Detta mér allar dauðar lýs úr höfði – Vangaveltur um fréttaflutning af umsóknartölum háskólanna Dr. Sigrún Stefánsdóttir skrifar 14. júní 2018 07:00 Gamla orðtækið „detta mér allar dauðar lýs úr höfði“ notaði mamma mín oft þegar eitthvað gekk alveg fram af henni. Þetta orðtæki kom skyndilega upp í huga minn, þegar ég las fréttaflutning Fréttablaðsins og Morgunblaðsins í vikunni sem leið af gríðarlegri aukningu í umsóknum um nám í háskólum landsins. Ég hef unnið um árabil sem fréttamaður og enn lengur sem kennari í fjölmiðlafræði á háskólastigi, bæði við Háskóla Íslands og nú síðast við Háskólann á Akureyri. Í þessum fræðum er lögð áhersla á jafnvægi í fréttaflutningi og nemendur læra snemma að sýnileiki í fjölmiðlum er mikilvægur, bæði þegar vel gengur og eins þegar á móti blæs. Háskólinn á Akureyri hefur ekki farið varhluta af sýnileika þegar á móti hefur blásið, en eitthvað virðist þrengra um pláss á síðum blaðanna þegar vel gengur. Rýr umfjöllun um sívaxandi vinsældir skólans staðfestir þetta enn einu sinni. Í frétt Fréttablaðsins þann 8. júni um umsóknir í háskólanám fær HÍ ítarlega umfjöllun um 12 prósenta aukningu í umsóknum í skólann. Það sama gilti um Háskólann í Reykjavík vegna 11 prósenta aukningar en Háskólinn á Akureyri fékk fjórar línur um 30 prósenta aukningu í umsóknum milli ára. Þessum fjórum línum var snyrtilega komið fyrir í lok fréttarinnar. Rektorar höfuðborgarskólanna fengu að tjá sig og hrósa sér af hinni stórkostlegu aukningu en umsögnin um skólann á Akureyri var svona: „Þá barst Háskólanum á Akureyri metfjöldi umsókna um skólavist næsta vetur. Umsóknir voru 2.160 sem er 30 prósenta fjölgun frá síðasta ári“. Ég hefði ekki getað orðið meira undrandi. Hvar er fréttamatið – kæru kollegar? Fréttin í Morgunblaðinu daginn eftir, 9. júni, var í svipuðum dúr, nema þar fékk Háskólinn á Bifröst að fljóta með og fékk sína greinargóðu umfjöllum á síðunni án þess þó að geta gert grein fyrir hvort aukning hefði orðið í aðsóknartölum. Rætt var við rektorana þrjá í HÍ, HR og Bifröst um þennan flotta árangur. Aðsóknartölur í HA náðu ekki einu sinni á blað, hvað þá að rætt væri við rektor skólans! Einu sinni sagði vel þekktur prestur í Borgarfirði við mig að það væri eins og fréttamenn héldu að Ísland endaði við Elliðaárbrúna. Það sem gerðist utan höfuðborgarsvæðisins væri ekki til. Á sínum tíma mótmælti ég þessu sem fréttamaður en ég er því miður að verða nokkuð sammála klerki. Þrjátíu prósenta aukning er meiri frétt en 10 prósenta aukning. Ég hefði sagt nemendum mínum að byrja fréttina á því sem er stærst eða mest, þ.e.a.s byrja fréttina á aukningunni fyrir norðan. Hins vegar er annar þáttur sem ræður líka fréttamati en það er nálægð. Hún er greinilega að blinda fjölmiðlafólkið fyrir sunnan. Nær allir starfandi blaðamenn á landinu búa á höfuðborgarsvæðinu. Sennilega aka margir þeirra daglega framhjá bæði HÍ og HR. Það er því auðvelt að gleyma því að á Akureyri er starfandi öflugur háskóli sem nýtur sívaxandi vinsælda. Out of sight – out of mind, segir einhvers staðar á ensku. Sem betur fer virðist unga fólkið í landinu betur upplýst en fjölmiðlafólk höfuðborgarsvæðisins og sækir í hulduskólann fyrir norðan, þrátt fyrir línurnar fjórar og fjarveru rektors HA í jákvæðu fréttunum um aukna sókn í háskólanám hér á landi.Höfundu er fjölmiðlafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Gamla orðtækið „detta mér allar dauðar lýs úr höfði“ notaði mamma mín oft þegar eitthvað gekk alveg fram af henni. Þetta orðtæki kom skyndilega upp í huga minn, þegar ég las fréttaflutning Fréttablaðsins og Morgunblaðsins í vikunni sem leið af gríðarlegri aukningu í umsóknum um nám í háskólum landsins. Ég hef unnið um árabil sem fréttamaður og enn lengur sem kennari í fjölmiðlafræði á háskólastigi, bæði við Háskóla Íslands og nú síðast við Háskólann á Akureyri. Í þessum fræðum er lögð áhersla á jafnvægi í fréttaflutningi og nemendur læra snemma að sýnileiki í fjölmiðlum er mikilvægur, bæði þegar vel gengur og eins þegar á móti blæs. Háskólinn á Akureyri hefur ekki farið varhluta af sýnileika þegar á móti hefur blásið, en eitthvað virðist þrengra um pláss á síðum blaðanna þegar vel gengur. Rýr umfjöllun um sívaxandi vinsældir skólans staðfestir þetta enn einu sinni. Í frétt Fréttablaðsins þann 8. júni um umsóknir í háskólanám fær HÍ ítarlega umfjöllun um 12 prósenta aukningu í umsóknum í skólann. Það sama gilti um Háskólann í Reykjavík vegna 11 prósenta aukningar en Háskólinn á Akureyri fékk fjórar línur um 30 prósenta aukningu í umsóknum milli ára. Þessum fjórum línum var snyrtilega komið fyrir í lok fréttarinnar. Rektorar höfuðborgarskólanna fengu að tjá sig og hrósa sér af hinni stórkostlegu aukningu en umsögnin um skólann á Akureyri var svona: „Þá barst Háskólanum á Akureyri metfjöldi umsókna um skólavist næsta vetur. Umsóknir voru 2.160 sem er 30 prósenta fjölgun frá síðasta ári“. Ég hefði ekki getað orðið meira undrandi. Hvar er fréttamatið – kæru kollegar? Fréttin í Morgunblaðinu daginn eftir, 9. júni, var í svipuðum dúr, nema þar fékk Háskólinn á Bifröst að fljóta með og fékk sína greinargóðu umfjöllum á síðunni án þess þó að geta gert grein fyrir hvort aukning hefði orðið í aðsóknartölum. Rætt var við rektorana þrjá í HÍ, HR og Bifröst um þennan flotta árangur. Aðsóknartölur í HA náðu ekki einu sinni á blað, hvað þá að rætt væri við rektor skólans! Einu sinni sagði vel þekktur prestur í Borgarfirði við mig að það væri eins og fréttamenn héldu að Ísland endaði við Elliðaárbrúna. Það sem gerðist utan höfuðborgarsvæðisins væri ekki til. Á sínum tíma mótmælti ég þessu sem fréttamaður en ég er því miður að verða nokkuð sammála klerki. Þrjátíu prósenta aukning er meiri frétt en 10 prósenta aukning. Ég hefði sagt nemendum mínum að byrja fréttina á því sem er stærst eða mest, þ.e.a.s byrja fréttina á aukningunni fyrir norðan. Hins vegar er annar þáttur sem ræður líka fréttamati en það er nálægð. Hún er greinilega að blinda fjölmiðlafólkið fyrir sunnan. Nær allir starfandi blaðamenn á landinu búa á höfuðborgarsvæðinu. Sennilega aka margir þeirra daglega framhjá bæði HÍ og HR. Það er því auðvelt að gleyma því að á Akureyri er starfandi öflugur háskóli sem nýtur sívaxandi vinsælda. Out of sight – out of mind, segir einhvers staðar á ensku. Sem betur fer virðist unga fólkið í landinu betur upplýst en fjölmiðlafólk höfuðborgarsvæðisins og sækir í hulduskólann fyrir norðan, þrátt fyrir línurnar fjórar og fjarveru rektors HA í jákvæðu fréttunum um aukna sókn í háskólanám hér á landi.Höfundu er fjölmiðlafræðingur
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun