Detta mér allar dauðar lýs úr höfði – Vangaveltur um fréttaflutning af umsóknartölum háskólanna Dr. Sigrún Stefánsdóttir skrifar 14. júní 2018 07:00 Gamla orðtækið „detta mér allar dauðar lýs úr höfði“ notaði mamma mín oft þegar eitthvað gekk alveg fram af henni. Þetta orðtæki kom skyndilega upp í huga minn, þegar ég las fréttaflutning Fréttablaðsins og Morgunblaðsins í vikunni sem leið af gríðarlegri aukningu í umsóknum um nám í háskólum landsins. Ég hef unnið um árabil sem fréttamaður og enn lengur sem kennari í fjölmiðlafræði á háskólastigi, bæði við Háskóla Íslands og nú síðast við Háskólann á Akureyri. Í þessum fræðum er lögð áhersla á jafnvægi í fréttaflutningi og nemendur læra snemma að sýnileiki í fjölmiðlum er mikilvægur, bæði þegar vel gengur og eins þegar á móti blæs. Háskólinn á Akureyri hefur ekki farið varhluta af sýnileika þegar á móti hefur blásið, en eitthvað virðist þrengra um pláss á síðum blaðanna þegar vel gengur. Rýr umfjöllun um sívaxandi vinsældir skólans staðfestir þetta enn einu sinni. Í frétt Fréttablaðsins þann 8. júni um umsóknir í háskólanám fær HÍ ítarlega umfjöllun um 12 prósenta aukningu í umsóknum í skólann. Það sama gilti um Háskólann í Reykjavík vegna 11 prósenta aukningar en Háskólinn á Akureyri fékk fjórar línur um 30 prósenta aukningu í umsóknum milli ára. Þessum fjórum línum var snyrtilega komið fyrir í lok fréttarinnar. Rektorar höfuðborgarskólanna fengu að tjá sig og hrósa sér af hinni stórkostlegu aukningu en umsögnin um skólann á Akureyri var svona: „Þá barst Háskólanum á Akureyri metfjöldi umsókna um skólavist næsta vetur. Umsóknir voru 2.160 sem er 30 prósenta fjölgun frá síðasta ári“. Ég hefði ekki getað orðið meira undrandi. Hvar er fréttamatið – kæru kollegar? Fréttin í Morgunblaðinu daginn eftir, 9. júni, var í svipuðum dúr, nema þar fékk Háskólinn á Bifröst að fljóta með og fékk sína greinargóðu umfjöllum á síðunni án þess þó að geta gert grein fyrir hvort aukning hefði orðið í aðsóknartölum. Rætt var við rektorana þrjá í HÍ, HR og Bifröst um þennan flotta árangur. Aðsóknartölur í HA náðu ekki einu sinni á blað, hvað þá að rætt væri við rektor skólans! Einu sinni sagði vel þekktur prestur í Borgarfirði við mig að það væri eins og fréttamenn héldu að Ísland endaði við Elliðaárbrúna. Það sem gerðist utan höfuðborgarsvæðisins væri ekki til. Á sínum tíma mótmælti ég þessu sem fréttamaður en ég er því miður að verða nokkuð sammála klerki. Þrjátíu prósenta aukning er meiri frétt en 10 prósenta aukning. Ég hefði sagt nemendum mínum að byrja fréttina á því sem er stærst eða mest, þ.e.a.s byrja fréttina á aukningunni fyrir norðan. Hins vegar er annar þáttur sem ræður líka fréttamati en það er nálægð. Hún er greinilega að blinda fjölmiðlafólkið fyrir sunnan. Nær allir starfandi blaðamenn á landinu búa á höfuðborgarsvæðinu. Sennilega aka margir þeirra daglega framhjá bæði HÍ og HR. Það er því auðvelt að gleyma því að á Akureyri er starfandi öflugur háskóli sem nýtur sívaxandi vinsælda. Out of sight – out of mind, segir einhvers staðar á ensku. Sem betur fer virðist unga fólkið í landinu betur upplýst en fjölmiðlafólk höfuðborgarsvæðisins og sækir í hulduskólann fyrir norðan, þrátt fyrir línurnar fjórar og fjarveru rektors HA í jákvæðu fréttunum um aukna sókn í háskólanám hér á landi.Höfundu er fjölmiðlafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Gamla orðtækið „detta mér allar dauðar lýs úr höfði“ notaði mamma mín oft þegar eitthvað gekk alveg fram af henni. Þetta orðtæki kom skyndilega upp í huga minn, þegar ég las fréttaflutning Fréttablaðsins og Morgunblaðsins í vikunni sem leið af gríðarlegri aukningu í umsóknum um nám í háskólum landsins. Ég hef unnið um árabil sem fréttamaður og enn lengur sem kennari í fjölmiðlafræði á háskólastigi, bæði við Háskóla Íslands og nú síðast við Háskólann á Akureyri. Í þessum fræðum er lögð áhersla á jafnvægi í fréttaflutningi og nemendur læra snemma að sýnileiki í fjölmiðlum er mikilvægur, bæði þegar vel gengur og eins þegar á móti blæs. Háskólinn á Akureyri hefur ekki farið varhluta af sýnileika þegar á móti hefur blásið, en eitthvað virðist þrengra um pláss á síðum blaðanna þegar vel gengur. Rýr umfjöllun um sívaxandi vinsældir skólans staðfestir þetta enn einu sinni. Í frétt Fréttablaðsins þann 8. júni um umsóknir í háskólanám fær HÍ ítarlega umfjöllun um 12 prósenta aukningu í umsóknum í skólann. Það sama gilti um Háskólann í Reykjavík vegna 11 prósenta aukningar en Háskólinn á Akureyri fékk fjórar línur um 30 prósenta aukningu í umsóknum milli ára. Þessum fjórum línum var snyrtilega komið fyrir í lok fréttarinnar. Rektorar höfuðborgarskólanna fengu að tjá sig og hrósa sér af hinni stórkostlegu aukningu en umsögnin um skólann á Akureyri var svona: „Þá barst Háskólanum á Akureyri metfjöldi umsókna um skólavist næsta vetur. Umsóknir voru 2.160 sem er 30 prósenta fjölgun frá síðasta ári“. Ég hefði ekki getað orðið meira undrandi. Hvar er fréttamatið – kæru kollegar? Fréttin í Morgunblaðinu daginn eftir, 9. júni, var í svipuðum dúr, nema þar fékk Háskólinn á Bifröst að fljóta með og fékk sína greinargóðu umfjöllum á síðunni án þess þó að geta gert grein fyrir hvort aukning hefði orðið í aðsóknartölum. Rætt var við rektorana þrjá í HÍ, HR og Bifröst um þennan flotta árangur. Aðsóknartölur í HA náðu ekki einu sinni á blað, hvað þá að rætt væri við rektor skólans! Einu sinni sagði vel þekktur prestur í Borgarfirði við mig að það væri eins og fréttamenn héldu að Ísland endaði við Elliðaárbrúna. Það sem gerðist utan höfuðborgarsvæðisins væri ekki til. Á sínum tíma mótmælti ég þessu sem fréttamaður en ég er því miður að verða nokkuð sammála klerki. Þrjátíu prósenta aukning er meiri frétt en 10 prósenta aukning. Ég hefði sagt nemendum mínum að byrja fréttina á því sem er stærst eða mest, þ.e.a.s byrja fréttina á aukningunni fyrir norðan. Hins vegar er annar þáttur sem ræður líka fréttamati en það er nálægð. Hún er greinilega að blinda fjölmiðlafólkið fyrir sunnan. Nær allir starfandi blaðamenn á landinu búa á höfuðborgarsvæðinu. Sennilega aka margir þeirra daglega framhjá bæði HÍ og HR. Það er því auðvelt að gleyma því að á Akureyri er starfandi öflugur háskóli sem nýtur sívaxandi vinsælda. Out of sight – out of mind, segir einhvers staðar á ensku. Sem betur fer virðist unga fólkið í landinu betur upplýst en fjölmiðlafólk höfuðborgarsvæðisins og sækir í hulduskólann fyrir norðan, þrátt fyrir línurnar fjórar og fjarveru rektors HA í jákvæðu fréttunum um aukna sókn í háskólanám hér á landi.Höfundu er fjölmiðlafræðingur
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun