Íslenskir fálkar ekki verið jafn frjósamir í nær fjóra áratugi Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. júní 2018 06:00 Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur merkir fálkaunga á Norðausturlandi. Ólafur H. Nielsen „Ég man varla eftir annarri eins frjósemi hjá fálkanum síðan við byrjuðum að fylgjast með honum 1981,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur er þessa dagana að merkja fálkaunga á Norðausturlandi. Varpið virðist hafa tekist með allra besta móti. „Þar fer saman góð tíð í vor og í lok vetrar og svo er mjög mikið af rjúpu,“ segir hann. Ólafur segir að mörg pör séu með fjóra unga í hreiðri og hann hafi nú þegar heimsótt eitt hreiður þar sem voru fimm ungar, sem sé fáheyrt. „Ég hef ekki séð það nema tvisvar áður,“ segir hann.Sjá einnig: Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Ólafur segir að nú þegar sé búið að merkja í kringum fjörutíu unga og hann gerir ráð fyrir að þeir verði á milli 90 og 100. „Það er að segja ef frjósemin verður sú sama í þeim hreiðrum sem ég veit um og við eigum eftir að fara í og hún hefur verið í þeim hreiðrum sem við erum búin að heimsækja,“ segir hann. Ólafur segist aldrei áður hafa merkt svo marga unga á einu sumri. „Allra mest hefur það verið í kringum 60 áður.“ Fréttablaðið fjallaði ítarlega í vor um að grunur leiki á að undanfarin ár hafi varp misfarist í ákveðnum fálkahreiðrum af mannavöldum. Af þessum ástæðum hóf Fálkasetur Íslands að safna fyrir myndavélum til þess að setja upp við hreiðrin í vor. Samkvæmt upplýsingum hefur enginn náðst á mynd við hreiðrin síðan vélarnar voru settar upp og það eru heldur engar vísbendingar um að varp hafi misfarist af mannavöldum í ár. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Fálkinn Ógn sem nú er særður að jafna sig í Húsdýragarðinum er sá nýjasti í langri röð fálka sem orðið hafa fyrir skoti. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur áætlar að einn af hverjum fjórum þessara alfriðuðu fugla fái í sig skot 16. febrúar 2018 07:00 Austurrískur fálkavinur vill lána 10 myndavélar Tilskilin leyfi hafa fengist frá yfirvöldum til þess að vakta fálkahreiður með myndavélum. Samráð verður haft við Náttúrufræðistofnun. Grunur leikur á að hópur manna spilli vísvitandi fálkavarpinu og selji söfnurum egg fálkanna. 27. apríl 2018 06:00 Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Baráttumenn fyrir verndun íslenska fálkastofnsins safna fyrir myndavélum til að vakta hreiður fálkanna. Bóndi í Aðaldal hefur þegar sett upp myndavél við eitt hreiður sem varð til þess að fálkapar kom upp ungum eftir margra ára bið. 5. apríl 2018 06:00 Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Ég man varla eftir annarri eins frjósemi hjá fálkanum síðan við byrjuðum að fylgjast með honum 1981,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur er þessa dagana að merkja fálkaunga á Norðausturlandi. Varpið virðist hafa tekist með allra besta móti. „Þar fer saman góð tíð í vor og í lok vetrar og svo er mjög mikið af rjúpu,“ segir hann. Ólafur segir að mörg pör séu með fjóra unga í hreiðri og hann hafi nú þegar heimsótt eitt hreiður þar sem voru fimm ungar, sem sé fáheyrt. „Ég hef ekki séð það nema tvisvar áður,“ segir hann.Sjá einnig: Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Ólafur segir að nú þegar sé búið að merkja í kringum fjörutíu unga og hann gerir ráð fyrir að þeir verði á milli 90 og 100. „Það er að segja ef frjósemin verður sú sama í þeim hreiðrum sem ég veit um og við eigum eftir að fara í og hún hefur verið í þeim hreiðrum sem við erum búin að heimsækja,“ segir hann. Ólafur segist aldrei áður hafa merkt svo marga unga á einu sumri. „Allra mest hefur það verið í kringum 60 áður.“ Fréttablaðið fjallaði ítarlega í vor um að grunur leiki á að undanfarin ár hafi varp misfarist í ákveðnum fálkahreiðrum af mannavöldum. Af þessum ástæðum hóf Fálkasetur Íslands að safna fyrir myndavélum til þess að setja upp við hreiðrin í vor. Samkvæmt upplýsingum hefur enginn náðst á mynd við hreiðrin síðan vélarnar voru settar upp og það eru heldur engar vísbendingar um að varp hafi misfarist af mannavöldum í ár.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Fálkinn Ógn sem nú er særður að jafna sig í Húsdýragarðinum er sá nýjasti í langri röð fálka sem orðið hafa fyrir skoti. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur áætlar að einn af hverjum fjórum þessara alfriðuðu fugla fái í sig skot 16. febrúar 2018 07:00 Austurrískur fálkavinur vill lána 10 myndavélar Tilskilin leyfi hafa fengist frá yfirvöldum til þess að vakta fálkahreiður með myndavélum. Samráð verður haft við Náttúrufræðistofnun. Grunur leikur á að hópur manna spilli vísvitandi fálkavarpinu og selji söfnurum egg fálkanna. 27. apríl 2018 06:00 Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Baráttumenn fyrir verndun íslenska fálkastofnsins safna fyrir myndavélum til að vakta hreiður fálkanna. Bóndi í Aðaldal hefur þegar sett upp myndavél við eitt hreiður sem varð til þess að fálkapar kom upp ungum eftir margra ára bið. 5. apríl 2018 06:00 Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Fálkinn Ógn sem nú er særður að jafna sig í Húsdýragarðinum er sá nýjasti í langri röð fálka sem orðið hafa fyrir skoti. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur áætlar að einn af hverjum fjórum þessara alfriðuðu fugla fái í sig skot 16. febrúar 2018 07:00
Austurrískur fálkavinur vill lána 10 myndavélar Tilskilin leyfi hafa fengist frá yfirvöldum til þess að vakta fálkahreiður með myndavélum. Samráð verður haft við Náttúrufræðistofnun. Grunur leikur á að hópur manna spilli vísvitandi fálkavarpinu og selji söfnurum egg fálkanna. 27. apríl 2018 06:00
Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Baráttumenn fyrir verndun íslenska fálkastofnsins safna fyrir myndavélum til að vakta hreiður fálkanna. Bóndi í Aðaldal hefur þegar sett upp myndavél við eitt hreiður sem varð til þess að fálkapar kom upp ungum eftir margra ára bið. 5. apríl 2018 06:00
Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00