Hótel Reykjavík Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 14. júní 2018 10:00 Myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur er happafengur fyrir þá sem vilja umfram allt að Reykjavík breytist ekki í mengandi bílaborg. Það er yfirlýst markmið meirihlutans að setja gangandi og hjólandi vegfarendur í forgang. Hann hyggst styrkja almenningssamgöngur og hluti af þeirri áætlun er hin margumtalaða borgarlína, en andstaðan við hana var eitt af því furðulegasta í kosningabaráttunni. Gleðileg er síðan sú ákvörðun að gera Laugaveginn að göngugötu. Það mun auka sjarma miðborgarinnar til muna – og veitir sannarlega ekki af! Þannig virðist hinn nýi meirihluti að mörgu leyti vera á réttri leið. Fyrrverandi meirihluti í borginni gerði reyndar margt ágætt en það var mikill ljóður á ráði hans að þótt hann vildi umfram allt forða því að Reykjavík yrði mengandi bílaborg þá virtist hann lítið sem ekkert vilja aðhafast til að koma í veg fyrir að hún yrði að hótelborg. Miðborg Reykjavíkur á að vera aðlaðandi og þau sjarmerandi svæði sem þar finnast eiga að fá að standa óáreitt fyrir gráðugum peningamönnum sem fá dollaraglampa í augun ef þeir sjá auðan reit og þrá ekkert heitar en að planta þar niður hóteli. Það þurfa ekki að vera hótel á nánast hverju einasta götuhorni í Reykjavík, en gamla meirihlutanum gekk afar illa að skilja það. En batnandi manni er best að lifa og nú hefur nýtt afl, Viðreisn, gengið til liðs við gamla meirihlutann. Vonandi gengur Viðreisn til þessa samstarfs með áherslur sem miða að því að vernda fallega reiti þannig að gráðugir verktakar og fjárfestar leggi ekki undir sig höfuðborgina í meira mæli en þegar er orðið. Nýjum meirihluta borgarstjórnar skal óskað velfarnaðar. Um leið er honum ráðlagt að tölta út úr Ráðhúsinu og fara í spássitúr um miðbæinn. Það væri til dæmis hægt að skoða Landssímareitinn og eiga þar hljóða stund þar sem hver og einn borgarfulltrúi myndi spyrja sig þeirrar samviskuspurningar hvort hann vilji að á þeim góða stað verði enn eitt hótelið, eins og áform eru um. Margir hafa orðið til að gagnrýna þessi áform harðlega, meðal annars vegna þess að þarna er að finna Víkurgarð, hinn forna kirkjugarð Reykvíkinga, en hótelbygging á þessum stað mun þrengja verulega að honum og raska friðhelgi hans. Gagnrýnendur telja að Víkurgarð verði að vernda eins og kostur er, og segja annað jafngilda stórslysi. Ætli meirihlutinn í borginni að gegna hlutverki sínu með sóma verður hann að bera einhverja virðingu fyrir sögulegri og menningarlegri arfleifð Reykjavíkur. Öðruvísi getur hann ekki borið höfuðið hátt. En jafnvel þótt öllum sögulegum rökum sé vísað á bug, þá myndi hótel á þessum stað vera skelfileg skemmdarstarfsemi. Reykvíkingar hafa ekkert að gera við borgarstjórn sem leggur blessun sína yfir eyðileggingu á þessum söguhelga stað í hjarta höfuðborgarinnar. Nýr meirihluti má ekki loka sig inni í Ráðhúsinu. Hann verður að fara út og horfa í kringum sig. Það er ekki langt að fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur er happafengur fyrir þá sem vilja umfram allt að Reykjavík breytist ekki í mengandi bílaborg. Það er yfirlýst markmið meirihlutans að setja gangandi og hjólandi vegfarendur í forgang. Hann hyggst styrkja almenningssamgöngur og hluti af þeirri áætlun er hin margumtalaða borgarlína, en andstaðan við hana var eitt af því furðulegasta í kosningabaráttunni. Gleðileg er síðan sú ákvörðun að gera Laugaveginn að göngugötu. Það mun auka sjarma miðborgarinnar til muna – og veitir sannarlega ekki af! Þannig virðist hinn nýi meirihluti að mörgu leyti vera á réttri leið. Fyrrverandi meirihluti í borginni gerði reyndar margt ágætt en það var mikill ljóður á ráði hans að þótt hann vildi umfram allt forða því að Reykjavík yrði mengandi bílaborg þá virtist hann lítið sem ekkert vilja aðhafast til að koma í veg fyrir að hún yrði að hótelborg. Miðborg Reykjavíkur á að vera aðlaðandi og þau sjarmerandi svæði sem þar finnast eiga að fá að standa óáreitt fyrir gráðugum peningamönnum sem fá dollaraglampa í augun ef þeir sjá auðan reit og þrá ekkert heitar en að planta þar niður hóteli. Það þurfa ekki að vera hótel á nánast hverju einasta götuhorni í Reykjavík, en gamla meirihlutanum gekk afar illa að skilja það. En batnandi manni er best að lifa og nú hefur nýtt afl, Viðreisn, gengið til liðs við gamla meirihlutann. Vonandi gengur Viðreisn til þessa samstarfs með áherslur sem miða að því að vernda fallega reiti þannig að gráðugir verktakar og fjárfestar leggi ekki undir sig höfuðborgina í meira mæli en þegar er orðið. Nýjum meirihluta borgarstjórnar skal óskað velfarnaðar. Um leið er honum ráðlagt að tölta út úr Ráðhúsinu og fara í spássitúr um miðbæinn. Það væri til dæmis hægt að skoða Landssímareitinn og eiga þar hljóða stund þar sem hver og einn borgarfulltrúi myndi spyrja sig þeirrar samviskuspurningar hvort hann vilji að á þeim góða stað verði enn eitt hótelið, eins og áform eru um. Margir hafa orðið til að gagnrýna þessi áform harðlega, meðal annars vegna þess að þarna er að finna Víkurgarð, hinn forna kirkjugarð Reykvíkinga, en hótelbygging á þessum stað mun þrengja verulega að honum og raska friðhelgi hans. Gagnrýnendur telja að Víkurgarð verði að vernda eins og kostur er, og segja annað jafngilda stórslysi. Ætli meirihlutinn í borginni að gegna hlutverki sínu með sóma verður hann að bera einhverja virðingu fyrir sögulegri og menningarlegri arfleifð Reykjavíkur. Öðruvísi getur hann ekki borið höfuðið hátt. En jafnvel þótt öllum sögulegum rökum sé vísað á bug, þá myndi hótel á þessum stað vera skelfileg skemmdarstarfsemi. Reykvíkingar hafa ekkert að gera við borgarstjórn sem leggur blessun sína yfir eyðileggingu á þessum söguhelga stað í hjarta höfuðborgarinnar. Nýr meirihluti má ekki loka sig inni í Ráðhúsinu. Hann verður að fara út og horfa í kringum sig. Það er ekki langt að fara.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar