Opinbert einelti hjá Hafnarfjarðarbæ? Gunnlaugur Stefánsson skrifar 14. júní 2018 07:00 Í vikunni hófst Vinnuskólinn í Hafnarfirði. Þar eiga að vera boðnir velkomnir allir unglingar sem eru á fjórtánda ári og eru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðinum. Þetta eru tímamót, vekja með unglingunum eftirvæntingu og skrá dýrmæta minningu. En ekki fyrir alla þegar á reynir. Sonarsonur minn á þessum aldri, sem er hreyfihamlaður í hjólastól, fékk þau skilaboð frá hafnfirska stjórnsýslukerfinu, að hann væri ekki velkominn alveg strax, skyldi bíða heima, en hafa samband og athuga hvernig staðan verði eftir helgina. Fótfrár tvíburabróðir hans fékk aftur á móti skilaboð frá kerfinu hálfum mánuði áður en vinnan hófst, að hann væri strax velkominn. Nú hefur kerfissýslan í Hafnarfirði haft allan veturinn til að undirbúa Vinnuskólann. En gleymt að gera ráð fyrir að í bænum búa líka hreyfihamlaðir unglingar í hjólastól. Örfáir einstaklingar skipta líklega engu máli fyrir opinbert kerfi, sérstaklega ef þeir eigi við fötlun að stríða. Það snertir samt og særir viðkvæmt barnshjartað sem hefur lengi hlakkað til að fara á vinnumarkaðinn og fylgja jafnöldrum sínum í lífi og leik. Er ekki tímabært að kerfið átti sig á að hér á fólk hlut að máli með tilfinningar og þrár? Vonandi gildir það víðast fyrir fólkið í landinu. En ekki í stjórnsýslunni hjá Hafnarfjarðarbæ gagnvart hreyfihömluðum unglingum í hjólastól. Gæti það kallast opinbert einelti?Höfundur býr að Heydölum í Breiðdal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni hófst Vinnuskólinn í Hafnarfirði. Þar eiga að vera boðnir velkomnir allir unglingar sem eru á fjórtánda ári og eru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðinum. Þetta eru tímamót, vekja með unglingunum eftirvæntingu og skrá dýrmæta minningu. En ekki fyrir alla þegar á reynir. Sonarsonur minn á þessum aldri, sem er hreyfihamlaður í hjólastól, fékk þau skilaboð frá hafnfirska stjórnsýslukerfinu, að hann væri ekki velkominn alveg strax, skyldi bíða heima, en hafa samband og athuga hvernig staðan verði eftir helgina. Fótfrár tvíburabróðir hans fékk aftur á móti skilaboð frá kerfinu hálfum mánuði áður en vinnan hófst, að hann væri strax velkominn. Nú hefur kerfissýslan í Hafnarfirði haft allan veturinn til að undirbúa Vinnuskólann. En gleymt að gera ráð fyrir að í bænum búa líka hreyfihamlaðir unglingar í hjólastól. Örfáir einstaklingar skipta líklega engu máli fyrir opinbert kerfi, sérstaklega ef þeir eigi við fötlun að stríða. Það snertir samt og særir viðkvæmt barnshjartað sem hefur lengi hlakkað til að fara á vinnumarkaðinn og fylgja jafnöldrum sínum í lífi og leik. Er ekki tímabært að kerfið átti sig á að hér á fólk hlut að máli með tilfinningar og þrár? Vonandi gildir það víðast fyrir fólkið í landinu. En ekki í stjórnsýslunni hjá Hafnarfjarðarbæ gagnvart hreyfihömluðum unglingum í hjólastól. Gæti það kallast opinbert einelti?Höfundur býr að Heydölum í Breiðdal
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar