Laura Bush segir grimmt og ómannúðlegt af Trump að aðskilja börn frá foreldrum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. júní 2018 07:41 Laura Bush naut töluverðra vinsælda á tíð sinni sem forsetafrú, þrátt fyrir að vinsældir eiginmanns hennar döluðu mikið þegar leið á Laura Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, skrifar opið bréf í dagblaðið Washington Post í dag þar sem hún fordæmir innflytjendastefnu Trump stjórnarinnar sem hefur sundrað þúsundum fjölskyldna. Hún tekur þannig undir með fjölmörgum gagnrýnisröddum en í gær var það núverandi forsetafrú, Melania Trump, sem sagði opinberlega að henni þætti sárt að sjá börn aðskilin frá foreldrum sínum vegna stefnunnar. Talskona Melaniu sagði raunar að það væri Demókrataflokkurinn sem bæri ábyrgð á löggjöfinni umdeildu en það er með öllu rangt. Það var Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Trumps, sem innleiddi stefnubreytingu í síðasta mánuði sem leiddi til aðskilnaðar meira en tvö þúsund barnafjölskyldna. Engu að síður hafa bæði Donald Trump forseti og Melania eiginkona hans hvatt demókrata á þingi til að koma að borðinu til samningaviðræðna. Enginn veit um hvað þær samningaviðræður ættu að snúast, enda þarf þingsins ekki að njóta við til að snúa við nýrri, einhliða stefnu dómsmálaráðherra. Staðan er nú sú að þúsundir barna, sem komu yfir landamærin frá Mexíkó með foreldrum sínum, hafa verið aðskilin frá þeim og eru í haldi bandarískra stjórnvalda við aðstæður sem hafa verið harðlega gagnrýndar. Börnin eru meðal annars geymd í bókstaflegum vöruhúsum og gömlum matvörubúðum. Á meðan eru foreldrar þeirra í fangelsi og fá ekki að vitja barna sinna. Þetta ástand hefur varað vikum saman í sumum tilvikum. Mörg málin virðast föst í kerfinu. Í opnu bréfi Lauru Bush, sem er eiginkona George W. Bush fyrrverandi forseta og flokksbróður Trumps í Repúblikanaflokknum, segir að stefna núverandi stjórnvalda sé grimmileg, siðferðislega röng og fái hjarta sitt til að bresta. Fjölmiðlar vestanhafs segja margir í fyrirsögnum að Laura Bush sé þannig að taka undir með Melaniu Trump, að tvær forsetafrúr beiti sér gegn stefnu Trumps. Greinin hefur þó að öllum líkindum verið skrifuð áður en Melania tjáði sig í gær. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00 Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16 Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Laura Bush, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, skrifar opið bréf í dagblaðið Washington Post í dag þar sem hún fordæmir innflytjendastefnu Trump stjórnarinnar sem hefur sundrað þúsundum fjölskyldna. Hún tekur þannig undir með fjölmörgum gagnrýnisröddum en í gær var það núverandi forsetafrú, Melania Trump, sem sagði opinberlega að henni þætti sárt að sjá börn aðskilin frá foreldrum sínum vegna stefnunnar. Talskona Melaniu sagði raunar að það væri Demókrataflokkurinn sem bæri ábyrgð á löggjöfinni umdeildu en það er með öllu rangt. Það var Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Trumps, sem innleiddi stefnubreytingu í síðasta mánuði sem leiddi til aðskilnaðar meira en tvö þúsund barnafjölskyldna. Engu að síður hafa bæði Donald Trump forseti og Melania eiginkona hans hvatt demókrata á þingi til að koma að borðinu til samningaviðræðna. Enginn veit um hvað þær samningaviðræður ættu að snúast, enda þarf þingsins ekki að njóta við til að snúa við nýrri, einhliða stefnu dómsmálaráðherra. Staðan er nú sú að þúsundir barna, sem komu yfir landamærin frá Mexíkó með foreldrum sínum, hafa verið aðskilin frá þeim og eru í haldi bandarískra stjórnvalda við aðstæður sem hafa verið harðlega gagnrýndar. Börnin eru meðal annars geymd í bókstaflegum vöruhúsum og gömlum matvörubúðum. Á meðan eru foreldrar þeirra í fangelsi og fá ekki að vitja barna sinna. Þetta ástand hefur varað vikum saman í sumum tilvikum. Mörg málin virðast föst í kerfinu. Í opnu bréfi Lauru Bush, sem er eiginkona George W. Bush fyrrverandi forseta og flokksbróður Trumps í Repúblikanaflokknum, segir að stefna núverandi stjórnvalda sé grimmileg, siðferðislega röng og fái hjarta sitt til að bresta. Fjölmiðlar vestanhafs segja margir í fyrirsögnum að Laura Bush sé þannig að taka undir með Melaniu Trump, að tvær forsetafrúr beiti sér gegn stefnu Trumps. Greinin hefur þó að öllum líkindum verið skrifuð áður en Melania tjáði sig í gær.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00 Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16 Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Forsetinn kennir Demókrötum um að fjölskyldum er sundrað Hörð stefna bandarískra yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum hefur haft aðskilnað minnst tvö þúsund barna frá foreldrum sínum í för með sér. Trump segir engar breytingar verða gerðar á innflytjendalögum nema fjárheimildir fáist til að reisa vegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Biblían notuð sem rökstuðningur 18. júní 2018 06:00
Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16
Melania blandar sér í deilur um innflytjendafjölskyldur Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, vill að lát verði á aðgerðum lögreglu sem beinast gegn fjölskyldum ólögregla innflytjenda við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. 17. júní 2018 23:28