Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. júní 2018 14:00 Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra fagnar því að dómstóllinn taki afstöðu til kærunnar sem fyrst. vísir/ernir „Það er ekki enn að fullu ljóst hvort MDE ætlar að taka málið til meðferðar,“ skrifar Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra á facebook síðu sína í morgun. „Reglur dómstólsins eru þannig að mörgum málum er vísað strax frá dómi en hins vegar er einnig mögulegt að áður en slík ákvörðun er tekin sé gagnaðila málsins gefinn kostur á að tjá sig um sakarefnið. Hluti af slíkri greinargerð getur verið krafa um að málinu verði vísað frá án frekari málflutnings. Slík ákvörðun getur verið íhöndum forseta deildarinnar án aðkomu annarra dómara.“ Tilefnið eru spurningar sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sent íslenskum stjórnvöldum vegna Landsréttarmálsins en dómnum barst kæra vegna málsins fyrir mánuði síðan. Vinnubrögð dómsins eru óvenju hröð og er ástæðan sögð alvarleg réttaróvissa á Íslandi samkvæmt fréttaflutningi Ríkisútvarpsins. Sigríður fagnar því að dómurinn vilji taka hratt á málinu. „Hins vegar er ástæða til að fagna því að dómstóllinn taki sem fyrst afstöðu til kæru sem lýtur að því að skipan landsréttardómara sé andstæð Mannréttindasáttmála Evrópu þrátt fyrir að Hæstiréttur Íslands hafi komist að gagnstæðri niðurstöðu. Þegar skoðaðar eru spurningar sem MDE hefur nú beint til íslenskra stjórnvalda er ljóst að þar er ekkert óeðlilegt á ferðinni enda eru þær í samræmi við málatilbúnað kæranda.“ Spurningarnar sem um ræðir eru í tveimur liðum. Í fyrsta lagi hvernig það samrýmist ákvæði mannréttindasáttmála að skipan dómara hafi ekki fylgt lagaákvæði um að Alþingi skuli greiða atkvæði um hvert og eitt dómaragildi en ekki tillögu ráðherra í heild sinni líkt og var gert. Í öðru lagi er spurt um niðurstöðu Hæstaréttar frá því í fyrra um brot ráðherra á lögum við skipan dómara og hvernig það haldist í hendur við niðurstöðu Hæstaréttar frá því í ár þar sem kveðið er á um að dómarar í Landsrétti sitji löglega. Sjá einnig: „Sigríður Andersen braut lög“ og „Hæstiréttur vísar frá kröfu um dómara við Landsrétt“ Sigríður segir að stjórnvöld munu svara dómnum með greinagerð í sumar og vonast hún til að málið hljóti afgreiðslu hjá MDE í haust. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir dóminn staðfesta þá staðreynd að réttaróvissa ríki í landinu.Vísir/Anton Brink Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir Mannréttindadóminn með þessu staðfesta réttaróvissu á Íslandi. „Þessi ákvörðun dómstólsins og hvernig hann rökstyður hana ákveðin staðfeting á þeirri staðreynd sem við í stjórnarandstöðunni höfum verið að halda fram að skipan dómara í Landsrétt skapi réttaróvissu og sé alvarleg“ Hún segir það ánægjulegt að dómstóllinn hafi forgangsraðað málinu þannig að hægt væri að eyða réttaróvissu á Íslandi sem fyrst. hinsvegar séu aðrir þættir sem séu áhyggjuefni til að mynda ef að dómurinn verði fordæmisgefandi fyrir önnur ríki. „Það væri mjög sorglegt mál ef að Ísland væri fordæmi fyrir því hvernig eigi ekki að skipa dómara.“ Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
„Það er ekki enn að fullu ljóst hvort MDE ætlar að taka málið til meðferðar,“ skrifar Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra á facebook síðu sína í morgun. „Reglur dómstólsins eru þannig að mörgum málum er vísað strax frá dómi en hins vegar er einnig mögulegt að áður en slík ákvörðun er tekin sé gagnaðila málsins gefinn kostur á að tjá sig um sakarefnið. Hluti af slíkri greinargerð getur verið krafa um að málinu verði vísað frá án frekari málflutnings. Slík ákvörðun getur verið íhöndum forseta deildarinnar án aðkomu annarra dómara.“ Tilefnið eru spurningar sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sent íslenskum stjórnvöldum vegna Landsréttarmálsins en dómnum barst kæra vegna málsins fyrir mánuði síðan. Vinnubrögð dómsins eru óvenju hröð og er ástæðan sögð alvarleg réttaróvissa á Íslandi samkvæmt fréttaflutningi Ríkisútvarpsins. Sigríður fagnar því að dómurinn vilji taka hratt á málinu. „Hins vegar er ástæða til að fagna því að dómstóllinn taki sem fyrst afstöðu til kæru sem lýtur að því að skipan landsréttardómara sé andstæð Mannréttindasáttmála Evrópu þrátt fyrir að Hæstiréttur Íslands hafi komist að gagnstæðri niðurstöðu. Þegar skoðaðar eru spurningar sem MDE hefur nú beint til íslenskra stjórnvalda er ljóst að þar er ekkert óeðlilegt á ferðinni enda eru þær í samræmi við málatilbúnað kæranda.“ Spurningarnar sem um ræðir eru í tveimur liðum. Í fyrsta lagi hvernig það samrýmist ákvæði mannréttindasáttmála að skipan dómara hafi ekki fylgt lagaákvæði um að Alþingi skuli greiða atkvæði um hvert og eitt dómaragildi en ekki tillögu ráðherra í heild sinni líkt og var gert. Í öðru lagi er spurt um niðurstöðu Hæstaréttar frá því í fyrra um brot ráðherra á lögum við skipan dómara og hvernig það haldist í hendur við niðurstöðu Hæstaréttar frá því í ár þar sem kveðið er á um að dómarar í Landsrétti sitji löglega. Sjá einnig: „Sigríður Andersen braut lög“ og „Hæstiréttur vísar frá kröfu um dómara við Landsrétt“ Sigríður segir að stjórnvöld munu svara dómnum með greinagerð í sumar og vonast hún til að málið hljóti afgreiðslu hjá MDE í haust. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir dóminn staðfesta þá staðreynd að réttaróvissa ríki í landinu.Vísir/Anton Brink Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir Mannréttindadóminn með þessu staðfesta réttaróvissu á Íslandi. „Þessi ákvörðun dómstólsins og hvernig hann rökstyður hana ákveðin staðfeting á þeirri staðreynd sem við í stjórnarandstöðunni höfum verið að halda fram að skipan dómara í Landsrétt skapi réttaróvissu og sé alvarleg“ Hún segir það ánægjulegt að dómstóllinn hafi forgangsraðað málinu þannig að hægt væri að eyða réttaróvissu á Íslandi sem fyrst. hinsvegar séu aðrir þættir sem séu áhyggjuefni til að mynda ef að dómurinn verði fordæmisgefandi fyrir önnur ríki. „Það væri mjög sorglegt mál ef að Ísland væri fordæmi fyrir því hvernig eigi ekki að skipa dómara.“
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira