarpsins. Sigríður fagnar því að dómurinn vilji taka hratt á málinu. „Hins vegar er ástæða til að fagna því að dómstóllinn taki sem fyrst afstöðu til kæru sem lýtur að því að skipan landsréttardómara sé andstæð Mannréttindasáttmála Evrópu þrátt fyrir að Hæstiréttur Íslands hafi komist að gagnstæðri niðurstöðu. Þegar skoðaðar eru spurningar sem MDE hefur nú beint til íslenskra stjórnvalda er ljóst að þar er ekkert óeðlilegt á ferðinni enda eru þær í samræmi við málatilbúnað kæranda.“ Spurningarnar sem um ræðir eru í tveimur liðum. Í fyrsta lagi hvernig það samrýmist ákvæði mannréttindasáttmála að skipan dómara hafi ekki fylgt lagaákvæði um að Alþingi skuli greiða atkvæði um hvert og eitt dómaragildi en ekki tillögu ráðherra í heild sinni líkt og var gert. Í öðru lagi er spurt um niðurstöðu Hæstaréttar frá því í fyrra um brot ráðherra á lögum við skipan dómara og hvernig það haldist í hendur við niðurstöðu Hæstaréttar frá því í ár þar sem kveðið er á um að dómarar í Landsrétti sitji löglega. Sjá einnig: „Sigríður Andersen braut lög“ og „Hæstiréttur vísar frá kröfu um dómara við Landsrétt“ Sigríður segir að stjórnvöld munu svara dómnum með greinagerð í sumar og vonast hún til að málið hljóti afgreiðslu hjá MDE í haust. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir dóminn staðfesta þá staðreynd að réttaróvissa ríki í landinu.Vísir/Anton Brink Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir Mannréttindadóminn með þessu staðfesta réttaróvissu á Íslandi. „Þessi ákvörðun dómstólsins og hvernig hann rökstyður hana ákveðin staðfeting á þeirri staðreynd sem við í stjórnarandstöðunni höfum verið að halda fram að skipan dómara í Landsrétt skapi réttaróvissu og sé alvarleg“ Hún segir það ánægjulegt að dómstóllinn hafi forgangsraðað málinu þannig að hægt væri að eyða réttaróvissu á Íslandi sem fyrst. hinsvegar séu aðrir þættir sem séu áhyggjuefni til að mynda ef að dómurinn verði fordæmisgefandi fyrir önnur ríki. „Það væri mjög sorglegt mál ef að Ísland væri fordæmi fyrir því hvernig eigi ekki að skipa dómara.“
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira